Fréttablaðið - 20.11.2009, Blaðsíða 60
40 20. nóvember 2009 FÖSTUDAGUR
Á miðvikudag var þess
minnst við hátíðlega at-
höfn í Listasafni Íslands
að öld var liðin frá fæð-
ingu Svavars Guðnasonar
listmálara. Af því tilefni
kemur út glæsileg stórbók
um listamanninn og feril
hans og veittir voru styrk-
ir úr Styrktarsjóði þeirra
hjóna Svavars Guðnasonar
og Ástu Eiríksdóttur.
Svavar Guðnason var í hópi
fremstu listamanna Evrópu eftir-
stríðsáranna. Hann er tvímæla-
laust sá myndlistarmaður þjóð-
arinnar sem mesta athygli hefur
vakið erlendis auk þess að vera
brautryðjandi í íslenskri myndlist.
Á liðnum vikum hefur verið uppi
í Listasafninu stór sýning á verk-
um hans, bæði olíu- og vatnslita-
myndum, og var hingað til lands
flutt eitt öndvegisverka hans frá
sjöunda áratugnum, Veðrið. Það
hefur í áratugi verið í Danmörku
og er nú sýnt hér ásamt góðu
úrvali verka eftir þennan sérstaka
málara sem ruddi braut abstrakt-
expressjónismans í myndlist norð-
urálfu áður en hann sneri hingað
heim eftir stríðið og hélt sögu-
fræga sýningu í Listamanna-
skálanum sem olli tímamótum í
íslenskri myndlist.
Í glæsilegri bók Kristínar G.
Guðnadóttur um Svavar Guðnason
er mikilfenglegur ferill hans skoð-
aður og settur í sögulegt samhengi
við íslenska og evrópska myndlist
og myndir birtar af fjölmörgum
verka hans, þar sem kannski er
fólginn „hinn hreini sannleiki lit-
anna“, eins og Halldór Laxness
ritaði. Þá er einnig fjallað um
lífshlaup Svavars og persónulega
hagi. Bókin er stórgripur og sætir
viðlíka tíðindum og verk sama höf-
undar, Kristínar G. Guðnadóttur
listfræðings, og annarra um feril
Jóhannesar Sveinssonar Kjar-
vals sem kom út fyrir fáum árum.
Hefur Kristín unnið að rannsókn
sinni á ferli og verkum Svavars
um árabil.
Samfara rannsókninni var
unnin verkaskrá Svavars en þau
eru dreifð víða um Evrópu og því
mikilvægum áfanga náð í vandaðri
úttekt á ferli þessa lykilmanns í
íslenskri og evrópskri listasögu.
Bætist þar með sterk blokk í bygg-
ingu á heildarmynd módernism-
ans í myndlist, sem mun styrkjast
enn frekar þegar listasagan sem
nú er unnið að fer að líta dagsins
ljós. Verk Kristínar svarar kröfum
sem uppi hafa verið á síðustu miss-
erum að brátt fari fram endurmat
á því mikla þrekvirki íslenskra
listamanna um miðja síðustu öld
þegar þjóðin eignaðist verk sem
voru á pari við það framsæknasta
í heimslistinni, ekki bara myndlist,
heldur líka tónlist og leiklist.
Bókin um Svavar Guðnason er
355 blaðsíður að lengd í stóru broti,
30x31 cm að stærð. Anna Cynth-
ia Leplar sá sá um bókarhönnun
og umbrot en bókin er prentuð og
bundin í Odda. Fram að áramótum
verður bókin á sérstöku tilboði.
Veröld gefur út.
