Vikan


Vikan - 11.12.1952, Blaðsíða 13

Vikan - 11.12.1952, Blaðsíða 13
hafa komið þangað þennan dag. Hann sagðist hafa tekið byssuna sína og farið á veiðar. En sú fullyrðing hans féll um sjálfa sig, þegar lögreglan kom með sannanirnar. Þeir höfðu fundið fingraför hans á hurðinni og á öðru kokteiJglasinu í stofunni. Hann viðurkenndi þá að hafa komið til að hitta frú Barnaby, að þau hefðu stælt, en að lokum hafi honum tekizt að róa hana. Hann sór, að hann hefði skilið byssuna sína eftir við dyrnar og að frú Barnaby hefði verið á lífi og heil á húfi þegar hann fór þaðan, 16—17 mínútur yfir sex. Hann segist hafa farið beint heim, en það hefur komið í Ijós, að hann kom ekki heim í búgarðinn sinn fyrr en klukkuna vantaði 15 mínútur í sjö. Það er ekki nema hálftíma gangur þar á milli. Hann segist líka hafa gleymt byssunni sinni. Það er ekki mjög sann- færandi — og þó — " ,,Og þó?" endurtók Quin. „Já", hélt Satterthwaite hægt áfram. „Hann getur hafa gleymt henni, er það ekki? Sækjandinn gerir auðvitað gys að þvi, en ég held, að hann hafi haft rangt fyrir sér. Sjáið þér til, ég hefi þekkt svo marga unga menn og rifrildi útaf ástarmálum hefur alltaf mikil áhrif á þá •— einkum dökkhærða, taugaóstyrka menn eins og Martin. Þó konur eigi i slikum deilum,, getur þeim liðið betur á eftir. Eg get séð Martin Wylde fyrir mér, þegar hann skundaði utan við sig og örvilnaður í burtu og gleymdi byss- unni, sem stóð við vegginn". HANN þagði í noklcrar mínútur áður en hann hélt áfram. „Það sem gerist næst liggur alveg Ijóst fyrir. Nákvæmlega tutt- ugu mínútur yfir sex heyrðist skot. Allir þjónarnir, kokkurinn, kjallaravörðurinn, stofustúlkan og þerna frúarinnar heyrðu það og hlupu inn í hljómlistarsalinn. Hún lá samanhnipruð á stólbríkinni. Byssunni hafði verið miðað svo nálægt hnakkanuni á henni, að skotið gat ekki geigað. Það sat í heilanum." Hann þagnaði aftur og Quin spurði kæruleysislega: ,,Ég býst þá við, að þjónarnir hafi borið vitni". Satterthwaíte kinkaði kolli: ,,Já, kjallaravörðurinn kom fyrstur að henni, annars voru þau öll sammála". „Þá hafa þau.öllborið vitni. Engin undantekning?" spurðí Quin. - „Jú, nú minnist ég þess," sagði Satterthwaite, „að stofustúlkan var ekki við yfirheyrsluna. Hún var farin til Kanada, held ég." Nú varð þögn og einhver órói lá í loftinu. Satterthwaite fannst hann allt í einu vera í varnarstöðu. „Því skyldi hún ekki fara þangað?" spurði hann afundinn. „Já, því ekki það?" endurtók Quin og ypti öxlum. Af einhverjum ástæðum var Satterthwaite ekki ánægður með þetta. Hann vildi forðast þessa spurningu. „Það gat ekki leikið mikill vafi á hver morðinginn var. 1 fyrstu urðu bjónarnir alveg utan við sig og enginn var heima tíl að skipa þeim fyrir, svo nokkrar mínútur liðu áður en þeim datt í hug að hringja til lögregl- unnar, en þá var síminn í ólagi." „Jæja, var síminn ekki í lagi? sagði Quin. „Nei, hann var ekki í Iagi", svaraði Satterthwaite og fannst skyndi- lega, að hann hefði sagt eitthvað mikilvægt. „Auðvitað gat það verið viljandi gert, en það virðist ekki hafa nokkra þýðingu. Hún dó undir eins". Quin svaraði ekki og Satterthwaite fannst skýringin ekki fullnægjandi. „Grunur gat ekki fallið á neinn annan en Wylde", hélt hann áfram. ,,Hann segist sjálfur hafa farið aðeins 2—3 mínútum áður en skotið heyrð- ist. Og hver annar gat