Fréttablaðið - 20.11.2009, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 20.11.2009, Blaðsíða 31
Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 AUÐUR FYRR OG NÚ er yfirheiti útgáfuteitis sem fram fer í Þjóðminjasafninu klukkan 13 á laug- ardag. Þar verður fagnað útkomu sögulegu skáld- sögunnar Auðar eftir Vilborgu Davíðsdóttir en í bókinni fjallar hún um ævi landnemans Auðar djúpúðgu. Dagskráin er öllum opin. Samuel Kamran Gill hefur mikla ánægju af eldamennsku. Hann fær útrás fyrir henni á hverjum degi enda er hann yfirmatreiðslumað- ur á Tandoori, nýjum indverskum veitingastað í Skeifunni 11. Hann er ættaður frá Austur-Pakistan við landamæri Indlands og er indversk matargerð því í blóð borin. „Ég flutti til Íslands fyrir ellefu árum og á íslenska konu og þrjú börn. Það fjórða er síðan vænt- anlegt í dag en konan mín verður sett af stað í býtið,“ segir Samuel. Á Tandoori eldar hann kjúklinga-, lambakjöts-, fiski- og grænmetis- rétti en á staðnum er lögð áhersla á náttúrulegar eldunaraðferðir og framandi keim ásamt því sem lagt er upp úr lágu verði. Staðurinn var opnaður fyrir viku og hefur Samuel varla haft undan síðan. „Viðtökurnar hafa verið framar vonum.“ vera@frettabladid.is Fæst við framandi keim Samuel Kamran Gill stendur yfir pottunum á nýja indverska veitingastaðnum Tandoori og hefur ánægju af. Hann mun þó taka sér frí frá störfum í dag enda á hann von á sínu fjórða barni. Á Tandoori er bæði hægt að borða á staðnum og taka með sér. Sé borðað á staðnum er hægt að ráða styrkleika matarins og kemur það Samuel á óvart hversu margir velja sterkt. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR 1 kg beinlaus kjúklingur (skorinn í strimla) 2 stk. laukur 4 stk. hvítlauksrif 2 msk. rifinn engifer 3 stk. tómatar 1½ tsk. salt ½ tsk. madras curry ½ tsk. turmeric ¼ tsk. garam masala ¼ tsk. kúmenduft ½ tsk. kóríander ½ bolli vatn Matarolía Laukurinn smátt skorinn og steiktur í hæfilegri olíu þar til hann er gullinbrúnn. Hvítlaukur rifinn ásamt engiferrót og tómötum og maukað saman í matvinnsluvél. Maukinu síðan bætt saman við laukinn á pönnunni. Látið malla í tvær mínútur. Þá er kryddinu bætt út í og látið malla í tvær mínútur í viðbót. Hálfum bolla af vatni bætt út í og suðan látin koma upp. Að síðustu er kjúklingurinn settur út í og rétturinn látinn sjóða í 12-15 mínútur. Hrærið reglulega í pottinum. Borið fram með basmati-hrísgrjónum og fersku salati. KJÚKLINGUR PUNJABI Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207 Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is Snitzel samloka Kaffi tería Perlunnar á 4. hæð Snitzel samloka með súrsuðum rauðlauk, fersku káli og piparrótarsósu Jólahlaðborð Perlunnar hefst 19. nóvember Tilboð mán.-þri. 6.890 kr. — Verð: 7.890 kr. Villibráðarhlaðborðinu lýkur 18. nóvember Tilboð mán.-þri. 7.290 kr. — Verð: 8.290 kr. Aðeins 790 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.