Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.11.2009, Qupperneq 60

Fréttablaðið - 20.11.2009, Qupperneq 60
40 20. nóvember 2009 FÖSTUDAGUR Á miðvikudag var þess minnst við hátíðlega at- höfn í Listasafni Íslands að öld var liðin frá fæð- ingu Svavars Guðnasonar listmálara. Af því tilefni kemur út glæsileg stórbók um listamanninn og feril hans og veittir voru styrk- ir úr Styrktarsjóði þeirra hjóna Svavars Guðnasonar og Ástu Eiríksdóttur. Svavar Guðnason var í hópi fremstu listamanna Evrópu eftir- stríðsáranna. Hann er tvímæla- laust sá myndlistarmaður þjóð- arinnar sem mesta athygli hefur vakið erlendis auk þess að vera brautryðjandi í íslenskri myndlist. Á liðnum vikum hefur verið uppi í Listasafninu stór sýning á verk- um hans, bæði olíu- og vatnslita- myndum, og var hingað til lands flutt eitt öndvegisverka hans frá sjöunda áratugnum, Veðrið. Það hefur í áratugi verið í Danmörku og er nú sýnt hér ásamt góðu úrvali verka eftir þennan sérstaka málara sem ruddi braut abstrakt- expressjónismans í myndlist norð- urálfu áður en hann sneri hingað heim eftir stríðið og hélt sögu- fræga sýningu í Listamanna- skálanum sem olli tímamótum í íslenskri myndlist. Í glæsilegri bók Kristínar G. Guðnadóttur um Svavar Guðnason er mikilfenglegur ferill hans skoð- aður og settur í sögulegt samhengi við íslenska og evrópska myndlist og myndir birtar af fjölmörgum verka hans, þar sem kannski er fólginn „hinn hreini sannleiki lit- anna“, eins og Halldór Laxness ritaði. Þá er einnig fjallað um lífshlaup Svavars og persónulega hagi. Bókin er stórgripur og sætir viðlíka tíðindum og verk sama höf- undar, Kristínar G. Guðnadóttur listfræðings, og annarra um feril Jóhannesar Sveinssonar Kjar- vals sem kom út fyrir fáum árum. Hefur Kristín unnið að rannsókn sinni á ferli og verkum Svavars um árabil. Samfara rannsókninni var unnin verkaskrá Svavars en þau eru dreifð víða um Evrópu og því mikilvægum áfanga náð í vandaðri úttekt á ferli þessa lykilmanns í íslenskri og evrópskri listasögu. Bætist þar með sterk blokk í bygg- ingu á heildarmynd módernism- ans í myndlist, sem mun styrkjast enn frekar þegar listasagan sem nú er unnið að fer að líta dagsins ljós. Verk Kristínar svarar kröfum sem uppi hafa verið á síðustu miss- erum að brátt fari fram endurmat á því mikla þrekvirki íslenskra listamanna um miðja síðustu öld þegar þjóðin eignaðist verk sem voru á pari við það framsæknasta í heimslistinni, ekki bara myndlist, heldur líka tónlist og leiklist. Bókin um Svavar Guðnason er 355 blaðsíður að lengd í stóru broti, 30x31 cm að stærð. Anna Cynth- ia Leplar sá sá um bókarhönnun og umbrot en bókin er prentuð og bundin í Odda. Fram að áramótum verður bókin á sérstöku tilboði. Veröld gefur út. Styrkþegar úr Minningarsjóði Astu og Svavars voru að þessu sinni Sara Riel og Curver Thor- oddsen og hlutu þau hvort 500 þús- und í styrk. Sjóðurinn var stofnað- ur árið 1993 og er því sextán ára um þessar mundir. Þetta er sjötta úthlutunin úr sjóðnum. Í dómnefnd sjóðsins sitja Þuríður Sigurðar- dóttir fyrir hönd SÍM, Hulda Stef- ánsdóttir fyrir hönd Listaháskóla Íslands og Halldór Björn Runólfs- son, safnstjóri Listasafns Íslands. pbb@frettabladid.is STÓRBÓK UM SVAVAR KOMIN ÚT MENNING Glæsilegur prentgripur helg- aður Svavari Guðnasyni. MENNING Svavar Guðnason á sýningu í Listasafni Íslands 1980 fyrir framan verk sitt Vetrarbrautin (séð frá tungli) sem hann málaði 1958. Svavar lést 1988. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Það gengur á með afmælum þessi dægrin og þótt mörg afmælisbörn- in séu fjarri eru þau með okkur í andanum. Þannig ætla þær Hall- veig Rúnarsdóttir sópran, Sól- veig Samúelsdóttur mezzósópran og Hrönn Þráinsdóttir píanóleik- ari í dag kl. 17 að halda afmælis- fagnað fyrir þá Mendelssohn og Schumann. Þær kalla sig Tríólóg- íu og á efnisskránni verða söng- lög, dúettar og píanóverk eftir þá tónsnillinga en Felix Mendels- sohn á 200 ára fæðingarafmæli nú í ár og Robert Schumann á 200 ára afmæli á næsta ári. Tónleik- arnir eru í Tíbrárröð Salarins en þær stöllur hafa áður komið fram saman og hlotið mikla athygli og frábæra dóma fyrir flutning ljóða- tónlistar. - pbb Tríólogía í Salnum TÓNLIST Tríólogía – Hallveig, Sólveig og Hrönn. MYND/SALURINN Breska þjóðleikhúsið, The National, hefur