Vikan


Vikan - 10.12.1959, Side 4

Vikan - 10.12.1959, Side 4
I. verðlaun I kassi af úrvalseplum frá SILLA & VALDA 2. verðlaun Skór á dömu eða herra frá SKÓBÚÐ REYKJAVIKUR * Klippið miðann út og sendið, merkt pósthólf 149. Nöfnin eru, talið frá vinstri: 1.................................. 4. 5. 6. 7. 8. 10. 11. 12. 13. Ný verðlaunakeppni Fern góð verðlaun Hyað er að sjá, — 13 jólasveinar í halarófu og Grýla gamla f broddi fylkingar? Jú, þeir munu víst vera á ferli um þessar mundir, blessaðir, Gliggagægir, Hurðaskellir, Faldafeikir, Giljagaur, Stekkjastaur, Kertasníkir, Pottasleikir og Ketkrókur og hvað þeir nú heita allir saman. En hvað er að tarna? Eru þessi andlit ekki kunnugleg? Það skyldi nú ekki vera, að þið hefðuð séð þau á sviði í Þjóðleikhúsinu? Jú, við skulum slá því föstu, — þetta eru allt saman kunnir leikarar. Þeir hafa bara fklæðzt jólasveinagervi, og þrautin er í því fólgin að þekkja andlitin. Þið skuluð skrifa nöfnin á þeim á listann hér til vinstri og klippa út eða búa til nýja lista, ef þið viljið ekki skemma blaðið. Þið skuluð telja frá vinstri, og lausnir verða að hafa borizt Vikunni fyrir 20. des- ember. Þá verður dregið úr réttum lausnum, og fjórir hljóta vinningana, sem eru: 1. Eplakassi frá Silla & Valda. 2. Skór á karl eða konu frá Skóbúð Reykjavíkur í Aðalstræti. 3. Sjálfsævisaga Kristmanns, ísold hin svarta. B ikfellsútgáfan gefur út. 4. Kassi með þremur skemmtilegum spilum til dægradvalar frá Verzlunarfél. Festi. Hér er til nokkurs að keppa, jólagjöfin upp í hendurnar rétt fyrir jólin. Jafnt fyrir unga sem gamla, karla sem konur. Ef verðlaunin lenda úti á landsbyggðinni, getum við að vísu ekki ábyrgzt, að þau komist í tæka tíð fyrir jól, þar sem samgöngur eru oft stopular. En þá koma þau alla vega fyrir nýárið. # lll ||| ,i{ ■f f

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.