hafa skotið úr byssunni? George var að spila bridge nokkrum húsum neðar við götuna. Hann fór þaðan klukkan hálf sjö og þjónninn, sem ætlaði að segja honum tíðindín, mætti honum við hliðið. Það er enginn vafi á því, að siðasta spilinu lauk klukkan hálf sjö. Einkaritari Georges, Henry Thompson, var á fundi í London, þegar skot- inu var hleypt af. Sylvía Dale er eina manneskjan, fyrir utan Wylde, sem hafði nokkra ástæðu til að vilja frú Barnaby feiga, en það er harla ó- sennilegt, að hún hafi framið glæpinn. Auk þess var hún að kveðja vinkonu sina, sem fór með lestinni kl. 6.28. Þá eru þjónarnir einir eftir, en hvaða ástæðu gat nokkur þeirra haft til' að fremja þennan glæp. Þeir komu Hka allir samstundis að likinu. Nei, það hlýtur að haf a verið Martin Wylde." En hann var óánægður með þessa niðurstöðu. Þeir héldu áfram að borða. Quin virtist ekki í skapi til að tala og Satterthwaite hafði lokið máli sínu. Þögnin var þó ekki þvingandi, hún var þrungin gremju Satterthwaites, sem fór sívaxandi. Allt' í einu lagði hann svo skyndilega frá sér hnífapörin, að það glumdi í diskinum. „Og ungi maðurinn verður hengdur, þó hann sé saklaus", sagði hann æstur, en Quin svaraði engu. „Að vísu kemur mér ... ", byrjaði Satterthwaite og þagnaði svo. „Hvers vegna skyldi stúlkan ekki fara til Kanada?" spurði hann að lokum. Quin hristi höfuðið. „Ég veit ekki einu sinni hvar í Kanada hún er", sagði Satterthwaite önugur. „Getið þér komizt að því?" spurði hinn. „Já, ég býst við, að kjallaravörðurinn viti það og líklega Thompson, einkaritarinn, líka". Hann þagnaði aftur og þegar hann hélt áfram, var röddin næstum biðjandi: „En hvað kemur mér þetta við?" „Ungi maðurinn verður hengdur eftir rúmar þrjár vikur, er það ekki?" „Jú, ef þannig er litið á það. Ég skil hvað þér eigið við. Líf eða dauði. Vesalings stúlkan! Ég er ekki harðbrjósta — en hvaða gagn væri að því, þó ég frétti hvar í Kanada stofustúlkan er? Ég yrði að fara þangað sjálfur". Satterthwaite var allur i uppnámi: „Eg ætlaði að fara niður að Mið- jarðarhafinu i) næstu viku", hélt hann ákafur áfram. Hann leit á Quin eins og hann vildi segja: „Lofið mér að sleppa'." \ „Hafið þér komið til Kanada?" ,,Nei, aldrei". „ „Það er ákaflega fallegt land". Satterthwaite horfði ráðvilltur á hann: „Yður finnst, að ég eigi að fara, er það ekki?" Quin hallaði sér aftur á bak í stólnum og kveikti sér í sígarettu. Svo sagði hann og vóg orð sín: „Þér eruð rikur, Satterthwaite. Að visu ekki milljónamæringur, en maður, sem getur gert það sem hann langar til, án þess að hafa áhyggjur af peningamálum. Þér hafið verið áhorfandi að sorgarleikjum. Hefur yður aldrei dottið í hug að gerast þátttakandi? Hefur yður ekki dottið í hug að hafa áhrif á örlög annara — standa á miðju sviðinu með líf og dauða annara í höndunum?" „Þér eigið við, að ég elti hana til Kanada". Satterthwaite hallaði sér ákafur fram á borðið. Quin brosti: „Ég átti ekki hugmyndina að því, að þér færuð til Kanada. Þér stunguð upp á þvi sjálfur", sagði hann glaðlega. „Þér sleppið ekki svona auðveldlega", sagði Satterthwaite hreinskilnis- lega. „Það er eitthvað í framkomu yðar, sem ég skil ekki. Síðast þegar ég hitti yður — " ,,A Jónsmessunótt." „Var það á Jónsmessunótt?" spurði Satterthwaite og var nú alveg kominn úr jafnvægi. „Já, en eigum við ekki að sleppa því? Það