Vikan


Vikan - 15.12.1955, Síða 34

Vikan - 15.12.1955, Síða 34
Margir hafa beðið okkur um að birta mynd af Tónasystrum og segja sér eitthvað um þær. Þessar vinsælu Tónasystur komu í fyrsta sinn fram á kabaretti Is- lenzkra tóna í vor og voru þá sex. Jan Morávek æfði þær með plötu- upptöku fyrir augum, þ. e. a. s. þær áttu að „backa einsöngvara upp," en söngur þeirra féll áheyrendum á kabarettinum svo vel í geð, að nú má telja þær meðal hinna eftirsótt- ustu íslenzku skemmtikrafta. 1 upphafi voru stúlkurnar sex: Hulda Victorsdóttir, Eygló Victors- dóttir, Þórdís Pétursdóttir, Sólveig Thorarensen, Sigríður Pétursdóttir og Þórunn Pálsdóttir, en Sólveig Thorarensen varð seinna að hætta sökum anna, svo að á síðasta kaba- retti Islenzkra tóna voru Tónasyst- urnar aðeins fimm. Af þeim plötum, sem Tóna systur hafa sungið inn á má nefna: Berg- mál/Unnusta Sjómannsins, sem varð metsöluplata á augabragði, Stjörnu- blik, sem þær sungu ásamt Alfreð Clausen og Pabbi vill Mambo, sem þær sungu með Jóhanni Möller. Lög- in Bergmál og Unnusta sjómannsins hafa hlotið miklar vinsældir erlendis og verið mikið leikin af erlendum útvarpsstöðvum. /•/ 1 Vikunni nr. JfO, sem kom út 20 oktöber, var vísa á bls. 5 í spurninga- þœttinum. Sú á Vppsum bætir bú bóndans yndi og gaman, allt eins heitir auðarbrú aftan til og framan. Þessa vísxi orti Símon Dalaskáld um ömmu mína, Fríi Önnu Benedikts- dóttur, sem var húsfreyja á Vpsum í Svarfaðardal. Nú langar mig til að vita hvar Vikan hefur fengið vísuna. Með fyrirfram þakklœti. María Einarsdóttir Skúlagötu 56 Reykjavík. SVAR: Gátuna tókum við upp úr FÆREYSKAR gátur. Fullt av kjöti og blóði um dagin, gapar sum tröll um náttina. Rennur allan dagin, og sæst ikki spor eftir. Eg veit eitt djór, tað fer millum haga, tað ber sina kliv utan maga; skjótt tað er, títt tað fer, git nú so, ið hvat tað er! Hin deyði bar tann livandi av skóginum. •uui| i jnpiwBJinquiaH 'f •npiæus '8 •i>I>Iojiofii t? iaSo) piA npiæus 'Z •jn,\3o>is *x Jóla- Pósturinn „Islenzkum gátum,“ sem Jón Árnason safnaði. Þar er ekki getið heimilda en undir gátunni standa stafirnir: P.R.H. < /#/ Geturðu sagt mér hvernig hœgt er að komast í samband við ferðafélagið „Farfuglar“ hér í Reykjavik ? Eru nokkur sérstök skilyrði fyrir inngöngu í þann félagsskapf Hafa ekki íslenzkir Farfuglar aðgang að félagsheimilum erlendra Farfugla? SVAR: Bezt er að hringja til for- manns Reykjavíkurdeildarinnar, Ól- afs Björns Guðmundssonar í Reykja- víkur Apoteki. Nýir félagsmenn þurfa ekki að uppfylla nein skilyrði. Félags- skapur islenzkra farfugla er deild í alþjóðasamtökum Farfugla, svo að félagsmenn hafa aðgang að öllum slikum félagsheimilum erlendis. /•/ Fyrir Svönu og Höddu birtum við dægurlagatextann B e r g m á 1 eftir Jenna Jónsson, sem Tóna systur syngja við lag eftir Þórunni Franz. Til þin blítt mun bergmálið bera blíða kveðju vinur frá mér. Til þín blítt mun bergmálið bera blíða kveðju vinur frá mér. Ég vona og bíð þín vinur minn, ég veit að hjá mér er hugur þinn, þótt lengi sé timinn að líða þeim hjá sem langt er í burtu, en elska og þrá. En efalaust rætist mín óskastund um ástríkan vinarfund. Til þin o. s. frv. /•/ Mig langar til að biðja þig að svara nokkrum spurningum um Hús- mœðrakennaraskóla Islands fyrir mig. Hvað starfar skólinn í marga mánuðit Þarf stúllca, sem sækir þar um skólavist, að vera búin að vera í einhverjum skóla áður? Hvert er aldurstakmarkið ? Hve mikið katip hefur húsmœðraskólakennari? SVAR: Nám i Húsmæðrakennara- skólanum tekur tvo vetur og eitt sumar (vetrarskólinn er i Reykjavík, en sumarskólinn á Laugarvatni). nám í husmæðraskola og lokið a. m. k. gagnfræðaprófi áður en þeir fá inngöngu í Húsmæðraskólann. Nem- endur yngri en 21 árs eru helzt ekki teknir. Húsmæðrakennarar eru starfsmenn hins opinbera og hafa því kaup samkvæmt launalögum op- inberra starfsmanna. /•/ Eg er 18 ára gamall, en fremur lítill. Getnr þú gefið mér ráð við þvi? Eg er með stúlku og það er leiðinlegt að vera lítið sem ekkert stœrri