Fréttablaðið - 20.11.2009, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 20.11.2009, Blaðsíða 64
44 20. nóvember 2009 FÖSTUDAGUR folk@frettabladid.is HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS Fáðu þér miða á www.hhi.is eða í síma 800 6611 á einn miða í desember milljónir 75 Þeir sem eiga miða í Happdrætti Háskólans geta átt von á 75 milljóna afmælisvinningi í síðasta útdrætti ársins. Þú getur ennþá verið með! Tryggðu þér miða fyrir aðeins 1.000 kr. á mánuði. Við drögum næst 24. nóvember! PI PA R\ TB W A S ÍA 9 19 03 Leikarinn Kellan Lutz sagði Ryan Seacrest frá því að upp- haflega hefði hann verið beð- inn um að taka að sér hlutverk vampírunnar Edwards Cullen í Twilight- þríleiknum. Honum þótti hlutverkið ekki nógu heillandi og hafnaði tilboðinu. „Ég var staddur í Afr- íku við tökur á sjónvarps- þáttum þegar ég fékk handritið sent til mín. Ég las það og þegar ég mætti í prufurnar sagðist ég ekki vilja leika Edward. Hann er of flókinn karakter og alltof þunglyndur.“ Eftir að Lutz afþakkaði hlutverkið var honum boðið að leika vampír- una Emmett Cullen sem honum þótti hæfa sér betur. Þegar Lutz var spurður hvort hann sæi eftir ákvörðun sinni nú þegar Robert Pattinson hefur hlotið heimsfrægð segir hann svo ekki vera. „Frægð er frægð og Robert tekst á við hana eins og meistari. Allt sem fylgir þessu er ótrúlegt og ég held að það sé ekki hægt að undir- búa manneskju fyrir það. Ég er ánægður með hlutverk mitt sem Emmett og ég hef ekki áhuga á heimsfrægð.“ Sagði nei við Edward KELLAN LUTZ Hljómsveitin Pascal Pinon var stofnuð af fjórum fjórtán ára stelp- um í desember í fyrra. Þær eru ekk- ert að tvínóna við hlutina og gefa á sunnudaginn út fyrstu plötuna sína. Hún inniheldur ellefu frumsamin lög. „Við erum allar í Hagaskóla,“ segir Kristín Ylfa, þar sem hún er einmitt stödd í stærðfræðitíma. „Ætli megi ekki bara kalla okkur Vesturbæjar eftir-krútt hljómsveit. Við tókum plötuna upp sjálfar. Flest lögin eru á íslensku og flest eftir Jófríði. Hún hlustar voða mikið á Björk en ég veit ekki hvort það hefur einhver áhrif á lagasmíð- arnar hennar. Hún samdi allt efnið á plötunni nema eitt lag sem við gerðum allar saman. Svo er einn texti eftir Davíð Stefánsson.“ Hljómsveitin hefur spilað á fjöl- mörgum tónleikum, meðal annars á Innipúkanum, Réttum og Airwaves. Þær hafa áður gefið út smáskífu og áttu eitt lag á Trúbatrix safndisk- inum. „Þetta hefur bara gengið mjög vel,“ segir Kristín. „Okkur er tekið mjög vel í bransanum og ekk- ert vesen að komast inn á staði að spila.“ Plata Pascal Pinon kemur eins og áður segir út á sunnudaginn 22. nóvember. Samdægurs heldur hljómsveitin útgáfutónleika í Nor- ræna húsinu klukkan 19. Upphitun verður í höndum hljómsveitarinnar Nolo. Aðgangseyrir er 500 kr. - drg Vesturbæjar eftir-krútt ÚTGÁFUTÓNLEIKAR Á SUNNUDAGINN Pascal Pinon: Ásthildur, Halla, Jófríður og Kristín Ylfa. > FLUTT YFIR HAFIÐ Dansarinn Dita Von Teese hefur ákveðið að flytja til Parísar og hefur fest kaup á fallegri íbúð þar í borg ásamt unnusta