staðfest áætlan- ir um endurbyggingu og endur- bætur á leikhúsi sínu á suður- bakka Thames-ár en byggingin var reist snemma á áttunda áratug síðustu aldar. Gert er ráð fyrir að endurbyggingin verði unnin í áföngum en fyrsta áætlun er upp á 50 milljón- ir punda eða ríflega tíu millj- arða íslenska. Takmarkið er að gera bygginguna opnari en henni var á sínum tíma lýst sem neðanjarðarbyrgi. Hún er frið- uð í öðrum flokki verndaðra bygginga. Bæta á aðstöðu baksviðs og opna baksviðssvæðin svo þau verði gegnsæ og gangandi veg- farendur sjái starfsemi á bak- sviðum. Veitingaaðstaða verður stórendurbætt enda á sýningar- tímum situr fólk að snæðingi um öll gólf í fordyri hússins. Þá verður svæði áhorfenda við Cottesloe – litla svið húss- ins – stórbætt en þar hafa lengi verið mikil þrengsli. Takmark- ið er ekki síður að gera vinnu- svæði hússins betri með tilliti til hagræðingar. Gert er ráð fyrir að fyrstu mótuðu tillögur verði lagðar fyrir byggingar- og skipulagsyfirvöld næsta sumar. Breska leikhúsblaðið Stage greindi frá þessu á miðvikudag. Endurbygging undirbúin Gammablossar er fyrirlestraröð í ReykjavíkurAkademíu sem er haldin einu sinni í mánuði í JL-hús- inu, Hringbraut 121. Í dag heldur Ragna Sara Jónsdóttir fyrirlestur- inn „Erlendar fjárfestingar og sam- félagsáhrif. Getur reynsla af fjár- festingum í þróunarlöndum nýst Íslandi?“ Ragna Sara Jónsdóttir er M.Sc í alþjóðaviðskiptum frá Viðskipta- háskólanum í Kaupmannahöfn. Ragna starfar sem ráðgjafi hjá Nordic Business and Development og hefur meðal annars unnið fyrir Þróunaráætlun Sameinuðu þjóð- anna (UNDP) og utanríkisráðu- neytið. Hún hefur haldið fjölda fyrirlestra og skrifað greinar í dag- blöð og tímarit um alþjóðaviðskipti, fjárfestingar, þróunarmál og sam- félagslega ábyrgð fyrirtækja. Ragna Sara Jónsdóttir hefur skoðað áhrif beinna erlendra fjár- festinga í þróunarlöndum og fjall- ar um við hvaða skilyrði hægt er að ná fram sem jákvæðustum sam- félagsáhrifum. Ragna Sara bygg- ir umfjöllunina á rannsókn sinni á þróunarsjóðum í Danmörku sem hafa það að markmiði að stuðla að velferð með fjárfestingum í þróun- arlöndum. Í fyrirlestrinum verður velt upp spurningum eins og: Hvaða áhrif geta beinar erlendar fjárfest- ingar haft á velferð samfélaga? Hvernig er hægt að stuðla að sem jákvæðustum áhrifum erlendra fjárfestinga? Hvert er hlutverk fyrirtækja í samfélaginu almennt og hvaða siðferðislegu kröfur eru gerðar til fyrirtækja í kjölfar efna- hagskreppunnar? Ísland stendur nú frammi fyrir þeirri áskorun að laða til sín erlendar fjárfesting- ar. Er hægt að tryggja að þær hafi jákvæð áhrif á íslenskt hagkerfi og samfélag? Fyrirlesturinn hefst kl. 12. Erlendar fjár- festingar reifaðar MENNING Ragna Sara skoðar fjárfesting- ar þróunarhjálpar. Aðventudagar Sólheima 2009 19. nóvember, fimmtudagur. kl. 13:30. Sesseljuhús, Nemendur úr Ljósuborgarskóla kynna verkefni sín unnin á Sólheimum. kl. 14:30. Rauða torgið, kveikt á stóra jólatrénu 21. nóvember, laugardagur. kl. 14:00. Sólheimakirkja, tónleikar Sólheimakórsins, stjórnandi Vigdís Garðarsdóttir 28. nóvember, laugardagur. kl. 14:00. Íþróttaleikhús, Sögur og tónar, Herdís Anna Jónsdóttir og Steef Van Oosterhout leika á ýmis hljóðfæri og segja sögur kl. 13:00 - 16:00 Ingustofa, ullarþæfing, Umsjón: Ólafur Már Guðmundsson 5. desember, laugardagur. kl. 11:00. Sólheimakirkja, Jólastund Kirkjuskólans kl. 14:00. Græna kannan, Ívar Helgason og söngelska fjölskyldan 9. desember, miðvikudagur kl. 17:30 Sólheimakirkja, tónleikar Hörpukórsins á Selfossi, stjórnandi Jörg Sondermann 12. desember, laugardagur kl 14:00. Íþróttaleikhús, brúðuleikhús Bernd Ogrodnik Sýningin ber nafnið: Brot úr umbreytingu Opnunartímar á Aðventudögum Vala verslun og listhús: Virka daga kl. 14:30 til 18:00 og um helgar 14:00 til 17:00 Græna Kannan: Föstudaga, laugardaga og sunnudaga 14:00 til 17:00 Ingustofa samsýning: Opin virka daga kl. 09:00 - 17:00 og um helgar 14:00 til 17:00 Vinnustofur: Virka daga kl. 09:00 til 17:00 Jólamarkaður Sólheima í Kringlunni, Reykjavík Opinn á opnunartíma Kringlunnar dagana 11. til 13. desember (föstudag, laugardag og sunnudag). Verið hjartanlega velkomin að Sólheimum Aðgangur er ókeypis á viðburði Aðventudaga http://www.solheimar.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.