en hún. Ráðleggðu mér nú eitthvað. Ég hef heyrt getið um pill- ur, sem eiga að lijálpa til að stœkka mann? Ætli þœr séu skaðlausar? SVAR: 1 beinunum i mannslík- amanum eru sérstakir vaxtastaðir. Eftir að þessir vaxtastaðir eru einu sinni orðnir óstarfhæfir, vex maður ekki framar (hvorki með pillum né öðru). Aftur á móti er ekki alveg víst að þú sért hættur að stækka, þó þú sért orðinn 18 ára gamall. Stund- um vaxa drengir mest á kynþrozka- aldrinum, en stundum ekki fyrr en eftir það. Ef vaxtastaðirnir eru aft- ur á móti enn starfhæfir, og það er hægt að sjá með myndatöku, þá hafa læknar stundum á síðari árum getað aukið vöxt óeðlilega lítilla barna eða unglinga með hormóna- gjöfum, en þær eru ákaflega vand- meðfarnar og ekki á færi nema lækna að fást við slíkt. En það sem ung- lingar geta sjálfir gert er að borða vel og borða réttan mat. Það er alls ekki grauturinn, sem við stækkum af, eins og okkur var talin trú um þegar við vorum lítil, heldur eggja- hvíturíka fæðan: egg, ostur, kjöt, saltfískur o. s. frv. /•/ SVAR til Elvýar, Huldu og Elísa- betar: Spunakonan eftir Guðmund Kamban er tíu erindi, svo við get- um því miður ekki birt þau öll. En hér fara á eftir tvö fyrstu erindin og tvö þau síðustu. Ljóðið allt getið þið fundið í Eimreiðinni, 2. hefti 1934. 1 jarðbrjóstin rennur regnið vægt og rósabörnin sjúga í sig þrótt. Rökkrið er brumað, og hægt og hægt úr húmknappnum útsprungin rauða-nótt. Nú smá-þagnar rokksins bí-bí-og blaka, þeir blunda sem vaka, þeir þegja sem kvaka, og það gerir hljóðið svo hljótt. Og það eftir sextán ár! Þá var það, hann kom og kvaddi mig: hann kraup mér að skauti — ég strauk hans hár. Æfilangt gat ég lagt ást hans í hlekki, ég átti vald, sem ég notaði ekki: innibyrgt, ógrátið tár. Eg orka ekki meir, enda þarf ekki það, á þráðnum er hvergi gróm. Ef blóöug ir er hann á einum stað er orsökin sú að hann spannst inn i góm. því þar var hnútur, sem þurfti að renna og þá var sem ég fann hold mitt brenna og skildi minn skapadóm. Þú vitjar mín aftur, mín örlaga-nótt! með allan þinn minninga-fans. Lið þú væg yfir rósbörnin, væg vfir drótt, ber þú vísdóm hjartans til konu og manns'. Velkomin nótt! Ég fer nakin í háttinn, því nú hef ég spunnið sterkasta þáttinn í hamingjuþræðinum hans. /•/ Hvernig í ósköpunum stendur á þvi að fólki er svona illa við að fœra sig aftar í strœtisvögnunum? Stund- um verður að skilja annað fólk eft- ir, sem œtlar með, vegna þess að vagninn virðist troðfúllur, þó nóg rúm sé aftast. SVAR: Það er von að þú spyrjir! En þetta undarlega fyrirbrigði er al- þekkt um allan heim. Bílstjórarnir biðja og hrópa, en farþegarnir vilja heldur troðast hver um annan fremst í vagninum en að færa sig aftar. 1 New York voru nýlega gerðar at- huganir í 200 vögnum, ef takast mætti að leysa þetta vandamál. Fólk- ið fremst í vögnunum var spurt, hvers vegna það vildi ekki færa sig. Flestir gátu engu svarað, aðrir sögð- ust vilja vera vissir um að komast fljótt úr (jafnvel þó aðrar dyr væru aftast), eða kváðust vilja færa sig, en gætu það ekki fyrir hinum. Sál- fræðingum duttu helzt i hug þessar skýringar: að sumir væru svo utan við sig, að þeir heyrðu ekki beiðni bílstjórans, öðrum fyndist gengið á létt sinn, ef aðrir færu að skipta sér af því hvar þeir stæðu, en flest- ir væru bara svo eigingjarnir, að þeim væri alveg sama þó annað fólk væri skilið eftir, ef þeir kæmust sjálf- ir með. Það reyndist algerlega til- gangslaust að biðja, hóta og- setja upp spjöld með beiðnum um að færa sig aftar. Aftur á móti virtist það ýta svolítið við fólkinu, ef bílstjór- arnir gerðu að gamni sínu og köll- uðu: „Færið ykkur aftar, ég er með mislinga“ eða „Fjarlægðin gerir fjöll- in blá og mennina mikla, þessvegna vil ég hafa ykkur sem lengst frá mér“, eða eitthvað þessu líkt. Vikan getur enga sennilegri skýr- ingu gefið, úr því svo víðtæl. mnn- sókn bar svo lítinn árangur. Nemendur þurfa að hafa stundað Mín örlaga-nótt! Ég þekki þig!

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.