Vikan


Vikan - 10.12.1959, Page 3

Vikan - 10.12.1959, Page 3
jJlisiiotkuii a lólahátíðiniii tíeyring. Sem sagl, spurningunni er hér meO komiö á framfœri og einseyringasláttu• mönnum boðið rúm til andsvara. Rey kinga-antab us ? Iíæra Vika. Víst getur þú nú ekki sagt mér, hvort það sé satt, sem ég hef heyrt, að til séu einhverjar töflur, sem hafi þau áhrif, að maður fái andstyggð á því að reykja, ef maður tek- ur þær inn, og eins hvort ekki sé hægt að fá þær öðruvísi en út á lyfseðil. Með beztu kveðjum. Lási. Því miöur, Lási minn. þá veit ég ekki til, aö þessar töflur séu fáanlegar. Fyrir alllöngu las ég um þaö í þýzku blaöi, aö tekizt heföi aö fram- leiöa töflur, er heföu þau áhrif, aö þeir, sem væru aö venja sig af reykingum, fyndu síöur til óþœginda. Hvort þær liafa reynzt eins vel og gefiö var í skyn, veit ég hins vegar ekki, ekki heldur hvort þœr eru fáanlegar hér. Bn eitt ráölegg ég þér, eins og öllum, sem telja sig þurfa á einhverjum töflum eöa öörum lyfj- um aö lialda, aö leita álltaf ráöa lœknis í því efni og hlíta þeim. Þaö margborgar sig. Ekki er ráð, nema ... Kæra Vika. Ekki veit ég, hvort þú hefur veitt því eftir- tekt, að jólaútstillingar verzlana í Reykjavik hófust hinn 1. nóv. i ár, — með öðrum orð- um — tæpum tveim mánuðum fyrir jól. Haldi jjannig áfram, verður þess ekki langt að biða, að jólaútstillingar hefjist um réttaleytið. Mikið eiga kaupsýslumenn hátið þeirri upp að unna, en annað mál er svo það, hvort þeir, sem há- tiðarinnar vilja njóta i orðsins fyllstu og sönn- ustu merkingu með sér og sinum, eiga kaup- mönnunum mikið upp að unna í þvi efni. Sönnunin er sú, ef við viljum horfast i augu við staðreyndirnar, að jólin eru orðin flestum þeim fjölskyldumönnum, sem ekki hafa þvi meiri peningaráð, jafnvel á nútímamæli- kvarða, hreinasta áhyggjuefni -— að ég ekki segi kvalræði. Það mun þó ekki vera ætlunin með þeirri hátið. En að svo er komið, eigum við mestmegnis upp á kaupmennina, sem gert hafa jólin, eða öllu heldur vikurnar fyrir jól, að sinni fjárplógsvertið, ef svo mætti að orði kom- ast. Þvi er það, að nú kviða flestir jólunum, þeir sem komnir eru til ára og ábyrgðar. Fjölskyldufaðir. Þetta er hverju oröi sannara, Þótt vitanlega megi alltaf segja sem svo, aö þaö sé fólkinu sjálfu að kenna, að láta fara þannig með sig. Ég er alls ekki frá þvi, aö setja beri einhver lagaákvæði um það, hvenær jólaút- stillingar og jólaauglýsingar megi hefjast, og allt þaö kapphlaup, sem þessu er sam- fara. Víst er að minnsta kosti um það, að mesti helgiblærinn mun farinn af jólahátið- inni i hugum margra, eftir aö jólaauglýs- ingarnar hafa glumið látlaust í eyrum eða blasað við augum allt að því tvo mánuði, áður en sjálf hátiöin hefst. Þar er áreiö- unlega um grófa misnotkun á orði og hug- taki aö rœða, að ekki sé meira sagt, og er þá ekki athnguð nema ein hlið málsins. Þess skal getið, að Vikunni hafa borizt nokk- ur bréf, þar sem það er vítt, hve kaup- sýslumenn geri sér mjög far um að skír- Framhald á bls. 37. dzn Útgefandi: VIIÍAN H.F. RITSTJÓRI: Gísli Sigurðsson (ábm.) AUGLÝSINGASTJÓRI: Ásbjörn Magnússon FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hilmar A. Kristjánsson Verð í lausasölu kr. 10. Áskriftarverð kr. 216.00 fyrir hálft árið, greiðist fyrirfram. Ritstjórn og auglýsingar: Skipholt 33. Simar: 35320, 35321, 35322. Pósthólf 149. Afgreiðsla og dreifing: Blaðadreifing, Miklubraut 15, sími 15017 Prentun: Hilmir h.f. Myndamót: Myndamót h.f. "" ' ..... ............... I M I FORSlÐAN Þiö hafiö auövitaö séö þaö á forsíöunni, aö nú vœri jóla-VIKAN komin út. Jólasvein- arnir eiga annars aö minna á þaö, aö á bls. If—5 er jólagetraun Vik- unnar og góöum verö- launum heitiö. ÞaÖ eru nefnilega jólasveinar, sem þiö eigiö aö þekkja og þaö veröur væntan- lega auövelt. * PLÖTUR allar þykktir. H LÝPLAST EINANGRUN FYRIR KVOÐA

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.