skiptir í raun og veru engu máli, eða er það?" „Eins og þér óskið," svaraði Satterthwaite kurteisléga og gafst upp á að leysa þessa ráðgátu. „Ég vil gjarnan hitta yður, þegar ég kem frá Kanada," hélt hann áfram. „Því miður hefi ég ekkert fast heimilisfang um þessar mundir," sagði Quin afsakandi. „En ég kem oft hingað. Ef þér eruð vanir að koma hér líka, getur ekki hjá því farið, að við hittumst." Þeir skildu með vinsemd. Satterthwaite var í mikilli geðshræringu. Hann flýtti sér til Cook og spurðist fyrir um skipsferð til Kanada. Því næst hringdi hann til Deering Hill. Rödd kjailaravarðarins svaraði. „Ég heiti Satterthwaite. Ég hringi fyrir hönd--------málaflutningsskrif- stofu. Ég ætlaði að spyrjast fyrir um stúlku, sem hefur unnið hjá ykkur." „Er það Louisa — Louisa Bullard?" „Einmitt," svaraði Satterthwaite harla ánægður yfir að hafa fengið svo óvænta hjálp. . „Hún er því miður ekki hér á landi. Hún fór til Kanada fyrir sex mán- uðum." „Getið þér gefið mér heimilisfang hennar?" Það gat maðurinn því miður ekki. Hún hafði farið til einhvers fjalla- þorps, sem hét skozku nafni — eftir á að hyggja, það hét víst Banff. Ein stúlknanna átti von á bréfi frá henni, en Louisa hafði hvorki skrifað né látið vita um heimilisfang sitt. Satterthwaite þakkaði honum fyrir og sleit samtalinu. Hann var ekki aldeilis af baki dottinn, þrátt fyrir þetta. Æfintýx-aþráin hafði tekið hann föstum tökum. Hann ætlaði að fara til Banff. Ef þessi Louisa Bullard væri þar, tækist honum einhvern veginn að hafa upp á henni. SÉR til mikillar undrunar skemmti hann sér vel á leiðinni. Það vorn mörg ár síðan hann hafði farið svona langa sjóferð. Hann var orð- inn vanur hringferðinni: Miðjarðarhafsströndin, Le Tourget, Deau- ville og Skotland. Sú tilfinning, að hann ætti við ósigrandi örðugleika að stríða, gerði sitt til að auka ánægju hans. En hvað ferðafélögum hans mundi finnast hann heimskur, ef þá grunaði, hvernig á ferðum hans stæði. En þeir þekktu heldur ekki Quin. 1 Banff fann hann strax það, sem hann leitaði að. Louisa Bullard vann á stærsta hótelinu þar. Tólf tímum eftir komu sína þangað, stóð Satterth- waite augliti til auglitis við hana. Hún var um 35 ára gömul, deyfðarleg, brúneyg kona, með brúnt hár. Hann gerði sér strax i hugarlund að hún væri dálítið heimsk, en ákaflega vönduð. Enda trúði hún því undir eins, að hann væri sendur til að fá nánari upplýsingar um morðið i Deering Hill. „Ég las í blöðunum, að Martin Wylde hefði verið fundinn sekur. Það var sorglegt að heyra." Hún virtist ekki efast um sekt hans. „Þar fór illa fyrir góðum dreng. Þó maður eigi ekki að tala illa um látið fólk, þá verð ég að segja, að íx-úin kom þessu öllu af stað. Hún lét hann, aldrei i friði. Jæja, nú eru þau bæði búin að fá sina hegningu. Þegar ég var lítil, hékk alltaf spjald fyrir ofan rúmið mitt með áletruninni: „Guð lætur ekki að sér hæða," og það er sannarlega satt. Ég vissi alltaf, að eitthvað mundi koma fyrir einmitt þennan dag, og ég átti kollgátuna." „Hvernig stóð á því?" spurðr. fsattíirthwaite. „Ég var að skipta um föt í l.'erberginu mínu, þegar mér var litið út um gluggann. Lestin var að fara rramhjá og hvítur reykurinn frá henni tók á sig lögun risastórrar handar. Þér megið trúa því, að hvít hönd bar Framhald á bls. 36. 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.