Vikan


Vikan - 11.12.1952, Blaðsíða 7

Vikan - 11.12.1952, Blaðsíða 7
-ar fiskimennirnir dyfu í fötunum sín- um, þá fengu þeir vatn í þær, skol- litað vatn að vísu en þó ósalt. Hér hefur nær einungis verið sagt frá þeim ægilega mætti sem þetta risafljót býr yfir. En það fellur líka um sum fegurstu svæðin á allri jörð- inni, auðug og frjósöm lönd. Það eru hvergi i víðri veröld til eins margar plöntutegundir eins og í Amazondalnum. Yfir fjórðungur alls, sem grær í heiminum, er til þarna. Og jurtafræðingar ætla, að talan sé ennþá hærri, að 90% af öllum plönt- um vaxi við Amazon. Fjölbreyttni gróðrarríkisins er líka óskapleg. Náttúrufræðingur fann 200 plöntu- tegundir á einni ekru lands. Orkid- iur, eftirsóttu skrautblómin rándýru, vaxa þarna villtar — og miklu miklu fallegri en þær ræktuðu. Og svo auka fljúgandi blómin á fegurðina. Það er að sjá sem fiðrildin hafi gert þetta að sýnu föðurlandi. JÞar hafast við 700 skráðar tegundir (300 í Evrópu). Sum þessara fiðrilda eru á stærð við fugla, sex þumlungar í þvermál. Ókunnugur getur átt erfitt með að aðgreina þau frá fuglunum, þessum aragrúa fegurstu fugla af öll- um hugsanlegum stærðum og litum. Þetta er sannkölluð fuglaparadís. Vatnið vantar þá sannarlega ekki, nóg er af skordýrunum og f jórðungur alls skóglendis í heiminum til þess að byggja sér hreiður í. Amazonía, landið, sem Amazon fellur um, er að mestu ókannað. Þó er vitað, að þarna bíða mannkynsins óskapleg auðæfi. Flestar tegundir málma f innast þarna, ræktunarmögu- leikarnir eru ótæmandi, grasslétturn- ar bak við skógarvegginn og upp frá fljótinu teygja sig svo langt sem aug- að eygir. Og loftslagið er heilnæmt og gott, ekki ósvipað veðrinu víð- fræga í Norður-Kaliforníu. Svo má heita, að hver einasti fermetri lands í Amazoníu sé byggilegur. Þó eru íbúar alls þessa landssvæðis — það er álíka stórt og Bandaríkin — ekki fleiri en í miðlungsstórri amerískri borg. Þarna er einn íbúi a móti hverjum tveimur fermílum lands. Það er býsna lítið — ýkjulaust. A Java eru 800 manns á móti hverri fermílu. Ef Amazonía væri eins þétt- býl, byggju þar nú tvær billjónir og 400 milljónir manna, það er um 100 milljónir umfram alla núverandi íbúa jarðarinnar. Það yrði kannski full- mikið þéttbýli. En óneitanlega fær maður samt ekki umflúið þá hugsun, að þarna megi með hálfum stríðs- kostnaði skapa öllum þeim milljónum framtíðarland, sem nú húka heimil- islausir og ofsóttir í flóttamanna- búðum eigingirninnar og ofbeldisins. Rúsínan í pylsuendanum Svona var ein auglýsingin frá verzluninni Sleipnir (sími 646) í Morgunblaðinu 1926: JÓLAGJAFIR: Seðlaveski, peningabuddur og litlar handtöskur úr leðri, ný- komið. Selst með innkaups- verði. ÞETTA ER SANNIÆIKUR! Það hleypur í gegnum haus og merg þegar hanarnir gala hjá Billenberg 1 Eimreiðinní fyrir 52 árum er grein eftir Benedikt Gröndal: Reykjavík um aldamótin 1900. Þar lýsir hann m. a. Austurstræti. Um Hótel Island (fremst til hægri á myndinni) segir hann: „ . . . Á hinu horninu í Veltusundi og Austurstræti og allt yfir að Aðalstræti, er Hótel Island, sem Halldór Guðmundsson sagði að væri „þarfasta hús á landinu"; það er mesta gestgjafahús á landinu, og þar er mikill salur og fagur og góð herbergi, eftir því sem hér eru föng á. Þar stóð slagur milli botnverpinga og íslendinga 