Styrkþegar úr Minningarsjóði
Astu og Svavars voru að þessu
sinni Sara Riel og Curver Thor-
oddsen og hlutu þau hvort 500 þús-
und í styrk. Sjóðurinn var stofnað-
ur árið 1993 og er því sextán ára
um þessar mundir. Þetta er sjötta
úthlutunin úr sjóðnum. Í dómnefnd
sjóðsins sitja Þuríður Sigurðar-
dóttir fyrir hönd SÍM, Hulda Stef-
ánsdóttir fyrir hönd Listaháskóla
Íslands og Halldór Björn Runólfs-
son, safnstjóri Listasafns Íslands.
pbb@frettabladid.is
STÓRBÓK UM
SVAVAR KOMIN ÚT
MENNING Glæsilegur prentgripur helg-
aður Svavari Guðnasyni.
MENNING Svavar Guðnason á sýningu í Listasafni Íslands 1980 fyrir framan verk sitt
Vetrarbrautin (séð frá tungli) sem hann málaði 1958. Svavar lést 1988. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Það gengur á með afmælum þessi
dægrin og þótt mörg afmælisbörn-
in séu fjarri eru þau með okkur í
andanum. Þannig ætla þær Hall-
veig Rúnarsdóttir sópran, Sól-
veig Samúelsdóttur mezzósópran
og Hrönn Þráinsdóttir píanóleik-
ari í dag kl. 17 að halda afmælis-
fagnað fyrir þá Mendelssohn og
Schumann. Þær kalla sig Tríólóg-
íu og á efnisskránni verða söng-
lög, dúettar og píanóverk eftir þá
tónsnillinga en Felix Mendels-
sohn á 200 ára fæðingarafmæli
nú í ár og Robert Schumann á 200
ára afmæli á næsta ári. Tónleik-
arnir eru í Tíbrárröð Salarins en
þær stöllur hafa áður komið fram
saman og hlotið mikla athygli og
frábæra dóma fyrir flutning ljóða-
tónlistar. - pbb
Tríólogía í Salnum
TÓNLIST Tríólogía – Hallveig, Sólveig og
Hrönn. MYND/SALURINN
Breska þjóðleikhúsið, The
National, hefur staðfest áætlan-
ir um endurbyggingu og endur-
bætur á leikhúsi sínu á suður-
bakka Thames-ár en byggingin
var reist snemma á áttunda
áratug síðustu aldar. Gert er
ráð fyrir að endurbyggingin
verði unnin í áföngum en fyrsta
áætlun er upp á 50 milljón-
ir punda eða ríflega tíu millj-
arða íslenska. Takmarkið er
að gera bygginguna opnari en
henni var á sínum tíma lýst sem
neðanjarðarbyrgi. Hún er frið-
uð í öðrum flokki verndaðra
bygginga.
Bæta á aðstöðu baksviðs og
opna baksviðssvæðin svo þau
verði gegnsæ og gangandi veg-
farendur sjái starfsemi á bak-
sviðum. Veitingaaðstaða verður
stórendurbætt enda á sýningar-
tímum situr fólk að snæðingi
um öll gólf í fordyri hússins.
Þá verður svæði áhorfenda
við Cottesloe – litla svið húss-
ins – stórbætt en þar hafa lengi
verið mikil þrengsli. Takmark-
ið er ekki síður að gera vinnu-
svæði hússins betri með tilliti
til hagræðingar. Gert er ráð
fyrir að fyrstu mótuðu tillögur
verði lagðar fyrir byggingar- og
skipulagsyfirvöld næsta sumar.
Breska leikhúsblaðið Stage
greindi frá þessu á miðvikudag.
Endurbygging
undirbúin
Gammablossar er fyrirlestraröð
í ReykjavíkurAkademíu sem er
haldin einu sinni í mánuði í JL-hús-
inu, Hringbraut 121. Í dag heldur
Ragna Sara Jónsdóttir fyrirlestur-
inn „Erlendar fjárfestingar og sam-
félagsáhrif. Getur reynsla af fjár-
festingum í þróunarlöndum nýst
Íslandi?“
Ragna Sara Jónsdóttir er M.Sc
í alþjóðaviðskiptum frá Viðskipta-
háskólanum í Kaupmannahöfn.
