Fréttablaðið - 20.11.2009, Page 1

Fréttablaðið - 20.11.2009, Page 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Fréttablaðið er með 143% meiri lestur en Morgunblaðið. Meðallestur á tölublað, höfuðborgar svæðið, 18 – 49 ára. Könnun Capacent í ágúst 2009 – október 2009. Allt sem þú þarft... MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 71,4% 29,3% FÖSTUDAGUR 20. nóvember 2009 — 275. tölublað — 9. árgangur VEÐRIÐ Í DAG Athafnavika Ný prjóna- mynstur Hannyrðafólk bíður spennt eftir nýju prjónamynstri í dag. ATHAFNAVIKAN 22 SAMUEL KAMRAN GILL Stendur glaður yfir pottunum á Tandoori • matur • helgin Í MIÐJU BLAÐSINS Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 AUÐUR FYRR OG NÚ er yfirheiti útgáfuteitis sem fram fer í Þjóðminjasafninu klukkan 13 á laug-ardag. Þar verður fagnað útkomu sögulegu skáld-sögunnar Auðar eftir Vilborgu Davíðsdóttir en í bókinni fjallar hún um ævi landnemans Auðar djúpúðgu. Dagskráin er öllum opin. Samuel Kamran Gill hefur mikla ánægju af eldamennsku. Hann fær útrás fyrir henni á hverjum degienda er hann yfi Fæst við framandi keim Samuel Kamran Gill stendur yfir pottunum á nýja indverska veitingastaðnum Tandoori og hefur ánægju af. Hann mun þó taka sér frí frá störfum í dag enda á hann von á sínu fjórða barni. Á Tandoori er bæði hægt að borða á staðnum og taka með sér. Sé borðað á staðnum er hægt að ráða styrkleika matarins og kemur það Samuel á óvart hversu margir velja sterkt. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR KJÚKLINGUR PUNJABI Snitzel samloka Kaffi tería Perlunnar á 4. hæðSnitzel samloka með súrsuðum rauðlauk, fersku káli og piparrótarsósu Villibráðarhlaðb ði Aðeins 790 kr. föstudagurFYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS 20. nóvember 2009 HINN DULDI ÞOKKI Sjáumst í Smáralind! INGÓ VEÐURGUÐ Leikur í Rétti 2 Jón Gnarr og Erlingur Gíslason einnig meðal leikara FÓLK 58 Íslenskar múffur á markaðinn Steinar Júlíusson, graf- ískur hönnuður, bakar og selur múffur undir nafninu Meistaramúffur. FÓLK 58 STEINUNN SIGURÐAR Opnar sína fyrstu einkasýningu Segir verulega sprengingu hafa orðið í fatahönnun FÖSTUDAGUR FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Hvasst á Vestfjörðum Í dag verður allhvöss NA-átt á Vestfjörð- um en annars hægari SV-lægar áttir og hæg breytileg átt norðan til. Víða skúrir eða slydda með köflum en léttir til austan til. VEÐUR 4 1 2 4 5 7 ATVINNUMÁL Framleiðsluverð- mæti íslensks fiskeldis er áætl- að um þrír milljarðar á þessu ári en hefur verið á bilinu 1,7 til 3,3 milljarðar á undanförnum fimm árum. Í nýrri skýrslu Landssam- taka fiskeldisstöðva (LF) um stöðu fiskeldis hér á landi er því spáð að framleiðslan muni tvöfaldast til ársins 2015 og verði þá um tíu þúsund tonn. Framleiðslan hefur dregist saman á síðustu árum og er skýr- ingarinnar að leita í samdrætti laxeldis. Á þessu ári segja áætl- anir að fimm þúsund tonn verði framleidd, en það er sama magn og í fyrra. Bleikjueldið gefur mest af sér, um þrjú þúsund tonn, en í eldi bleikju standa Íslendingar fremstir og ráða heimsmarkaðnum að stórum hluta. Vaxtarspá LF tekur aðeins til- lit til áforma þeirra fyrirtækja sem nú þegar eru í rekstri. Mikil óvissa er því um spána þar sem ákvörðun eins fyrirtækis um að hefja umfangsmikið eldi getur aukið framleiðsluna umtalsvert á þeim tíma sem horft er til. Guðbergur Rúnarsson, fram- kvæmdastjóri LF, segir að rekstr- arskilyrði fiskeldis hér á landi hafi batnað að undanförnu með fallandi gengi. „Gengið var eld- inu afar óhagstætt árin 2006 og 2007 en því er öfugt farið nú. Gengið gerir það að verkum að rekstrarskilyrðin eru ágæt. Verðið hefur líka haldist gott, til dæmis á bleikjunni.