Vikan


Vikan - 11.12.1952, Blaðsíða 44

Vikan - 11.12.1952, Blaðsíða 44
Litla hvíta geitin... Framhald af bls. 39. að láta eta sig strax; en svo sá hún að sér og tók sér varnarstöðu og beygði höfuðið svo að hornin vísuðu fram, eins og sæmdi svona hug- rakkri geit. . . . Það gerði hún ekki af því hún héldi sér tækist að drepa úlfinn — geitur drepa ekki úlfa — heldur til þess að vita, - hvort hún gæti þraukað eins lengi og Hyrna . . . Svo nálgaðist villidýrið og litlu hornin fóru að dansa. Hugrakka litla geitin barðist eins og ljón! Oft- ar en tíu sinnum — ég er ekki að skrökva, Grigoire — neyddi hún úlfinn til að hörfa og kasta mæðinni. I þessum vopnahléum, sem stóöu hverju sinni eina mínútu, náði sælkérinn sér i flýti I eina tuggu af góða grasinu; svo lagði hún aftur út í bardagann með fullan munninn . . . Svona gekk það alla nóttina. Öðru hvoru leit geitin hans Seguins á stjörnurnar sem sindruðu á heiðum himninum og sagði við sjálfa elg: — Æ, bara að ég haldi velli til sólarupp- komu . . . Hver stjarnan á fætur annarri slokknaði. Hvit litla stangaði og úlfurinn beit af enn meiri grimmd . . . Dauf skíma sást út við sjóndeild- arhringinn . . . Rámur hani galaði á einum bæn- um. — Loksins! sagði vesalings dýrið, sem beið nú ekki eftir öðru en deginum til að deyja; og hún lagðist á jörðina í fallega hvita pelsinum sínum, sem nú var ataður blóði . . . í>ar fleygði úlfurinn sér á litlu geitina og át hana. 651. KROSSGÁTA VIKUNNAR / X \* V 1 ¦ ' r 3 9 10 ! mn 11 ¦¦ 1 " \'i ! 1 IS ) r /<- 11 . |M n zo XI tt u mvt ' II ILIIH \l<r 1 l %i IS n < 3t Mji 31 33 l 31 1 II n \3b 37 38 31 «/o V/. H% h HS HH H Hb " II E v« Wsó II II s» ¦" Lárétt skýring: 1 grýlubarn — 6 verzl- un — 9 söngur — 10 aðgæzla — 11 settu nið- ur — 13 undanfari jól- anna — 15 veiklun '•— 17 forskeyti — 18 skapi — 20 óupplitsdjörf — 24 fuglar — 25 ræða — 27 tóbak — 29 sveii — 31 ana — 32 ástarguð — 33 syngja — 35 fé- lagi — 37 ákveða — 40 málmur — 41 sterk — 43 ræma — 46 hrygg — 48 reiðar — 49 biblíu- nafn, (konu) — 50 virða — 51 húsdýr — 53 vesa- ling. Lóðrétt skýring: 1 blessar — 2 vega- glöggur — 3 ritlingur — 4 dysji — 5 sorga — 6 vikivakapersóna þf. — 7 slit — 8 ónáttúrleg — 12 byrði — 14 frásagn- irnar — 16 útbýta — 19 rækta — 21 innyfli — 22 samkomusalur — 23 34 ganga — 36 tjón — 38 klaufaleg — 39 frísk- púki — 26 hirðusamur — 28 óvana — 29 slypp- ur — 42 frábæra — 44 mjög —¦ 45 rigndi — ur — 30 slæman félagsskap — 31 hulduveru — 47 mánuð. Lausn á 650. krossgátu Vikunnar. Vertu sæll, Grigoire! Eg hefi^ekki búið til þessa sögu. Ef þú kemur einhvern tíma til Provence, þá segir húsmóðirin þér vafalaust oft frá geitinni hans Seguins, sem barðist alla nóttina við úlfinn og var étin um morguninn. Hlustaðu vel á það sem ég segi, Grigoire: Um morguninn át úlfurinn hana. Lárétt: 1 kræf — 5 skuld — 8 kast — 12 Jörfa — 14 fruma — 15 öðu — 16 kal — 18 mel — 20 kal — 21 tu — 22 skuldafen — 25 la — 26 lokum — 28 stíga — 31 kar — 32 fas — 34 iða —¦ 36 keip — 37 nafar — 39 hlyn — 40 afar — 41 Læsö — 42 flón — 44 mútur ¦— 46 Gils — 48 lok — 50 kar — 51 ógn — 52 firra — 54 skuss — 56 má — 57 naumlátur — 60 AB — 62 oka — 64 trú — 65 lán — 66 áta — 67 runni — 69 nótan — 71 arin — 72 ginna — 73 sina. Lóðrétt: 1 kjöt — 2 röðul — 3 æru — 4 ff — 6 koll — 7 lima — 8 kr. — 9 auk — 10 smala — 11 tala — 13 akkur — 14 fleti — 17 aum — 19 efs — 22 skapanorn — 23 draf — 24 níð- höggur — 27 oki — 29 gal — 30 skafl — 32 Parúk — 33 salur — 35 hnosa — 37 nam — 38 rær — 43 Óli — 45 tafl — 47 ms —-1 49 Krati — 51 ókunn — 52 fákur — 53 aur — 54 stá — 55 Satan — 56 mora — 58 Múli — 59 álún — 61 bana — 63 ani — 66 &%i — 68 nn — 70 ós. Hvað má lesa úr skrift yðar? L A U S N I R Svar til Línu II: Rithönd yðar sýnir eftirfarandi: sparsemi, dugnað og reglusemi. Þér getið neitað yður um margt í lifinu, en eruð ofurlítið hégömlegar. Þér hafið góða húsmóðurhœfileika, skyldurœkni gagn- vart yðar nánustu og eruð upplagðar fyrir handa- vinnu. Þér eruð dular í skapi og allviðkvœmar i lund og einnig fyrir áliti annarra á því, sem yður viðkemur. Þér hafið góða greind og tölu- verðan vilja. En reynið að forðast alla minni- máttarkennd og œfið yður i að umgangast aðra þvingunarlaust. Svar til Línu I: Rithönd yðar sýnir að þér eruð mjög ólikar Linu II að eðlisfari. Þér eruð stiflyndar, dálitið eigingjarnar og getið verið trygglyndar og vin- fastar ef svo ber undir. Þér farið vel með fjár- muni yðar, eruð viljugar til allrar vinnu, glað- lyndar, dálitið forvitnar og töluvert fyrir að tala. Þér komið málum yðar fram með dugnaði og viljafestu, en yður virðist vanta innri rósemi. Þér getið verið of áhrifagjarnar og þó stundum þrályndar. Meðfœdd lífsgleði yðar og bjartsýni hjálpar yður yfir marga órðugleika í lifinu. Eftirfarandi svör liggja á afgreiðslu VIK- UNNAR og bíða þess að vera sótt: til B.B., Ego, Sigga Jónssonar, Ó.G. Sör., Kjartans Bjarna- sonar. Nokkur svör út á land hafa verið lögð I póst. Landafræði og orð Bergen, Toulon, Triest, Medina, Sydney og Kanton. Felunafnavísan Ragnar, Helgi, Oddur, örn, Einar, Kjartan, Márus, Agnar, Gunnar, Baldur, Björn, Bragi, í>órður, Lárus. Hver er maðurinn? Þorkell stiptprófastur Ólafsson, sem séra Jón Konráðsson sagði um: „Séra Þorkell er talinn mesti saungmaður sinnar tiðar í Hólastipti, máske og þó víðar væri leitað hér um land, bæði að rausn og kunnáttu." Færeyskar gátur 1. Pottur yvir eldi. 2. Kúgv: boppurnar, bein- ini, hornini og halin. 3. Eygnalok. 4. Tungan. Bridginn Suður spilar út tígulkóng. Norður drepur með ásnum! Svarar svo með lágtígli, sem Suður trompar með kóngnum! Suður tekur síðan spaða- ásinn og spilar aftur spaða, en Norður fleygir í laufsjöinu. Austur verður að drepa og spila laufi, en það gefur Norðri tvo laufslagi. Vestur kemst í óverjandi kastþröng. Minnisprófið Lampi, næla, bók, greiða og bursti, blýantar, myndavél, glas, hnífur, gaffall og skeið, regnhlíf, veski, blóm, ritvél, flaska, gleraugu, epli, mynd, stóll, kanna; reglujstrika, sígairettur, hanzkar, hringur, straujárn, klukka, nál og tvinni, skæri, skór og simi. Striklotan Eins og hver heilvita maður getur greinilega séð, er áhaldið auðvitað hamar. Svör við „Veiztu —?" á bls. 19: 1. Hin guðdómlega Sarah. 2. Kertisljós. 3. Risalíkneskið á Rodos eyðilagðist í jarð- skjálfta 66 árum eftir að það var reist. 4. Ur latinu, decem = 10. Desember var 10 mánuður ársins hjá Rómverjum. 5. Halldór Kiljan Laxnes skrifaði þetta í Los Angeles í ágústlok 1928 í ritgerð um þrifnað á Islandi. 6. Jennifer Jones. 7. Ingibjörg H. Bjarnason forstóðukona Kvenna- skólans í Reykjavik tók sæti á þingi 1923. 8. 1843. 9. 1904. 10 í>að kemur af hebrezka orðinu Mashiakh, sem þýðir sá smurði. 11. Einar Kvaran (1923) og Halldór Kiljan Lax- nes (1951). 12. Svíþjóð. 13. 1943 menn. 14. Sevilla. 44

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.