Vikan


Vikan - 15.12.1955, Page 7

Vikan - 15.12.1955, Page 7
Þetta er sönn saga um litla stúlku og dýrmœtt armband . . og líka einskonar afsökunarbeiðni andi. Ég yrði að afla mér ,,verulegrar“ peningaupphæðar, en það virtist óhugsandi á stað, þar sem enginn borgaði 14 ára gamalli telpu fyrir unnin störf, því slíkt var álitið gott'fyrir uppeldi hennar, og frekari greiðsla óþörf. Nei, ég yrði að hætta mér út í samkeppnina við fullorðna fólkið. Ég læsti mig því inni í baðherberginu með dagblað og fór yfir dálkinn með yfirskriftinni: „Tækifæri, viðskipti“. Venju- leg vinna kom ekki til greina, því ég varð að ganga í skóla, en ég þurfti að fá eitthvert starf, sem ég gæti leyst af hendi heima hjá mér, helzt lokuð inni í baðherberginu. Flest tilboðin, eða öll þau sem litu sæmilega út, kröfðust félaga með eitthvert fjármagn, og það virtist ekki beinlínis við mitt hæfi. Loks fann ég eitt, sem ég virtist geta ráðið við. Dixie-fyrirtækið ábyrgðist það, að væru því sendar 20 krónur í pósti, endursendi það áætlun, sem hundraðfaldaði stofnfé manns, ef maður færi nákvæmlega eftir fengnum ráðleggingum. Mig svimaði við tilhugsunina. Ég var raunsætt barn og gerði mér strax grein fyrir því, að ég gæti aðeins unnið í hjáverkum mínum. En' þó ég gæti aðeins tífaldað stofnféð, þá var það miklu meira en ég hafði gert mér vonir um. Það vildi svo til, að ég átti næstum 20 krónur, og vissi hvar ég gat fengið lánað það sem á vantaði. Á hverjum degi kom ég heim, vongóð um að svarbréfið væri komið, og um leið dauðhrædd um að einhver hefði komizt að ráðagerð minni. Loks skrifaði fyrirtækið mér bréf, þar sem það lýsti nákvæmlega og með miklu málskrúði hvað ég ætti að gera, og hvernig ég ætti að orða bréfin, sem væru upphafið að vel- gengni minni. Ég átti að velja litla verzlun, lofa eigandanum (í bréfi, sem ég fékk forskriftina af), að afla honum viðskipta- vina, án þess að láta þess getið, hvaða aðferð ég mundi beita. Og þar sem eigandinn yrði áreiðanlega alveg himin lifandi yfir þessu, þá átti ég að semja við hann um að fá 10% af fyrstu 2000 krónunum, sem viðskiptavinir mínir eyddu í búðinni. Strax og sá samningur væri gerður, átti ég að snúa mér að viðskiptavinunum og lofa þeim 5 af hundraði, ef þeir eyddu þeirri upphæð í umræddri verzlun. Þessi ráðagerð leit svo sem út fyrir að vera framkvæmanleg. Ég átti fyrir frímerkjum á átta bréf, sem ég skrifaði eins snyrtilega og mér var unnt, og sendi af stað. Og þar með byrjaði aftur þessi æsandi bið. Aðeins einn af þessum væntanlegu viðskiptavinum svaraði: — Heiðraði herra: Lítið inn til mín, svo við getum rætt tilboð- yðar. Wilhelm Metzeroth. Eg gekk hvað eftir annað fram hjá dyrunum, áður en ég var nægilega hugrökk til að ganga inn. Ég sagði til mín. Hann spurði mig, alvarlegur á svipinn, hvaða fyrirætlanir ég hefði á prjónunum og kallaði því næst á konuna sína. Fjögur stór blá augu horfðu rannsakandi á mig, meðan hann útskýrði áform mitt fyrir henni á þýzku. Og svo glumdi við skellihlátur, sem eyðilagði á svipstundu allar vonir mínar um að gera nokkur við- skipti. Enn þann dag í dag get ég ekki hugsað til þessarar stundar nema með skelfingu og skömm. Nú vissi ég, að ég yrði aldrei rík með auðveldu