Vikan - 10.12.1959, Síða 18
yfir það í síðari heimsstyrjöld — raunar kallar
hann þá styrjöld oftast „fjórðu heimsstyrjöldina",
þar sem hann telur, og með nokkrum rétti, að
bæði kínverska styrjöldin og sú spænska hafi ekki
síður haft áhrif á gang heimsmálanna, enda þótt
þær hafi mátt kallast staðbundnar.
En þótt Hemingway hati allan klæðnað, hefur
hann gert ein§ konar málamiðlunarsættir við
menninguna og klæðist fötum eins og aðrir. Heima
fyrir er hann þó í eins litlu og hann getur, velsæm-
isins vegna, venjulega aðeins þunnum stuttbuxum,
sem hann heldur upp um sig með feiknamiklu belti.
Þegar hann er að heiman klæðist hann hins vegar
fötum í stíl við aðra, eða þvi sem næst, þótt hann
fari raunar verr með þau en nokkur annar. Eigin-
kona hans á i sífelldum vandræðum með að halda
fötum hans svo í lagi, að hann geti talizt sóma-
samlega til fara.
„Ekki veit ég hvernig í ósköpunum hann fer að
Þessu", varð henni einu sinni að orði, „en það er
sannleikur, að splunkuný, vönduð föt endast hon-
um ekki nema í nokkra daga. Þótt hann fari í
þau pressuð og strokin, hanga þau utan á honum
eins og tuskur eftir nokkra stund. Það er
engu líkara en hann eigi í stöðugri orrustu við
þau, — bókstaflega tæti þau utan af sér.“
Og það eru ekki aðeins fötin, sem Hemingpvay
á í orrustu við; hann á í sífelldri orrustu hverja
einustu stund, sem hann er vakandi, orrustu við
orð og setningar, vínglös, árar eða fisk, eða Þá að
hann heyr aftur orrustu, sem hann tók þátt í
fyrir mörgum árum.
Þegar Hemingway var enn ungur að árum, var
hann mikill vexti og dökkur á brún og brá. Nú
er höfuð hans grátt orðið, eins og var á Jóni
Hreggviðssyni, hrímgrátt hár og skegg, en ekki
minnir hann þó að neinu leyti á jólasvein, heldur
er hann líkastur trölii. Hann ér hverjum manni
skrokkmeiri, 110 kg að þyngd, og svo kynlega
vaxinn að mikill hluti þessara 110 kg er staðsettur
ofanvert við nazistabeltið það hið mikla. Fótleggir
hans eru grannir og lærin mögur; mætti kalla
það spóaleggi. En brjóstkassinn er mikill og
hvelfdur, axlir og herðar eins og á trölli og
annars furðu digrir. Hendur hans minna á
bjarnarhramma, og þó öllu meira á skrúfstykki
þegar hann tekur í hönd manni.
En sé vöxtur hans furðulegur, þá er þó göngu-
lag hans enn furðulegra. Það er engu líkara en
hann sé alltaf að berjast gegn stormi; hann hallast
áfram í hverju spori, lætur höfuðið ganga á und-
an, síðan koma axlirnar og hinn mikli bolur —
og loks spóafæturnir. Á sléttu gólfi og gangstétt-
um virðist göngulag þetta allt að því hlægilegt.
En á ósléttu landi og úti í skógi virðist það í fyllsta
samræmi við umhverfi og aðstæður, að minnsta
kosti reynist það á fæstra færi að fylgja gamla
manninum, þegar hann hallar sér fram.
Starfshættir Hemingways eru ekki síður marg-
breytilegir og óútreiknanlegir en annað í fari hans.
Þegar hann dvelst í heimili sínu á Kúbu, byrjar
hann á stundum að vinna eldsnemma á morgn-
ana, allsnakinn að heita má, umkringdur sínum
frægu fimmtíu kisum, sem skríða við fætur honum
og nudda sér við ökla hans. Á stundum lætur hann
líka ritstörfin lönd og leið daglangt og fer á
fiskiveiðar. Enda Þótt hann hafi alltaf haft gaman
af að skrifa, veitist honum það alltaf örðugt, og
það hefur ekkert breytzt með aldrinum.
Hemingway samdi frumdrættina að skáldsögu
sinni. Og sólin rennur upp á þrem vikum. Að
vísu vann hann síðan úr þeim frumdráttum og
breytti þeim, en það breytir engu um það, að það
tók hann ekki nema þrjár vikur að valda straum-
hvörfum í nútíma skáldsagnagerð, því að það er
almennt viðurkennt, að þar hefjist nýtt tímabil
með útkomu þeirrar bókar. Segja má að næstu
skáldsögur hans og smásögur hafi skorið úr um
það, en Sólin rennur upp var upphaf byltingar-
innar. Þetta var raunar ekki hans fyrsta skáld-
saga, en í henni er þó að finna flest það, sem síðan
hefur verið talið einkenna Heniingway sem rit-
höfund, meðal annars þá „heimspeki", sem síðan
hefur verið grunntónninn í öllum hans skáldverk-
um, að njóta lífsins til fulls bæði í ástum og störf-
um.
