Vikan - 15.12.1955, Síða 38
JÓLAGJÖFIIM
Framliald af blaðsíðu 29.
„Það eru þiír tímar til stefnu,“ sagði ég. „Þetta gekk eins og í sögu.“
"Ég reyndi að vera léttur í rómi. „Sáuð þér hvað þeir slógust hressilega
þarna niðri?“
„Ég heyrði voðalegan hávaða.“ Hún var búin að tylla sér á stólinn
við dyrnar fram í biðstofuna, sat á stólbrúninni með hendur í skauti og
horfði beint fram fyrir sig. Hún var rjóo og dálítið taugaóstyrk.
!Ég ræskti mig: „Jæja . . ."
Hún leit á mig og beið.
Ég gekk að skjalaskápnum og seildist bak við hann og dró fram fata-
strangann: „Þessi Mike! Það er nú meiri karlmn!"
„Já, hann er það víst. Hann er víst ákaflega einkennilegur maður.
Hann er víst mjög sterkur. Mér fannst . . . áðan þegar hann tók á móti
mér við dyrnar og fylgdi mér hingað inn . . . það var engu líkara en
hann liti ekki á sig sem fanga.“ Hún talaði mjög hratt. Hún var feimin,
vissi ekki hvað hún átti að segja, vissi ekki hvað maður segir undir
svona kringumstæðum. öðru hvoru gaut hún augunum vandræðalega til
fatastrangans á skrifborðinu.
„Jæja, ætli það sé ekki bezt . . .“
„Já.“ Hún stóð á fætur og leysti af sér höfuðklútinn. „Sjáið bara!
Ég er búin að láta klippa mig! Ég fór á rakarastofu — já, ósvikna rakara-
stofu niðri í dimmum og skuggalegum kjallara — og þar voru tveir
gamlir menn í hvítum sloppum . . . ég veit varla hvor var eldri . . .
þeir voru áreiðanlega báðir komnir yfir sextugt ... og ég veit ekki
hvað lengi ég var að koma þeim í skilning um, að ég ætlaði að láta
klippa mig. Eru allar rakarastofur svona drungalegar? Hafið þér nokk-
urntíma komið inn i hárgreiðslustofu ? Jæja,“ hún bar hendina upp að
höfðinu, „finnst yður þetta ekki bara fara mér vel?“
Hún var með drengjakoll og hárin stóðu svolítið út í loftið í vöngunum.
Hún var með brúnt hár og á því var silkimjúkur blær.
Ég svaraði hlægjandi: „Jú, þetta fer yður verulega vel. Vitið þér hvað!
Þér minnið mig á yngri systur mína; hún er öll í íþróttunum."
Hlátur hennar var þvingaður: „Það er einmitt það sem ég sagði gamla
rakaranum. Að allt þetta hár flæktist fyrir mér.“
Ég rakti sundur fataböggulinn: „Ráku kunningjarnir ekki upp stór
augu ?“
„Þér vitið hvernig þetta er, læknir. Síðan þetta kom fyrir Arthur . . .“
„Þið eigið eftir að eignast sæg af vinum og vera óskaplega hamingju-
söm.“
Hún hrukkaði ennið: „Já. Já, ég er alveg viss um það læknir.“ Hnefar
hennar voru krepptir og varirnar skulfu.
Ég sagði: „Jæja, það er ekki til setunnar boðið. Ég fer fram í biðstofu
á meðan þér hafið fataskipti. Ef þér heyrið mannamál, verðið þér að fara
inn á salernið hérna innaf og bíða þar. Og varið yðui' á glugganum.“
Pleiri sígarettur. Svo opnuðust dyrnar og það var hvíslað: „Þér megið
koma inn núna.“
Ég virti hana þegjandi fyrir mér: „Jú . . . þetta er ekki sem verst . . .
það er að segja . . .“
Hún flýtti sér að segja: „Þaö er ekki alveg að marka þetta af því þér
vitið, að ég er kona. En ég veit, að þetta gengur, ég svei' það!“ Örvæntingin
skein úr augum hennar; hún var að því komin að bresta í grát.
