Vikan


Vikan - 11.12.1952, Side 21

Vikan - 11.12.1952, Side 21
- HEIMILIÐ - RITSTJÓRI: ELtN PALMADÓTTIR Forsetafrúin á Bessastöðum. FRCr dóra þórhallsdóttir, forsetafrú, var svo elskuleg að taka á móti fréttamanni frá VIK- UNNI heima á Bessastöðum fyrir skemmstu. — Hér er yndislega fallegt, sagði frú Dóra, þegar við stóðum í litla blómaskálanum, þar sem sólin hellti geislum sínum yfir allt blómahafið. — Svona hefur það oft verið siðan við komum hingað, alveg logn og sjórinn speg- ilsléttur framundan. Á kvöldin sjáum við ljósin i Reykjavík og Keflavík. Það er mjög fallegt. Við göngum um húsið; frú Dóra ræðir húsmóðurlega um hýbýlin. Það þarf smekkvísi og stjórnsemi til að hafa allt í góðu lagi. Þarna er raðað saman húsgögnum ríkisins og hús- bændanna af mikilli prýði. Á dyra- loftinu eru dúkar og áklæði, sem húsmóðirin hefur sjálf ofið. — Það er ekki allt komið i lag, segir frú Dóra, til dæmis er eftir að raða málverkum, en það verður geng- ið í það, þegar Stokkhólmssýningin kemur heim. — Hafið þér sett upp vefstólinn yðar hérna? — Nei, ekki ennþá, en ég vonast til að geta sett hann upp fljótlega. Undir húsinu á Bessastöðum er gamla fangelsið. Kannski gerist einn kafli Islandsklukkunnar þar, því þar heimili mínu, fyrstu 15 árin eftir að lætur Kiljan geyma Jón Hreggviðs- við giftumst. son og aðra fanga. Gólfið er enn óbreytt frá þvi sem það var, þegar fangarnir höfðust þar við, en nú stendur matreiðslukonan þar við borð og raðar kökum á disk. Yfir kaffibollunum fer ég að „ýfir- heyra" frúna, en hún tekur þvi mjög . . . eins og hver öhnur húsmóöir, sem óskar þess eins að öllum lí'öi vel á heimilinu. elskulega og með mikilli þolinmæði. —■ Hve lengi hafið þið hjónin verið gift? — Við áttum 35 ára hjúskaparaf- mæli i haust. Við vorum fermingar- systkini og svo störfuðum við saman í Ungmennafélagi. Við vorum svo mikið i íþróttum. Maðurinn minn var biskupsskrifari hjá föður mínum, Þórhalli Bjarnarsyni, í eitt ár, áður en við giftumst. — Datt yður í hug að maðurinn yðar ætti eftir að verða forseti Is- lands, þegar þér giftust honum? — Nei, það hugsaði maður nú ekki um. Ég hélt, að ég yrði prestsfrú I sveit, og það hefði kannski orðið, ef faðir minn hefði ekki dáið um þetta leyti. Við bjuggum í Laufási, æsku- Forsetahjónin í móttökusalnum á Besaastööum. Lengst til hœgri sést inn í blómaskálann. Ljósm.: Hjálmar Bárðarson. Þau hjónin eiga þrjú böm og 10 barnabörn. Börnin eru: Þórhallur, skrifstofustjóri í Viðskiptamálaráðu- neytinu, Vala, gift Gunnari Thorodd- sen “borgarstjóra, og Björg, gift Páli Tryggvasyni, fulltrúa í Utanrikis- ráðuneytinu. Þau eru öll búsett I Reykjavík og barna- börnunum þykir ósköp gaman að heimsækja afa og ömmu í, sveitina. — Hvar voruð þið hjónin, meðan þið biðuð úrslitanna 8,f kosningunni ? — Við vorum heima. Mér þótti svo vænt um þann hlýhug, sem mætti okkur alls staðar eftir kosninguna. Það var svo mikill styrkur að heilla- óskunum frá fólkinu. »Ég hafði ekki búizt við neinum heimsóknum, en kvöldið, sem talningu atkvæða lauk, kom fjöldi manns heim til okkar til að óska okkur til hamingju og við fengum jafnvel blóm frá fólki, sem við þekktum ekki áður. Stundum, þegar ég hafði tekið við heillaóskum í símann og spurði við hvern ég tal- aði, þá var svarað, að þetta væri einhver, sem við þekktum ekki, en sem hefði samt langað til að óska okkur til