móti. En allt í einu mundi ég eftir perlunum okkar. Við bjuggum í Washington, og pabba þóttu góðar orstrur. í hvert skipti sem einhver f jölskyldumeðlimurinn beit í eitthvað hart, þegar hann var að borða þær, þá varð fjölskyldan einni perlu ríkari. Þær voru auðvitað dökkar og oft óreglulegar í laginu, en þær hlutu að vera ekta, því perlur komu jú úr skeljum. Perlurnar voru geymdar í mjúkri pappírsservéttu í flauelsfóðraðri skúffu í borðstofuskápnum. Við áttum þær öll í félagi; ég reiknaði því út minn hluta. Fyrir næsta viðtal þurfti ég jafnvel á enn meira hugrekki að halda en í fyrra skiptið, því í þetta sinn átti ég ekki í skiptum við neinn braskara úr hverfinu okkar, heldur vel klæddan mann í eðalsteinadeild beztu skartgripaverzlunarinnar. Ég tók bréfið utan af perlunum. Góðlátlegur eldri maður bak við búðarborð- ið virti þær fyrir sér, hátíðlegur á svip. Svo tók hann af sér gleraugun og leit á mig. — Hvað sem verðið á perlum kann að vera, sagði ég tauga- óstyrk, þá vil ég gjarnan selja þessar fyrir niðursett verð. Ég veit að það á eftir að fægja þær og að þær eru ekki stórar . . . Hann leit aftur gráu, á litlu kúlumar og sagði: — Má ég spyrja yður, ungfrú, hvers vegna þér ákváðuð .að selja þetta? — J-a . . . Ég hafði ekki gert ráð fyrir að þurfa að skýra frá því en einhvern veginn komu orðin veltandi út úr mér hvert um annað. Hann hlustaði á mig með samúð og lagði fyrir mig Framliald á bls. 43. PETTA er sönn saga um jólaskartgrip. Það var ekki mikið um skartgripi á heimilinu okkar — nema gift- ingarhringurinn hennar mömmu, trúlofunarhringurinn hennar með demantinum, sem ekki var stærri en hrís- grjón, og bindisprjónninn hans pabba. Ég held að þar með séu þeir allir upptaldir. En við þekktum fólk, sem átti skartgripi. Einu sinni fékk bezta vinkona mömmu breitt gullarmband í jólagjöf frá mann- inum sínum. Við vorum öll agndofa af aðdáun á fegurð þess. Og ég hálfskammaðist mín og fann sárt til þess, að hún mamma okkar, sem var svo dásamleg, skyldi ekki eiga neitt armband til að skreyta sig með, og hafði meira að segja varla nokkra von um að eignast það. Ég sá hvað húr. dáðist að armbandi frú Carters — og hún kunni svo óendaalega miklu betur að meta það en eigandi þess, sem var ekki laus við að vera skemmd af dekri. Þegar við mamma ræddum saman um armbandið og fegurð þess, sagði ég með ákafa: — Þegar ég verð stór og er orðinn rithöfundur, þá ætla ég að kaupa fallegt armband handa þér. Fallegasta armbandið, sem ég get fengið! Og allt í einu ákvað ég að vinna ðjarft heit. Ég ætlaði alls ekki að bíða, þangað til ég væri orðin stór. Mér skyldi takast að kaupa armband handa henni fyrir næstu jól. Ég var fjórtán ára gömul þá, og telpa á þeim aldri þarf ekki annað en nægilega viðkvæma hugsjón, til að leggja upp í erfiða krossferð. Ég vissi að pabbi myndi ekki geta gefið mömmu slíka gjöf, en ég var næstum sannfærð um, að ef ég legði mig fram, þá gæti ég það. Auðvitað vissi ég, að ekki þýddi að reikna með því að geta sparað saman af vasapeningum minum, því þó ég legði hvem eyri til hliðar, þá yrði heildarupphæðin hlægilega ófullnægj- H G REINASTA ULL Eftir Margaret Lee Iiunebeck. 7

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.