Ég sagði: „Jájá, þetta gengur eins og í sögu, sannið þér til. Það er
eins og þér segið: ég er einn af samsærismönnunum.“
Klukkan var ekki enn orðin fjögur; við áttum eftir að bíða þarna í tvo
klukkutíma. Ég sagði henni að setjast og spurði hvort hún vildi sígarettu,
cn hún reykti ekki. „Ég á hérna nokkrar flöskui' að einhverju gosdrykkjai'-
glundri," sagði ég, en hún ansaði: „Nei, þökk fyrir,“ hún væri ekki þyrst.
Við reyndum að tala saman, en það gekk heldur .skrikkjótt. Ég spurði
hve lengi hún og Arthur væru búin að vera gift.
„1 þrjú ár.“
„Má ég spyrja hve gamlar þér eruð?“
„Tuttugu og tveggja ára.“
„Þið eruð barnlaus, er það ekki?“
„Jú,“ ansaði hún, þau ættu ekkert bai'n. Og þó hefði þau frá upphafi
langað að eignast barn.
Ég spurði á hverju hún lifði núna, síðan Arthur . . . Hvoi't hún hefði
vinnu.
Hún kinkaði kolli: „Ég var svo heppin að fá nærri strax vinnu. Ég er
lyftustúlka í........“ Hún nefndi nafnið á stórri skrifstofubvggingu.
Það var langt á milli þessara spurninga minna; höfuðið á mér var gal-
tórnt. Hún reyndi að hjálpa mér með því að spyrja mig svipaðra spurninga:
hvaðan ég væri, hvort ég ætti foreldra á lífi og þar fram eftir götunum. En
þetta var ekkert samtal, og við vissum það bæði.
' Kl.u^kan fimm dró ég gluggatjöldin niður og kveikti og skömmu seinna
heyrðist okkur einhver koma inn í biðstofuna, og ég flýtti mér fram að dyr-
ilnum og .hlqstaði, Pat stóð hljóðlega á fætur og horfði eftirvæntingarfull á
mig. Ég benti henni að fara inn á salernið og læsti á eftir henni. Svo
læddist ég að biðstofuhurðinni og rykkti henni upp. En okkur hafði mis-
heyrst; það var enginn frammi.
Loks vantaði klukkuna ekki nema fimm mínútur í sex og ég tók mér
stöðu við gluggann, ýtti gluggatjaldinu til hliðar og horfði út. Þegar fanga-
fylkingin birtist, hvislaði ég: „Tilbúin?"
Kún stóð á fætur, lagfærði á sér húfuna og kinkaði kolli: ,,Já.“
Rétt á eftir heyrðist þúngt fótatak í ganginum. Mike og Repola. Mike
Iék við hvern sinn fingur: „Halló, læknir! Halló, Pat! Jæja, hér er ég
kominn í allri minni dýrð.“ Hann ýtti Repola, klefafélaga Arthurs, inn í
skrifstofuna: „Strákur, steldu nú ekki öllu steini léttara hérna inni, heyrirðu
það! Læknirinn er vinur okkar.“
Hann tók i handlegginn á Pat og leiddi hana undir ljósið: „Pat, nú
gildir það! Láttu ekki hamaganginn í strákunum hræða þig, þégar við
komu/n út í portið. Við urðum að setja svolítinn sjónleik á svið fyrir
verðina, svo að þeir tækju ekki eftir því, þegar við Repola hérna brugð-
um okkur frá. En þetta er eintómur leikur skilurðu.“
Hann virti hana fyrir sér drykklanga stund, lét hana toga húfuna
lengra niður á ennið, sagði henni að hneppa treyjuna upp í háls og
skipaði henni að vera nú „nógu fjandi illúðleg á svipinn.“ Svo skaut
hann henni á undan sér fram í ganginn, veifaði glaðlega til okkar og
hvai'f i myrkrið. Fáeinum mínútum síðar datt allt í dúnalogn í portinu
og klefahúsið gleypti hina gráklæddu fangafylkingu.