“ Á móti hagstæðu gengi krónunn- ar koma hugmyndir stjórnvalda um orkuskatt. Það snertir strand- eldi sérstaklega þar sem tíu til fimmtán prósent rekstrarkostnað- ar eru orkukaup. Eldismenn hafa lengi reynt að fá orkuverð lækkað, en eins og hjá fleiri greinum hefur það verið án árangurs. Ársverk í fiskeldi á Íslandi eru um 150 og til viðbótar eru afleidd störf hjá þjónustufyrirtækjum og stofnunum. Fjölmörg rannsóknar- og þróunarverkefni hafa verið sett á koppinn, flest fyrir tilstilli AVS rannsóknasjóðs sjávarútvegsráðu- neytisins. Sameiginleg viðfangs- efni fyrir allar eldistegundir, lax, bleikju, þorsk og flatfisktegund- ir, er efling á sjúkdómaeftirliti og bætt aðstaða til sjúkdómarann- sókna. Einnig upplýsingaöflun til markaðsstarfs. Guðbergur telur að fiskeldi á Íslandi eigi framtíð fyrir sér en sníða verði stakk eftir vexti. Hann lítur til Færeyja sem fyrirmyndar þar sem framleiðslan er um fjöru- tíu þúsund tonn á ári. - shá Fiskeldið gefur þrjá milljarða Fiskeldið hefur gefið af sér allt að þrjá milljarða á ári. Áætlanir gera ráð fyrir að fimm þúsund tonn verði framleidd á þessu ári en tíu þúsund tonn árið 2015. Orkuskattar kunna að setja strik í reikninginn. Gengið var eldinu afar óhagstætt árin 2006 og 2007 en því er öfugt farið nú. GUÐBERGUR RÚNARSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI LANDSSAMTAKA FISKELDISSTÖÐVA. FÓLK Verkið The End eftir lista- manninn Ragnar Kjartansson hefur verið valið til sýningar á Sundance-kvik- myndahátíðinni í janúar á næsta ári. Verkið er vídeóverk og er hið sama og hefur verið til sýningar á Feneyjatvíær- ingnum undan- farið hálft ár. Börkur Árna- son, eigandi gallerís i8, segir Ragnar hafa vakið gríðarlega athygli með verki sínu á Feneyja- tvíæringnum og nú séu fáir innan listaheimsins sem ekki þekki til hans. Verkið verður sýnt í flokki sem nefnist New Frontier og er Ragnar einn þrettán listamanna sem sýna í þeim flokki. Börkur segir það einkenna verkin í þess- um flokki að þar renni myndlist og kvikmyndaformið saman í eitt. - sm / sjá síðu 50 The End sýnt á Sundance: Verk Ragnars vekur athygli RAGNAR KJARTANSSON LITAKORT Alla bláa liti himinsins mátti sjá yfir höfuðborginni í ljósaskiptunum síðdegis í gær. Hvert sem litið var blöstu við nýir bláir litir. Maðurinn lét fegurðina ekki trufla sig á leiðinni yfir Hringbrautina heldur gekk sinn veg undir bláhimni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Skattamálarafélagið Telja menn virkilega að með að- ild að Evrópusambandinu aukist líkur á hungursneyð? spyr Pawel Bartozsek. UMRÆÐAN 26 Sigur í Grindavík Grindvíkingar unnu góðan sigur á Stjörnu- mönnum í gær. ÍÞRÓTTIR 52 FÉLAGSMÁL Stjórn Knattspyrnusam- bands Íslands biður íslensku þjóð- ina, knattspyrnuhreyfinguna og aðildarfélög sín afsökunar á því að fjármálastjóri þess, Pálmi Jónsson, hafi „misstigið sig“ árið 2005. Eins og komið hefur fram voru teknar þrjár milljónir króna út af korti KSÍ á strípistað í Sviss, og kampavínsflöskur voru keyptar fyrir hundruð þúsunda. Pálmi var á staðnum og með kortið. Í ljósi þess að Pálmi hefur endurgreitt féð og þar sem hann hefur verið áminntur ætlar KSÍ ekki að aðhafast meira í málinu. Gott siðferði er mikilvægt vega- nesti í starfi íþróttahreyfingarinnar en ekki er síður mikilvægt að horfa fram á veginn, fyrirgefa og læra af mistökunum, segir í yfirlýsingu KSÍ. Ingibjörg Hinriksdóttir, stjórnar- maður í KSÍ, hafði gagnrýnt KSÍ fyrir málsmeðferðina, en sagðist í gærkvöldi sammála yfirlýsingunni. Femínistafélag Íslands hefur kraf- ist þess að stjórnin segi af sér og að fjármálastjóranum verði vikið úr starfi. - kóþ Kampavíns- og nektarstaðarmál Knattspyrnusambands Íslands: KSÍ biðst afsökunar á málinu

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.