Vikan


Vikan - 11.12.1952, Blaðsíða 21

Vikan - 11.12.1952, Blaðsíða 21
- HEIMILID - RITSTJÓRI: ELlN PÁLMADÓTTIR Forsetafrúin á Bessastöðum. FRU DÓRA ÞÓRHALLSDÖTTIR, forsetafrú, var svo elskuleg að taka á móti fréttamanni frá VIK- UNNI heima á Bessastöðum fyrir skemmstu. — Hér er yndislega fallegt, sagði frú Dóra, þegar við stóðum i litla blómaskálanum, þar sem sólin hellti geislum sínum yfir allt blómahafið. — Svona hefur það oft verið síðan við komum hingað, alveg logn og sjórinn speg- ilsléttur framundan. A kvöldin sjáum við ljósin í Reykjavík og Keflavík. Það er mjög fallegt. Við göngum um húsið; frú Dóra ræðir húsmóðurlega um hýbýlin. Það þarf smekkvísi og stjórnsemi til að hafa allt í góðu lagi. Þarna er raðað saman húsgögnum ríkisins og hús- bændanna af mikilli prýði. A dyra^ loftinu eru dúkar og áklæði, sem húsmóðirin hefur sjálf ofið. — Það er ekki allt komið i lag, segir frú Döra, til dæmis er eftir að raða málverkum, en það verður geng- ið i það, þegar Stokkhólmssýningin kemur heim. — Hafið þér sett upp vefstólinn yðar hérna? — Nei, ekki ennþá, en ég vonast til að geta sett hann upp fljótlega. Undir húsinu á Bessastöðum er gamla fangelsið. Kannski gerist einn kafli Islandsklukkunnar þar, því þar lætur Kiljan geyma Jón Hreggviðs- son og aðra fanga. Gólfið er enn óbreytt frá því sem það var, þegar fangarnir höfðust þar við, en nú stendur matreiðslukonan þar við borð og raðar kökum á disk. Yfir kaffibollunum fer ég að „yfir- heyra" frúna, en hún tekur því mjög ráðuneytinu. . . . eins og hver örinur húsmóðir, sem óskar þess eins að öllum Zíði vel á heimilinu. og þið af elskulega og með mikilli þolinmæBi. —• Hve lengi hafið þið hjónin verið gift? — Við áttum 35 ára hjúskaparaf- mæli i haust. Við vorum fermingar- systkini og svo störfuðum við saman í Ungmennafélagi. Við vorum svo mikið í íþróttum. Maðurinn minn var biskupsskrifari hjá föður minum, Þórhalli Bjarnarsyni, í ei'tt ár, áður en við giftumst. — Datt yður I hug að maðurinn yðar ætti eftir að verða forseti Is- lands, þegar þér giftust honum? — Nei, það hugsaði maður nú ekki um. Ég hélt, að ég yrði prestsfrú I sveit, og það hefði kannski orðið, ef t'aSir minn hefði ekki dáiS um þetta leyti. Við bjuggum í Laufási, æsku- Forsetahjónin í móttökusalnum á Bessastööum. hengst til hœgri sést inn í blómaskálann. Ljósm.: Hjálmar BárSarson. heimili mínu, fyrstu 15 árin eftir að við giftumst. Þau hjónin eiga þrjú börn og 10 barnabörn. Börnin eru: Þórhallur, skrifstofustjóri í ViSskiptamálaráSu- neytinu, Vala, gift Gunnari Thorodd- sen "bprgarstjóra, og Björg, gift Páli Tryggvasyni, fulltrúa í Utanríkis- Þau eru öll búsett 1 Reykjavík og barna- börnunum þykir ósköp gaman ' að heimsækja afa ömmu í, sveitina. — Hvar voruð þið hjónin, meðan biðuð úrslitanna kosningunni ? — Við vorum heima. Mér þótti svo vænt um þann hlýhug, sem mætti okkur alls staðar eftir kosninguna. Það var svo mikill styrkur að heilla- óskunum frá fólkinu. JSg hafði ekki búizt við xieinum heimsóknum, en kvöldið, sem talningu atkvæða lauk, kom fjöldi manns heim til okkar til að óska okkur til hamingju og við fengum jafnvel blóm frá fólki, sem við þekktum ekki áður. Stundum, þegar ég hafði tekið við heillaóskum í símann og spurði við hvern ég tal- aði, þá var svarað, að þetta væri einhver, sem við þekktum ekki, en sem hefSi samt langaS til aS óska okkur