Vikan - 15.12.1955, Page 20
Hver dagur á sitt Eftir Luisa Maria Linares
leyndarmál
Eftdr að haia gifzt spönskum vísinda-
manni i Bnenos Ayres, hefnr OLGA
LEZCANO lent í flugslysi yfir fmmskóg-
um Braziliu, á leið til eiginmanns sins. 1
fimm ár hefst hún við hjá Indíánaflokki,
ásamt Paul Williams, amerískum íþrótta-
manni og kalþólskri nunnu, áður en þeim
er bjargað. Þegar hún kemur til Madrid
kemst hún að því, að maður hennar er
dáinn, en hefur áður gifzt aftur konu að
nafni ELENA. Olga kemur fram á óheppi-
Iegum tíma, því Elena er að því komin að
gifta sig aftur rikum amerikiunanni, DICK
WYNE. Hún kynnir Olgu því sem eigin-
konu Xaviers, mágs sins, sem er dularfull-
ur mannhatari. Aðstaða Olgu er mjög ó-
þægileg, því hún grunar Xavier um að
hafa reynt að myrða sig. Samt sem
áður gefur imgi maðurinn henni dýrmæta
hálsfesti úr tópösum, áður en þau fara
í veizlu til móður Dicks.
LGA skildi hana ekki strax. —- Ha?
Elenu tókst ekki að hafa stjórn á sér.
Snöggir kippir í hálsvöðvunum komu upp um
það hve taugaóstyrk hún var.
Hálsfestina, þessa hálsfesti, sem þú ert með!
Hún tók svo fast í hana að læsingin lét undan,
og festin lá í hendi hennar. — Ó! Hamingjan
góða . . . fyrirgefðu!
Með skjálfandi fingrum reyndi hún að festa
hana aftur um háls Olgu. Diek sá vandræði henn-
ar og kom henni til hjálpar.
— Heyrðu elskan! Ég hafði enga hugmynd um,
að tópazar hefðu svona mikil áhrif á þig. Ég
skal minnast þess í framtíðinni. Má ég?,Þú mátt
ekki halda, að Elena sé að saka þig um þjófnað,
sagði hann glettnislega við Olgu urri leið og hann
gerði sig líklegan til að setja á hana hálsfestina.
Nú gaf Xavier, sem þau höfðu ekki veitt at-
hygli fyrr, sig fram. — Ég skal gera þetta, Wyne.
Mér þykir ákaflega gaman að því að prýða konu
mína með skartgripum. Er það ekki ofur skiljan-
legt, þegar um er að ræða svona fallegan háls?
Hann festi hálsmenið um hálsinn á henni, eins
og hann hafði gert nokkrum klukkustundum áð-
ur, í lok trúnaðarsamtals þeirra með gráti og
öðru tilheyrandi.
Það fór hrollur um Olgu, þegar hún fann hlýja
hendi Xaviers á hálsi sínum. Losaði þessi litla
snerting kannski um þá orku, sem safnazt hafði
saman í líkama hennar, alla þessa niðurbældu
þjáningu, sem stundum kom fram í augnaráði
hennar, hreyfingum og fasi, þegar hún lézt vera
að hlusta og uggði ekki að sér?
— Mér finnast tópazar faz-a einstaklega vel við
augu Olgu. Þeir ná alveg sérstökum áhrifum.
Finnst þér það ekki? Þú ert svo listræn í þér,
góða mín, hvað finnst þér? spurði Xavier.
Elena lagði hendina á handlegg Dicks, vafa-
laust til að fela geðshræringu sína.
Þú velur skartgripi af einstakri smekkvísi,
góði minn. Varstu að hugsa um augu Olgu,
þegar þú keyptir þessa hálsfesti? Eða var það
gamall skartgripur, sem þú áttir fyrir ?
Xavier brosti: — Það er hægt að líta á kaup
þessarar festi sem fyrirfram hugboð, því ég
var búinn að kaupa hana áður en ég kynntist
konu minni. Ég geymdi hana bara fyrir eitt-
hvert alveg sérstakt tækifæri.
— Sem nú er komið, býst ég við. Er það ekki?
Það leit út fyrir að Elena vildi halda áfram
þessu tvítali, sem gekk svo hratt og virtist
svo fullt af duldum merkingum. Dick brosti
ótruflaður og horfði á þau á vixl, með hendur
fyrir áftan bak. Olga gat ekki haft augun af
Xavier og Elenu, eins og hún byggist við að
sér tækist að geta sér til um merkingu þessara
dularfullu orða þeirra.
- Mér þætti gaman að vita, af einskærri for-
vitni auðvitað, hvaða einstaka tækifæri þetta er?
hélt Elena áfram að spyrja.