Ragna starfar sem ráðgjafi hjá
Nordic Business and Development
og hefur meðal annars unnið fyrir
Þróunaráætlun Sameinuðu þjóð-
anna (UNDP) og utanríkisráðu-
neytið. Hún hefur haldið fjölda
fyrirlestra og skrifað greinar í dag-
blöð og tímarit um alþjóðaviðskipti,
fjárfestingar, þróunarmál og sam-
félagslega ábyrgð fyrirtækja.
Ragna Sara Jónsdóttir hefur
skoðað áhrif beinna erlendra fjár-
festinga í þróunarlöndum og fjall-
ar um við hvaða skilyrði hægt er
að ná fram sem jákvæðustum sam-
félagsáhrifum. Ragna Sara bygg-
ir umfjöllunina á rannsókn sinni
á þróunarsjóðum í Danmörku sem
hafa það að markmiði að stuðla að
velferð með fjárfestingum í þróun-
arlöndum. Í fyrirlestrinum verður
velt upp spurningum eins og: Hvaða
áhrif geta beinar erlendar fjárfest-
ingar haft á velferð samfélaga?
Hvernig er hægt að stuðla að sem
jákvæðustum áhrifum erlendra
fjárfestinga? Hvert er hlutverk
fyrirtækja í samfélaginu almennt
og hvaða siðferðislegu kröfur eru
gerðar til fyrirtækja í kjölfar efna-
hagskreppunnar? Ísland stendur
nú frammi fyrir þeirri áskorun að
laða til sín erlendar fjárfesting-
ar. Er hægt að tryggja að þær hafi
jákvæð áhrif á íslenskt hagkerfi og
samfélag?
Fyrirlesturinn hefst kl. 12.
Erlendar fjár-
festingar reifaðar
MENNING Ragna Sara skoðar fjárfesting-
ar þróunarhjálpar.
Aðventudagar Sólheima
2009
19. nóvember, fimmtudagur.
kl. 13:30. Sesseljuhús, Nemendur úr Ljósuborgarskóla kynna verkefni sín unnin á Sólheimum.
kl. 14:30. Rauða torgið, kveikt á stóra jólatrénu
21. nóvember, laugardagur.
kl. 14:00. Sólheimakirkja, tónleikar Sólheimakórsins, stjórnandi Vigdís Garðarsdóttir
28. nóvember, laugardagur.
kl. 14:00. Íþróttaleikhús, Sögur og tónar, Herdís Anna Jónsdóttir og
Steef Van Oosterhout leika á ýmis hljóðfæri og segja sögur
kl. 13:00 - 16:00 Ingustofa, ullarþæfing, Umsjón: Ólafur Már Guðmundsson
5. desember, laugardagur.
kl. 11:00. Sólheimakirkja, Jólastund Kirkjuskólans
kl. 14:00. Græna kannan, Ívar Helgason og söngelska fjölskyldan
9. desember, miðvikudagur
kl. 17:30 Sólheimakirkja, tónleikar Hörpukórsins á Selfossi,
stjórnandi Jörg Sondermann
12. desember, laugardagur
kl 14:00. Íþróttaleikhús, brúðuleikhús Bernd Ogrodnik
Sýningin ber nafnið: Brot úr umbreytingu
Opnunartímar á Aðventudögum
Vala verslun og listhús:
Virka daga kl. 14:30 til 18:00 og um helgar 14:00 til 17:00
Græna Kannan:
Föstudaga, laugardaga og sunnudaga 14:00 til 17:00
Ingustofa samsýning:
Opin virka daga kl. 09:00 - 17:00 og um helgar 14:00 til 17:00
Vinnustofur:
Virka daga kl. 09:00 til 17:00
Jólamarkaður Sólheima í Kringlunni, Reykjavík
Opinn á opnunartíma Kringlunnar dagana 11. til 13. desember
(föstudag, laugardag og sunnudag).
Verið hjartanlega velkomin að Sólheimum
Aðgangur er ókeypis á viðburði Aðventudaga
http://www.solheimar.is