til hamingju, — en þetta meg- ið þér ekki setja í blaðið (ég vona nú samt að frúin fyrirgefi mér). — Ég var dauðþreytt, þegar síð- ustu gestirnir fóru um tvö leytið um nóttina, en þá sagði einhver, að það væri gaman að fá að sjá okkur í laugunum morguninn eftir eins og venjulega. Ég samsinnti og klukk- an hálf átta vörum við farin að synda. — Og svo kom dagurinn þegar forsetinn sór embættiseið sinn? — Já, það var yndisleg og hlýleg athöfn. Auðvitað fylgir þessu ábyrgð um að bregðast ekki vonurri fólksins, en maður reynir að gera sitt bezta. Hefði einhver önnur sezt I þetta sæti, hefði verið eSlilegt aS spyrja, hvort hún hefSi ekki veriS hrædd viS að taka á sig þessa ábyrgð, en frú Dóra er svo eðlileg og örugg í fram- komu, að það er alger óþarfi. Mað- ur finnur að hún er kona, sem tekur öllu rólega og gerir ætíð það sem við á hverju sinni. Þetta er heldur ekki fyrsta stórheimilið, sem hún stend- ur fyrir. Móðir frú Dóru, biskupsfrú- in, dó aðeins 49 ára að aldri, og þá stóð forsetafrúin fyrir heimili föður síns, þó ung væri. Síðar var hún einnig húsmóðir í ráðherrabústaðn- um, eins og kunnugt er. — Maðurinn yðar var vanur að fara i laugarnar á hverjum morgni, þegar bið bjugguð í Reykjavík. Hvernig fer hann að núna ? — Hann synti oft í sjónum hérna fyrir framan i sumar, en ég var dá- litiS kvefuS, þegar ég kom hingaS, svo ég gat ekki synt meS honum. Annars var ég vön aS synda í sjón- um, þegar ég var ung. ÞaS þarf aS laga botninn hér í vikinni og maS- urinn minn hefur í hyggju aS gera þaS næsta sumar. Víð höfum haft í svo mörgu að snúast síðan við kom- um hingað. Forsetajrú Dóra Þórhallsdóttir. Ljósm.: Vigfús Siggeirsson. — Það hefur verið mikið um stór- ar móttökur í haust, en nú fer það að verða rólegra. A föstudag og laugar- dag eigum við samt von á um 300 gestum, fulltrúum á Alþýðusam- bandsþingi. Við verðum að bjóða þeim í þrennu lagi, því húsakynn- in eru ekki nægilega stór. 1 borð- stofunni rúmast t. d. ekki fleiri en 28 við borðið, svo það er varla hægt að láta fleiri en um 100 sækja sér kaffi og kökur þangað, þó ekki sé sest aS borSum og þá er mjög þröngt. — Og hvernig eySiS þér deginum, þegar ekki er neitt sérstakt um aS vera? — Það er í mörg horn að líta á stóru heimili. Annars eyðum við tím- anum eins og á hverju öðru heimili. Ég f er líka stundum í smágönguf erð- ir, þvi ef maður fer í bæinn, verður að fara í bíl. Stundum geng ég á móti bílnum og kemst þá oft alla leið út að Hafnarfjarðarveginum (um klukkutíma gangur). — Við höfum ágætt fólk í kring- um okkur. Það veltur á svo miklu að hafa góða hjálp. Bílstjórarnir tveir voru hér áður. Þó þeir þurfi aS sækja allt í bæinn og flytja alla á milli, þá hafa þeir margvísleg önnur störf með höndum. Þeir vökva t. d. blómin í blómaskálanum, hirða um grasblettina, halda öllum gluggum hreinum o. m. fl. Svo hefi ég tvær aðstoSarstúlkur og eina matreiðslu- konu. — Hvernig ætlið þiS að halda jólin hér á Bessastöðum? — Ég hefi ekki hafið jólaundirbún- inginn, en ég ætla auðvitað að reyna að hafa það heimilislegt hérna. Börn- in hafa alltaf verið hjá okkur á að- fangadagskvöld og það verða þau auðvitað eins og venjuiega. — Þér skulið ekki fara að hlaða lofi á mig, sagSi frúin aS skilnaSi. Ég er eins og hver önnur húsmóSir, og óska þess bara, aS öllum líSi vel á heimilinu. 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.