sínum. Ástæðuna fyrir flutningunum segir hún vera þá að hún þoli ekki lengur lágmenninguna sem ríkir í heimalandinu. „Maður hefur auðvitað saknað vina sinna og fjöl- skyldu hræðilega mikið og ég get ekki beðið eftir að komast á hestbak hjá pabba í sveitinni,“ segir hönnuður- inn Harpa Einarsdóttir. Harpa hefur verið búsett í Atlanta undanfarið ár þar sem hún starfar sem hönnuður fyrir tölvuleikja- fyrirtækið CCP. Hún er á leið heim til Íslands um jólin þar sem önnur og ný verk- efni bíða hennar. Harpa starfaði sem yfir- hönnuður í tísku- og per- sónusköpun við hinn nýja tölvuleik World of Darkness sem CCP hannar og segir hún vinnuna hafa verið mjög krefjandi. „Atlanta er í Suðurríkjunum og kannski ekki skemmtilegasti stað- urinn til að vera á ef maður starfar innan tískubransans. Hér er þó mikil tónlistar- og myndlistarmenning sem ég náði ekki að njóta eins mikið og ég hefði viljað sökum anna,“ segir Harpa og bætir við að það hafi gert henni gott að komast aðeins frá Íslandi. „Það víkkar sjón- deildarhringinn að komast svona í burtu og fyrir vikið kann maður betur að meta það sem Ísland hefur upp á að bjóða.“ Harpa segir eina af ástæðunum fyrir heimflutn- ingunum vera þá að sonur hennar átti erfitt með að aðlagast breyttum aðstæð- um. „Það var erfitt að vinna fulla vinnu og vera einstæð móðir án fjölskyldunetsins sem maður hafði heima. Svo var heldur ekki eins ódýrt að búa í Ameríku og maður hélt og mér þótti erfiðara að ná endum saman en heima.“ Harpa hefur mörg járn í eldinum og hefur í nógu að snúast við heimkomuna og hefur meðal annars verið beðin um að hanna tvær fatalínur auk þess sem hún mun sinna myndlistinni áfram. -sm Hlakkar til að fara á hestbak hjá pabba FLYTUR HEIM Harpa Einarsdóttir hefur dvalið í Atlanta síðastliðið ár og starfaði þar sem hönnuður hjá CCP. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Hljómsveitin Feldberg er skipuð þeim Einari „Eberg“ Tönsberg og Rósu Birgittu Ísfeld. Hljómsveitin gaf nýlega út plötuna Don‘t Be a Stranger, sem er troðfull af smekklegu eðalpoppi. Þau kynntu plötuna í Þjóðleikhúskjallaranum á miðvikudagskvöldið ásamt hljómsveit og var múgur og margmenni mætt til að gæða sér á brakandi fersku poppinu. Feldberg fór á kostum í Kjallaranum HRESS MAUSARI Daníel „Danni í Maus“ Þorsteinsson er í hljómsveitinni Sometime með Rósu. Hann var mættur til að sjá hana með Feldberg. Spúsa hans, Kolbrún Ýr Gunnarsdóttir, mætti líka. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FJÖR HJÁ STELPUNUM Katrín Sverris- dóttir, Brynhildur Axelsdóttir og Guðrún Helga Gunnarsdóttir fengu sér einn kaldan í Kjallaranum. HÓPFERÐ Guðrún Einarsdóttir, Þorkell Guðbrandsson, Jóakim Reynisson, Hild- ur Jóhannesdóttir og Sverrir Hauksson biðu eftir að Feldberg kæmi á svið. GÓÐAR Lóa Einarsdóttir og Rakel Rún- arsdóttir voru slakar á kantinum. SÆT SAMAN Andri Hermannsson og Sóley Birna létu sig ekki vanta. MEÐ BLÖÐRU Í BANDI Sigtryggur Ari Jóhannsson spilar í Feldberg og var í hátíðarskapi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.