hamingju, — en þetta meg- ið þér ekki setja í blaðið (ég vona nú samt að frúin fyrirgefi mér). — Ég var dauðþreytt, þegar síð- ustu gestirnir fóru um tvö leytið um nóttina, en þá sagði einhver, að það væri gaman að fá að sjá okkur í laugunum morguninn eftir eins og venjulega. Ég samsinnti og klukk- an hálf átta vorum við farin að synda. — Og svo kom dagurinn þegar forsetinn sór embættiseið sinn? — Já, það var yndisleg og hlýleg athöfn. Auðvitað fylgir þessu ábyrgð um að bregðast ekki vonum fólksins, en maður reynir að gera sitt bezta. Hefði einhver önnur sezt I þetta sæti, hefði verið eðlilegt að spyrja, hvort hún hefði ekki verið hrædd við að taka á sig þessa ábyrgð, en frú Dóra er svo eðlileg og örugg í fram- komu, að það er alger óþarfi. Mað- ur finnur að hún er kona, sem tekur öllu rólega og gerir ætíð það sem við á hverju sinni. Þetta er heldur ekki fyrsta stórheimilið, sem hún stend- ur fyrir. Móðir frú Dóru, biskupsfrú- in, dó aðeins 49 ára að aldri, og þá stóð forsetafrúin fyrir heimili föður síns, þó ung væri. Síðar var hún einnig húsmóðir í ráðherrabústaðn- um, eins og kunnugt er. — Maðurinn yðar var vanur að fara í laugarnar á hverjum morgni, þegar þið bjugguð í Reykjavík. Hvernig fer hann að núna ? — Hann synti oft í sjónum hérna fyrir framan í sumar, en ég var dá- lítið kvefuð, þegar ég kom hingað, svo ég gat ekki synt með honum. Annars var ég vön að synda í sjón- um, þegar ég var ung. Það þarf að laga botninn hér í víkinni og mað- urinn minn hefur í hyggju að gera það næsta sumar. Við höfum haft í svo mörgu að snúast síðan við kom- um hingað. Forsetafrú Dóra Þórhallsdóttir. Ljósm.: Vigfús Siggeirsson. — Það hefur verið mikið um stór- ar móttökur i haust, en nú fer það að verða rólegra. Á föstudag og laugar- dag eigum við samt von á um 300 gestum, fulltrúum á Alþýðusam- bandsþingi. Við verðum að bjóða þeim í þrennu lagi, því húsakynn- in eru ekki nægilega stór. 1 borð- stofunni rúmast t. d. ekki fleiri en 28 við borðið, svo það er varla hægt að láta fleiri en um 100 sækja sér kaffi og kökur þangað, þó ekki sé sest að borðum og þá er mjög þröngt. — Og hvernig eyðið þér deginum, þegar ekki er neitt sérstakt um að vera? — Það er í mörg horn að líta á stóru heimili. Annars eyðum við tím- anum eins og á hverju öðru heimili. Ég fer líka stundum í smágönguferð- ir, því ef maður fer í bæinn, verður að fara í bíl. Stundum geng ég á móti bílnum og kemst þá oft alla leið út að Hafnarfjarðarveginum (um klukkutíma gangur). — Við höfum ágætt fólk í kring- um okkur. Það veltur á svo miklu að hafa góða hjálp. Bílstjórarnir tveir voru hér áður. Þó þeir þurfi að sækja allt í bæinn og flytja alla á milli, þá hafa þeir margvisleg önnur störf með höndum. Þeir vökva t. d. blómin í blómaskálanum, hirða um grasblettina, halda öllum gluggum hreinum o. m. fl. Svo hefi ég tvær aðstoðarstúlkur og eina matreiðslu- konu. — Hvernig ætlið þið að halda jólin liér á Bessastöðum? -— Ég hefi ekki hafið jólaundirbún- inginn, en ég ætla auðvitað að reyna að hafa það heimilislegt hérna. Börn- in hafa alltaf verið hjá okkur á að- fangadagskvöld og það verða þau auðvitað eins og venjulega. — Þér skulið ekki fara að hlaða lofi á mig, sagði frúin að skilnaði. Ég er eins og hver önnur húsmóðir, og óska þess bara, að öllum líði vel á heimilinu. 21

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.