Fréttablaðið - 20.11.2009, Síða 32

Fréttablaðið - 20.11.2009, Síða 32
HRÍSEYINGABINGÓ verður haldið á vegum Hríseyingafélagsins á höfuðborgarsvæðinu sunnudag- inn 22. nóvember. Bingóið verður í Áskirkju og hefst klukkan tvö. Veitingar verða seldar á staðnum. „Þannig er mál með vexti að ég, eins og flest allir arkitekar, missti vinnuna í hruninu og það var að sjálfsögðu mikið áfall,“ segir Sigurbjörg Pétursdóttir innanhússarkitekt sem opnar nú um helgina verslunina Twizzt á Smáratorgi 1. „Ég ákvað að snúa vörn í sókn og skapa mér lifibrauð á öðrum vettvangi og hafa gaman af þessu.“ Sigurbjörg segist reynd- ar ekki óvön verslunarbransan- um því hún hafi starfað við versl- un og viðskipti í hartnær fjörutíu ár. „Ég starfaði í fataverslun í Kringlunni frá maí á þessu ári og fékk þá hugmyndina að því að fara út í eigin verslunarrekstur,“ segir Sigurbjörg. Verslunin Twizzt mun bjóða upp á fylgihluti fyrir dömur, herra og börn. Á opnunardaginn á sunnu- dag verður ýmislegt um að vera. „Stelpan mín, Linda Ósk, sem er orðin átján ára, er að læra dans og ætlar til dæmis að undirbúa tísku- sýningu. Hún er mjög aktív í dans- inum, hefur tekið snúninga með Haffa Haff og fleirum. Hún mun einnig halda danssýningu á opn- unarhátíðinni,“ segir Sigurbjörg og tekur fram að dóttir hennar sé meðeigandi verslunarinnar og að barnabarnið sem einnig er átján ára muni aðstoða. Það leggjast því allir ættliðir á eitt til að láta dæmið ganga upp. Í Twizzt verða í boði vörur frá Bretlandi en Sigurbjörg er opin fyrir því að taka inn íslenska hönnun seinna meir þegar búðin er komin vel á koppinn. Verslunin verður opnuð á sunnu- daginn klukkan tólf en tískusýn- ingin hefst klukkan tvö. Opnunar- daginn verður 20 prósent afsláttur af öllum vörum og svo verður 15 prósent kynningarafsláttur til 1. desember. „Ég býð gestum og gangandi upp á kaffi og konfekt og svona og danssýningin verður náttúrulega mjög flott. Módelin verða í öllu svörtu en ganga með skart og veski og sýna vörurnar,“ segir Sigurbjörg sem ætlar að blása á allt kreppuböl ásamt dótt- ur sinni og barnabarni á Smára- torginu í Kópavogi. niels@frettabladid.is Snýr vörn í sókn Innanhússarkitektinn Sigurbjörg Pétursdóttir missti eins og margir aðrir arkitektar vinnuna á síðasta ári. Hún ákvað því að breyta til og opnar á sunnudag verslunina Twizzt með aðstoð dóttur og barnabarns. Mæðgurnar Sigurbjörg og Linda Ósk voru í óða önn að undirbúa opnun verslunar sinnar Twizzt sem þær eiga saman. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Verkefninu ljómandi borg er ætl- að að gleðja íbúa og gera borg- ina hlýlegri og skemmtilegri. Tveir næstu dagskrárliðir Ljóm- andi borgar verða á sunnudag og fimmtudag. Sunnudaginn 22. nóv- ember verða barnadagar í Borg- arbókasafni. Sögustund verður klukkan 15 í aðalsafni Borgarbóka- safns á Tryggvagötu en Valgerð- ur Ólafsdóttir les upp úr bók sinni, Saga um tilfinningar. Fimmtudaginn 26. nóvember k lukk- an 20 verða síðan franskir straumar í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Þá les Sigurður Pálsson rit- höfundur upp ljóð í anda sýningarinnar „André Kértesz Frakk- land – landið mitt” og Tríó Vadims Fyodorov harmonikkuleikara spil- ar franska musett- og vals- sveiflu í bland við heims- og djasstónlist. Upplestur fyrir börn og franskir straumar Sigurður Pálsson les upp ljóð í Ljós- myndasafni Reykjavíkur. Háloftasinfónía FÉLAG ELDRI BORGARA Í REYKJA- VÍK GEFUR ÚT JÓLAKORT Í ÁR. Myndin á jólakortum Félags eldri borgara í Reykjavík heitir Hálofta- sinfónía og birtir mynd af smá- fuglum á flugi. Hún er eftir lista- konuna Sveinbjörgu Hallgríms- dóttur. Í hverjum pakka eru samtals sex kort og pakkinn kostar 1.200 krónur. Jólakortin eru mikilvæg- asta fjáröflunarleið Félags eldri borgara. Þau eru send til félags- manna og annarra velunnara. Einnig er hægt að kaupa kort á skrifstofu félagsins í Stangarhyl 4 í Reykjavík. Áður 19.990 Nú 14.990 Stærðir 38-48 ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR • Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli • Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.