En Dick greip í taumana, eins og ekkert væri
eðlilegra:
— Enga óviðeigandi forvitni, mín kæra! Þessi
smávægilegu leyndai-mál elskendanna ættu aldrei
að koma fyrir almennings sjónir. Við það hætta
þau að vera skemmtileg. Ég vona að öll okkar
æfi verði í framtíðinni full af einstökum tæki-
færum, sem réttlætt geti óteljandi hálsfestar úr
tópözum, safírum og demöntum handa þér. Ég
hugsa að safírar færu sérlega vel við augum í þér.
Eða viltu heldur smaragða?
Hvorki safíra né smaragða, Dick! Það kæmi
þér á óvart að vita, hvaða steinar hafa alltaf
verið mínir uppáhaldssteinar.
— Sjáum til . . . vafalaust demantar?
Hún neitaði því glettnislega og sagði hægt, um
leið og hún færði sig í annan hóp. — Tópazar. . . .
Þegar hún var farin ríkti djúp þögn, sem
Dick rauf með því að stöðva þjón, sem fór fram-
hjá með bakka.
— Kampavín? spurði hann hin tvö, sem þáðu
það. Við skulum klingja glösum, því með
þessum vökva í eru þau eins á litinn og tópaz-
arnir. Það á vel við, sagði hann og gerði að
gamni sínu, eins og ekkert væri.
- Það er satt, það á ákaflega vel við, svar-
aði Xavier og einkennilegt bros lék um varir hans.
- Fyrir hverju eigum við að skála?
Fyrir alveg einstökum tækifærum. Og því
að þeim verði stráð á ævibraut okkar . . .
— Því hver dagur á sitt leyndarmál, bætti
Olga við og horfði kankvíslega á hann. — Heill-
andi’ leyndarmái!
— Ég kann að meta heillandi leyndarmál,
sagði Xavier um leið og hann bar glasið upp
að vörum sínum.
— Og ég kann bezt að meta sfinxa og þeirra
leyndarmál, sagði Dick og renndi augunum til
Elenu, sem stóð nú aftur í miðjum hópi aðdá-
enda.
Tamarova greifafrú kom til þeirra, elskuleg
í fasi og með heimskonubrag. — Fyrirgefið þér
mér, þó ég taki manninn yðar frá yður svolitla
stund ? spurði hún Olgu, sem samþykkti það
með brosi.
Finnst yður ekki, að konan mín hafi látið
of fljótt í ljósi samþykki sitt, frú? sagði Xavier
gáskafullur. - - Þú verður að látast hafa á móti
slíku í framtíðinni, elskan mín, þó ekki væri til
annars en að kynda undir hégómagirni mína.
Ég er hrædd um að ég geti hvort sem er
ekki haldið i þig, þegar greifafrúin er annars
vegar, svaraði Olga og lagði sig fram um að
svara í jafn gamansömum tón.
Móðir Dicks klappaði henni vingjarnlega á
kinnina. — O-o, litli æringinn! Er hún þá svona
örugg um manninn sinn?
Hún fór og hafði Xavier með sér. Dick gerði
sér upp stunu. Með svona köldu blóði er fólk
numið á brott i veröldinni. Ég held að ég verði
líka að fara að aðhafast eitthvað. En því miður
fyrir ,,foringjaefnið“ mitt, þá finnur það enginn
aftur, þegar ég ákvað að nema það á brott.
- Þú gerir mig hrædda. Eru það fjölskyldu-
appelsínurnar þínar, sem gera þig svona táp-
mikinn og framtakssaman ?
— Það eru tópazarnir . . . það er að segja
augun í þér.
Olgu fannst tækifærið, sem hún hafði verið
að bíða eftir allan daginn, nú komið. - Mig lang-
ar til að vita, byi'jaði hún . . . en þagnaði svo.
Það vai' ekki svo auðvelt að spyrja karlmann
ofur blátt áfram, hvort hann hefði skrifað henni
kvöldið áður og beðið hana um að koma á stefnu-
mót við sig.
Hvað langar þig til að vita? spurði Dick
og beið eftir svari hennar.
O-o, það skiptir ekki svo miklu máli . . .
en satt að segja . . . í nótt . . .
Þú ætlar þó ekki að fara að segja mér, að
þig hafi dreymt mig. Það væri alltof gott til að
vera satt.
—, í nótt dreymdi mig, að ég fengi bréf frá
þér.
Dick horfði undrandi á hana. Það var indælt,
Elena gat ekki haft augun af hálsfestinni. Hún
kippti svo fast í hana, að læsingin lét imilan og
hún lá í hendi hennar.
20