Margar sögur hafa myndazt af Hemingway, og
eru flestar þeirra með nokkrum þjóðsagnablæ.
Margar þeirra fjalla um styrjaldarþátttöku hans.
Sjálfur kveðst hann hafa reiknað það út, að hann
hafi samanlagt átt tveim árum lengur í styrjöld-
um en Grant hershöfðingi. Hvað sem því líður,
þá tók hann þátt í fyrri heimsstyrjöldinni, Þar
sem hann særðist illa. Þá var hann og á vígstöðv-
unum í grísk-tyrknesku styrjöldinni, sem stóð
skammt að vísu, en árið 1936 fór hann til Spánar
sem stríðsfréttaritari, og dvaldist þar unz borgara-
styrjöldinni lauk. Þé var hann og stríðsfréttaritari
í siðari heimsstyrjöld — eða fjórðu, eins og hann
sjálfur segir — oftast i Evrópu, nema hvað hann
var um skeið með kínversku herjunum árið 1941.
Það er því sizt að undra, þótt honum verðl tíðrætt
um styrjaldir, og flest-
ar skáldsögur hans
fjalli að mestu leyti
um styrjaldir. Ekki
svo að skilja, að hann
sé fylgjandi styrjöld-
um; „hernaðarvísindi
eru vísindi dauða og
tortímingar,“ segir
hann. En hann ber
flestum meiri virðingu
fyrir persónulegu hug-
rekki og hreysti —
það er eitt helzta ein-
kenni hans, bæði sem
manns og rithöfundar
en leggur hins vegar
allt annan skilning í
Það hugtak en fólk
almennt. Hann skilur
styrjaldir ekki síður
en atvinnuhermenn,
ef til vill mun betur,
og hann skilur til-
tmningar þeirra, sem heyja orrustu, betur en nokk-
ur annar, sem um það hefur ritað. Og sjálfur veit
hann það ölium betur, að Það er hægt að lýsa
styrjaldarátökum þannig, að jafnvel þeir sem al-
drei hafa komið i orrustu, megi skilja til hlítar,
hvað þar gerist.
Samt sem áður er Hemingway fæddur svo fjarri
vettvangi heimsstyrjaldanna sem hugsazt getur,
bæði i beinni og óbeinni merkingu, — í hinum hlý-
legu og friðsamlegu miðvestur-fylkjum Bandarikj-
anna, árið 1899. Faðir hans var læknir að atvinnu,
en veiðimaður og fiskimaður af lífi og sál. Hann
kenndi syni sínum að skjóta og fiska, áður en
hann hafði í rauninni aldur og þroska til að fara
með byssu og veiðistöng, og undu þeir feðgar þá
bezt tilverunni, þegar þeir voru tveir einir á
ferli um skóga og fljótsbakka. Það var og oft, að
faðirinn tók hann með sér í sjúkravitjanir; urðu
þeir atburðir Hemingway yngri minnisstæðir, og
hefur hann lýst þeim i sumum af þeim smásögum,
sem hann reit á yngri árum.
Þegar Hemingway hóf nám sitt í menntaskóla,
reyndi hann ekki aðeins að skara fram úr i ein-
stökum greinum — heldur öllum, og ekki hvað
síst í íþróttunum. Hann tók þátt i knattspyrnu,
iðkaði hnefaleik af kappi og lét sig þá einu gilda
þótt andstæðingurinn væri honum bæði stærri og
sterkari, og hann ritaði mikið i skólablaðið og
tók þátt í sundkeppni fyrir skólans hönd. Þessi
fjölhæfni hefur einkennt hann æ síðan. Enn í
dag er hann haldinn þessum keppnisanda,
enda segir hann á stundum um sjálfan sig sem
rithöfund og brosir við: „Ég er ekki framgjarn
— ég vil bara setja met."
Að skólanámi loknu réðst Hemingway frétta-
ritari að dagblaðinu Kansas City Star, en
tolldi þar ekki lengi. Um það leyti var verið að
skipuleggja Rauðakrossleiðangur til vigstöðvanna
á Italíu og Hemingway tók þátt í honum sem
sjálfboðaliði. Þar með hófust hin löngu og víðtæku
kynni hans af herjum og styrjöldum. Satt bezt að
segja er Hemingway ekki sérlega hneigður fyrir
friðsamlegt líf; hann segir að það krefjist einskis
af manninum nema þolinmæði — og Hemingway
er ekki sérlega þolinmóður maður.
