Fréttablaðið - 20.11.2009, Síða 31

Fréttablaðið - 20.11.2009, Síða 31
Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 AUÐUR FYRR OG NÚ er yfirheiti útgáfuteitis sem fram fer í Þjóðminjasafninu klukkan 13 á laug- ardag. Þar verður fagnað útkomu sögulegu skáld- sögunnar Auðar eftir Vilborgu Davíðsdóttir en í bókinni fjallar hún um ævi landnemans Auðar djúpúðgu. Dagskráin er öllum opin. Samuel Kamran Gill hefur mikla ánægju af eldamennsku. Hann fær útrás fyrir henni á hverjum degi enda er hann yfirmatreiðslumað- ur á Tandoori, nýjum indverskum veitingastað í Skeifunni 11. Hann er ættaður frá Austur-Pakistan við landamæri Indlands og er indversk matargerð því í blóð borin. „Ég flutti til Íslands fyrir ellefu árum og á íslenska konu og þrjú börn. Það fjórða er síðan vænt- anlegt í dag en konan mín verður sett af stað í býtið,“ segir Samuel. Á Tandoori eldar hann kjúklinga-, lambakjöts-, fiski- og grænmetis- rétti en á staðnum er lögð áhersla á náttúrulegar eldunaraðferðir og framandi keim ásamt því sem lagt er upp úr lágu verði. Staðurinn var opnaður fyrir viku og hefur Samuel varla haft undan síðan. „Viðtökurnar hafa verið framar vonum.“ vera@frettabladid.is Fæst við framandi keim Samuel Kamran Gill stendur yfir pottunum á nýja indverska veitingastaðnum Tandoori og hefur ánægju af. Hann mun þó taka sér frí frá störfum í dag enda á hann von á sínu fjórða barni. Á Tandoori er bæði hægt að borða á staðnum og taka með sér. Sé borðað á staðnum er hægt að ráða styrkleika matarins og kemur það Samuel á óvart hversu margir velja sterkt. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR 1 kg beinlaus kjúklingur (skorinn í strimla) 2 stk. laukur 4 stk. hvítlauksrif 2 msk. rifinn engifer 3 stk. tómatar 1½ tsk. salt ½ tsk. madras curry ½ tsk. turmeric ¼ tsk. garam masala ¼ tsk. kúmenduft ½ tsk. kóríander ½ bolli vatn Matarolía Laukurinn smátt skorinn og steiktur í hæfilegri olíu þar til hann er gullinbrúnn. Hvítlaukur rifinn ásamt engiferrót og tómötum og maukað saman í matvinnsluvél. Maukinu síðan bætt saman við laukinn á pönnunni. Látið malla í tvær mínútur. Þá er kryddinu bætt út í og látið malla í tvær mínútur í viðbót. Hálfum bolla af vatni bætt út í og suðan látin koma upp. Að síðustu er kjúklingurinn settur út í og rétturinn látinn sjóða í 12-15 mínútur. Hrærið reglulega í pottinum. Borið fram með basmati-hrísgrjónum og fersku salati. KJÚKLINGUR PUNJABI Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207 Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is Snitzel samloka Kaffi tería Perlunnar á 4. hæð Snitzel samloka með súrsuðum rauðlauk, fersku káli og piparrótarsósu Jólahlaðborð Perlunnar hefst 19. nóvember Tilboð mán.-þri. 6.890 kr. — Verð: 7.890 kr. Villibráðarhlaðborðinu lýkur 18. nóvember Tilboð mán.-þri. 7.290 kr. — Verð: 8.290 kr. Aðeins 790 kr.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.