Vikan - 15.12.1955, Page 14
U M
n---------------
eftir LIONEL CRANE
Að sögn höf-
undar, er það
merkast við
líf þessarar
konu, að hún
hefur alls átt
14 eiginmenn.
FRL Beverly.
ETTA var ósköp venjuleg hjóna-
vígsla. Brúðguminn leiddi hina
se.xtán ára gömlu brúður út úr
kirkjunni. Ættingjar og vinir ósk-
uðu þeim til hamingju. Bíllinn beið þeirra.
Þetta var ósköp venjuleg hjónavígsla,
uns brúðhjónin komu niður á gangstétt-
ina og ættingjar þeirra og vinir hlustuðu
á eftirfarandi samtal:
Brúðurin: Jæja, vertu blessaður. Sé þig
seinna.
Brú'ðguminn: Hvað áttu eiginlega við?
Hvert ertu að fara?
Brúðurin: Heim auðvitað.
Brúðguminn: En, ástin mín, við erum
gift. Þú átt heima hjá mér núna.
Brúðurin: Ha? Er það? Það var enginn
búinn að segja mér. Ég hélt að þetta
mundi engu breyta, að við mundum bara
halda áfram að eiga saman stefnumót
eins og hingað til.
Þessi ótrúlegi atburður í lífi Beverly
Ninu Avery átti sér stað fyrir 30 árum.
Síðan hefur ýmislegt drifið á daga litlu
stúlkunnar, sem vissi ekki hvað orðið
hjónaband þýddi. En merkast er þó ef-
laust þetta: Hún hefur gifst oftar en nokk-
ur önnur kona í veröldinni. Hún er búin
að eignast fjórtán eiginmenn!
Beverly er búsett í Los Angeles í Cali-
forníu. Hún er ljóshærð og tágrönn og
alveg óvenju ungleg. Hún er líka gift —
sem stendur.
Það kemur manni eiginlega ekki á óvart,
þótt fyrsta hjónabandið hennar sé það,
sem hún man bezt eftir.
í viðtali, sem ég átti við hana, sagði
hún meðal annars: „Þótt ég eigi eftir
að ganga í hundrað hjónabönd, þá mun
cg seint gleyma því fyrsta. Mikið getur
maður annars verið barnalegur. Þarna
var ég nýgift og vissi bókstaflega ekki
neitt. Já, ég stóð í þeirri trú, að ég gæti
gifst þessum manni, þakkað fyrir mig og
farið beint heim. Jæja, nú veit ég hvar
Davíð keypti ölið, og þú má.tt trúa því,
að ég búin að ganga í strangan skóla.“
Hún á við, að reynslan hafi kennt henni,
lavað hjónabandið sé. Sá reynslunnar skóli
laefur haft í för með sér þrettán skilri-
aðarmál. Beverly orðar það þannig: ,,Ég
hef gifst í flestum stórborgum Banda-
ríkjanna og ég á giftingardag á öllum
mánuðum ársins.
,,,En þótt þetta hafi stundum verið
erfitt, þá hefur það líka orðið mér til
nokkurrar blessunar. Ég hef að minnsta
kosti aldrei verið einmana, og öllum kon-
um finnst gott til þess að vita, að ein-
hver sækist eftir þeim.“
Það er annars erfitt að tala við Beverly
um þetta víðavangshlaup hennar á vett-
vangi hjónabandsins. Hún byrjar að segja
manni frá ástarævintýrum sínum með
Tommy í Kansas, þagnar svo allt í einu
og segir: ,,Æ, þarna ruglaðist ég í rím-
inu. Ég átti við hann Theo í Arizona. Eða
var það kannski hann Ted í San Diego?“
Hún er skárst þegar hún talar um þessi
mál sín á breiðum grundvelli: ,,Það skeð-
ur svo margt á svona mörgum árum. All-
ir mennirnir rnínir höfðu -nokkuð til síns
ágætis — eða það var að minnsta kosti
von mín. Ég man eftir einhverju um þá
alla. En ég vil ruglast í nöfnunum, eins
og skiljanlegt er.“
Hún er — þessa dagana — gift manni
að nafni Gabriel Avery. Hann er 44 ára.
Beveriy var ,,laus“ rétt einu sinn, þegar
þau kynntust.
Hún segir: ,,Líf mitt virðist hafa verið
endalaus bið. Ég hef ýmist verið að
'bíða eftir því að komast úr hjónabandinu
eða í það. Þegar Gabriel birtist, var ég að
bíða eftir að síðasta skilnaðarmálinu
mínu lyki.“
Hún var þá þjónustustúlka í krá einni í
Los Angeles. ,,0g það er hreint ekkert
spaug,“ segir Beverly.
Þegar Gabriel spurði hana spurningar-
innar, sem hún var búin að heyra 13 sinn-
um áður, sagði hann henni, að hann ætti
von á sumarfríi í maí, og hún svaraði:
,,Ágætt. Þá skulum við gifta okkur. Ég
hef aldrei gifst í maí.“
Þetta átti að verða kirkjubrúðkaup hjá
þeim og Beverly keypti sér nýjan kjól.
En þegar þau fóru að útvega sér leyfis-
bréfið, kom babb í bátinn. Gabriel hafði
líka verið giftur áður og skilnaður hans
var ekki enn genginn í gildi. Þegar þau
loks fengu leyfisbréfið, var Gabriel bú-
inn að fá nóg af þessu umstangi og stakk
upp á því, að þau færu til lögmannsins
og giftu sig strax.
Beverly hafði ekki tíma til að fara í
nýja kjólinn. ,,Ég var meir að segja hatt-
laus.“ segir hún. „Gabriel va.r orðinn fok-
vondur og ég sá, að hann vildi annaðhvort
gera þetta strax cða bara hreint ekki.
„Og veiztu hvað. Þegar búið var að gefa
okkur saman, uppgötvaði ég, að ég hafði
reyndar einu sinni gifst í mai. Ég hafði
bara gleymt því.“
Beverly vill af skiljanlegum ástæðum
sem minnstu spá um framtíðina. En um
núverandi hjónaband sitt segir hún: „Ég
vildi sannarlega óska að það entist. Enn
sem komið er finnst mér Gabriel besti
og dásamlegasti maðurinn, sem ég hef
nokkurntíma kynnst. Eins og stendur er
ég mjög hamingjusöm."
Hversvegna er hún sífellt að giftast?
Beverly spyr sjálfa sig oft þessarar spurn-
ingar, en hún á alltaf jafn erfitt með
að svara henni.
Hún segir: „Það segi ég satt, að svona
hafði ég ekki hugsað mér þetta. I hjarta
mínu hef ég alltaf þráð það, sem allar
konur þrá —- bara einn góðan eiginmann,
sem yrði förunautur minn til æviloka.
Aðeins hefur þetta atvikast þannig, að
mér hefur aldrei tekist að finna hann. Þú
mátt ekki misskilja mig. Ég er ekki að
kvarta. Ég er svosem ekki að reyna að
t
i
14