27. september 1898, og var ekki mik- ið viðnám veitt af vorri hendi; en ekkert blað gat um þennan minnisstæða atburð." Um húsið þar sem Morgunblaðið hefur núna skrifstofur og prentsmiðju og Isafoldarprent- smiðja selur bækur, skrifar Gröndal: „ . . . Stórmikið hús, rautt eins og blóðneyti, tví- og enda þríloftað, og mænir upp yfir öll hin húsin í götunni; það er ísafoldarprent- smiðja, byggð af ritstjóra Isafoldar, og gefur hann þar út „Foldina" með f ílefldu gufumagni; er vélin undir húsinu og skröltir allan daginn, svo húsið leikur á reiðiskjálfi og eru þar sí- felldir „landsskjálftar" eins og af hverakippun- um í Krísuvík og ekki verandi nema fyrir mestu fullhuga. Þar er sú voldugasta prent- smiðja á landinu og bókasala mikil íslenzkra bóka, pappírsverzlun og ritfangasala ágæt. Á þessum stað var áður lítið og ljótt hús, og bjó þar Þórður sýslumaður Guðmundsson; eftir hann kom Billenberg, þýzkur skósmiður; um hann var þetta sagt: Það hleypur í gegnum haus og merg / þegar hanarnir gala hjá Billen- berg . . ." Um húsin fremst til vinstri á myndinni, en allir Keykvíkingar að minnsta kosti þekkja þau, segir Gröndal: „ . . . Þar hét áður „Veltan", og því er þessi gata kölluð Veltusund (sem ekki mundi skiljast nema menn vissu, hvernig á því stæði). „Veltan" eða „Veltuhúsið" var allmikið hús, og var fyrrum eign Petersens nokkurs, kaup- manns eða verzlunarmanns, en síðan keypti Jón Jónsson assessor það, sá er fór til Álaborg- ar og varð þar bæjarfógeti, en af honum keypti Sveinbjörn Egilsson húsið og bjó þar til dauða- dags. Eftir það varð húsið eign félags nokk- urs, sem nefndist „Hlutaveltufélag", og var Jón Guðmundsson (Þjóðólfs) formaður þess, og var þar þá sölubúð nokkur ár. Síðan keypti Eyþór kaupmaður Felixson húsið og lét byggja upp úr því þetta mikla hús . . . Gagnvart því og hjá hinu horninu Austurstrætis er mikið hús tvíloftað, sem þeir hafa byggt Jón Brynj- ólfsson skósmiður og Reinholt Andersen skraddari; það er mjög byggt eftir nýjustu tízku . . . Þetta hús er byggt þar sem áður var fagur blómgarður, sem heyrði til húsi Hannesar Johnsens, og þótti einna indælastur að sjá á sumrin, með því þar var svo mikill gróður og prýði af margskonar skrautblómum, en allt í skjóli og blasti við sólu; enda kostaði sá garður meir en tvær þúsundir króna, er byggja skyldi á honum." Það sér aðeins á Landsbankann á meðfylgj- andi mynd, en um hann og húsin austur frá honum skrifar Gröndal: „ . . . Þar stendur nú hið nýja bankahús eða Landsbankinn, einhver hin prýðilegasta bygg- ing, og veit aðalhliðin að Austurstræti, en hús þetta er á horninu í Pósthússtræti. Er bankinn þar á neðsta gólfi, en þar uppi yfir er nú Forn- gripasafnið. Þetta er eina húsið í bænum, sem er upphitað með gufu, og er hitavélin í kjallar- anum. Þar næst er bökunarhús Jensens bak- ara; það er á horninu á þvergötu þeirri, sem liggur út í Hafnarstræti, en þar gagnvart er blómagarður mikill og grindverk, og er þar fyrir innan stórt hús og fornlegt, sem Baagöe kaupmaður byggði fyrir löngu, en seinna fékk Sigurður Melsteð húsið og bjó þar lengi og Ástríður kona hans, dóttir Helga biskups, og önduðust þau þar bæði. Þar er „Lækjartorgið", þar sem ferðamenn hafa hesta sína um lest- irnar . . ."

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.