Vikan


Vikan - 15.12.1955, Síða 30

Vikan - 15.12.1955, Síða 30
WISKÆTÆ eftir Hallgrím Pétursson, sneð nútímamyndskreytingu Afbragðsmatur er ýsan feit ef hún er bæði fersk og heit, soðin i sjóarblandi. Líka prísa ég lúðutraf. Lax og silungur bera þó af hverskyns fisk hér á landi. Langan svangan magann seður, soltinn gleður. Satt ég greini. IJldin skata er iðra reynir. ]Vlorkinn hákarl, sem matar hníf, margra gerir að krenkja líf. Ríkismenn oft það reyna. Um háfinn hugsa húskar meir. Hann í eldinum steikja þeir. Brjósk er í staðinn beina. Hlýrinn rýri, halda menn af honum renni hræðileg feiti. En rauðmagi er bezti rétturinn heiti. Karfinn feitur ber fínan smekk. Fáum er spáný keilan þekk. Upsinn er alls á milli. Þorskurinn, sem í þaranum þrífst, þrefaldur út úr roðinu rífst. Frá ég hann margan fylli. Þorskinn, roskinn, rifinn, harðan, rétt óbarðan ráð er bezta að bleyta í sýru á borð fyrir presta. Myndirnar eru teknar í fiskverkunarstöð Bæjar- útgerðar Reykjavíkur — og kynni sálmur séra Hallgríms að hafa orðið nokkuð á aðra lund, ef hann hefði mátt kynnast vinnubrögðum þar. Stefán Nikulásson tók myndirnar. 30

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.