----o-----
Jæja, þetta tókst. En þetta voru löng jól, hræðilega löng. Ég þorði
ekki að vikja fótmál út fyrir fangelsisveggina og var ýrnist á tilgangs-
lausu rölti um klefagangana og vinnustofurnar eða ég sat dauðuppgef-
inn og hlustaði á Repola segja kvennafarssögur af sjálfum sér, sem voru
jafn langar og þær voru leiðinlegar. En þetta tókst og tókst svo vel, að
mér er næst að halda, að ,,jólastúlkan“, eins og fangarnir kölluðu hana,
hefði getað dvalist þarna hjá okkur til æviloka. Það var að sjá sem
Mike hefði rétt fyrir sér; að verðirnir væru ánægðir ef aðeins engar
eyður sæust í fangaröðunum. Á jóladagsmorgun gekk þessi 22 ára gamla
stúlka til morgunverðar með rösklega 1400 karlmönnum, sat í sætinu
hans Repola, borðaði graut með skeiðinni hans, drakk kaffi úr krúsinni
hans — fyllti eyðuna, sem ella hefði verið á bekknum hans. Eftir há-
degi gekk hún til kirkju, og Arthur reis upp af fletinu sínu í fyrsta
skipti í marga daga og kvaðst vera að hressast og gekk til kirkju við
hliðina á henni. Um kvöldið sátu þau hlið við hlið í matsalnum og
hlustuðu á laglega hjálpræðishersstúlku syngja jólasálma.
Á portgöngunni daginn eftir gætti Mike þeiri'a eins og umhyggju-
söm móðir. Hann skýldi þeim fyrir vörðunum með því að láta nokkra
af „strákunum sinum“ slá um þau skjaldborg. Þau sátu á bekknum
undir austasta varðturninum og lutu saman höfðum. Ég stóð við glugg-
ann og hafði ekki af þeim augun og gnísti tönnum af bræði. Ég sá
ekki betur en að þau héldust í hendur! Hvern sjálfan þremilinn héldu
þau eiginlega, að þau væru að gera! Héldu þau að verðirnir væru vanir
því hérna að sjá fangana uppundir það í faðmlögum! Ég hef sjaldan
verið fegnari en þegar flautað var til merkis um að portgöngunni' væri
lokið.
. . . Og svo stóð þessi unga gifta kona aftur í skrifstofunni minni og
Mike var að kveðja hana. Hún var búin að hafa fataskipti og hló til
mín um leið og hún spennti beltið að regnkápunni og sagði: „Jæja, nú
getið þér sofið vært i nótt.“
Hún bað guð að blessa Mike og lagði hendurnar utan um hálsinn
á honum og kyssti hann á kinnina. „Meira!“ sagði Mike. Hún tók i hend-
ina á mér og sagði: „Ég get seint fullþakkað yður, læknir. Við erum
búin að lækna manninn minn.“
„Þér læknuðuð hann,“ sagði ég um leið hún kvaddi.
Og nú loksins kemst ég að því að segja frá jólagjöfinni, sem gefui'
þessari fráscgn nafn. Arthur Warren var náðaður eftir að hafa afplánað
tæp þi'jú ár af refsingu sinni. Og nákvæmlega tveimur árum eftir að sá
atburður gerðist, sem hér hefur verið greint frá, var ég jólagestur á
heimili hans.
Og' þegar við erum nýrisin upp frá matnum, kemur Pat inn í stofuna
með pínulítið ljóshært stelpukríli á handleggnum og rekur það beint í
fangið á mér.
„Mér finnst hún verða að heilsa upp á yður, litla telpan okkar,“
segir hún. „Hún er 15 mánaða í dag.“
Ég vissi ekki hvaðan á mig stóo veðrið: „Fimmtán mánaða?" stam-
aði ég. „En . . . en . . . fyrir fimmtán . . . hvað ég vildi nú segja . . .
fyrir fimmtán mánuðum var Arthur búinn að vera . . . vera . . .“ Ég
hóstaði vandræðalega. Ég fann hvernig ég kafroðnaði. Hvaðan kom
mér rétturinn til þess að bera aldur þessa litla saklausa stúlkubarns
saman við það tímabil, sem faðir þess hafði setið í fangelsi? Ég skamm-
að'ist min innilega.
En sem ég sat þarna í eymd minni, bvrjaði Pat að hlægja, og hún
hló uns tárin streymdu niður kinnarnar á henni.
„Æ, læknir," sagði hún, ,,æ, mikið voðalegt flón getið þér verið.
Þér haldið þó ekki ... ? Á ég að trúa því, að þér séuð búnir að gleyma
ævintýrinu okkar? Jú, víst var Arthur búinn að vera hátt á annað ár
í fangelsinu, þegar Kitty okkar fæddist. En, læknir! Tveir dagar í
klefa . . . tveir dagar í læstum klefa með manninum sínum! Vitið þér
ckki, að við köllum þennan augastein okkar stundum jólagjöfina frá
lækninum og Mike?“
38