Hann særðist illa í styrjöldinni 1918, er hann var
að bjarga særðum félaga sínum úr skothrið. 1
siúkrahúsinu var hann síðan sæmdur heiðurs-
merki, þvi fyrsta af mörgum, sem hann hefur
hlotið, en ber aldrei. Og svo hélt hann heim að
lokinni styrjöld með heiðursmerki sitt í vasanum
og nokkur sprengjukúlubrot í lærunum.
Það er ein sagan af mörgum, sem myndazt hafa
af Hemingway, að hann fyrirliti hið stranga sið-
gæði í miðvestur-fylkjunum, og kunni hvergi bet-
ur við sig, en þegar hann situr í veitingakrám
Parísar við Pernoddrykkju og með léttúðardrósir
á hnjánum. Það dregur nokkuð úr sannleiksgildi
þessara sagna, að hann hefur alltaf valið sér eigin-
konu — hann er fjórkvæntur — úr miðvestur-
fylkjunum, meira að segja allar úr einni og sömu
borginni, St. Louis. Og þrjár eiginkonur hans
hafa auk þess haft sama starfa; þær hafa sem sé
verið blaðamenn. Því einkennilegra kann að virð-
ast, að Hemingway getur aldrei skilizt það, að
hann sé sjálfur „blaðamatur", eða með öðrum
orðum fréttaefni, umfram aðra skáldsagnahöf-
unda. Þegar ný skáldsaga eftir William Faulkner
kemur á markaðinn, svo að dæmi sé tekið, þá er
það fyrst og fremst bókmenntaviðburður. Hins veg-
ar er það einnig fréttaviðburður, þegar ný skáld-
saga eftir Hemingway kemur út. Þetta rangmat
hans á sjálfum sér er sennilega af sömum rótum
runnið og sú staðreynd, að fréttagreinar hans úr
styrjöldunum eru síður en svo með því bezta, sem
eftir hann liggur, að minnsta kosti ekki sem
fréttagreinar — hann virðist ekki vera glöggskyggn
á það, hvað sé fréttnæmt og hvað ekki.
Hemingway er óheflaður ruddi, segja sumir.
Engu að síður hefur hann haft mikil áhrif á
hina yngri kynslóð rithöfunda í flestum löndum.
Með útkomu skáldsögunnar Og sólin rennur
upp voru fjárhagsörðugleikar Hemingways úr
sögunni. Hann sneri aftur heim til Bandaríkjanna
ásamt annarri eiginkonu sinni, Pauline, og settist
að í Key West. Það var þá sem hann tók að
stunda stórfiskaveiðar. Síðan hefur hann stundað
þá íþrótt af sama kappi og metnaði og skáldsagna-
gerðina. Hann á enn heimsmetið í túnfiskaveiði,
enda þótt hann flíki því aldrei.
Þó finnst honum ef til vill enn meira til þess
koma að fást við villidýraveiðar. Hann var á
villidýraveiðum í Afríku árið 1934, og kom heim
úr þeirri för með mikið af villidýrahausum, sem
prýða nú veggi íbúðarhúss hans á Kúbu — en
þaðan kom hann líka með meiri feng; bókina
„The Green Hills of Africa" og stutta skáldsögu,
„The Snows of Kilimanjaro", sem hann telur eitt
hið bezta skáldverk sitt.
Og þegar heim kom var ný styrjöld skollin á,
spænska borgarastyrjöldin, og Hemingway taldi
sér ekki til setunnar boðið. Hann hélt tafarlaust
til Spánar sem stríðsfréttaritari. Þar kynntist hann
þriðju konu sinni, stúlku frá St. Louis, sem einnig
var stríðsfréttaritari. Þegar hann kom heim úr
styrjöldinni hafði hann frumdrættina að hinni
miklu skáldsögu sinni, „Hverjum klukkan glymur",
í huga sér og á pappírnum, og nokkru síðar gekk
hann að eiga stríðsfréttaritarann Einn af nánustu
kunningjum hans lét svo um mælt, þegar öll þessi
hjónabönd gamla mannsins bar á góma:
„Allir karlmenn eru með því markinu brenndir
að hrifast af konum. En Hemingway er þannig
farið, að þegar hann verður hrifinn af konu, þá
kvænist hann henni".
Þetta mun og láta nærri, því að Hemingway er
að þessu leyti manna siðavandastur og það
svo, að mörgum þykir nóg um. Klám og grófyrði
má hann ekki heyra. Og hann er konu sinni trúr
•— á meðan hún er kona hans. Um leið og önnur
kemur í spilið, skilur hann við eiginkonuna og
kvænist hinni eins fljótt og lög leyfa.
Skáldsagan „Hverjum klukkan glymur" hlaut
frábærar viðtökur og gerði Hemingway samstund-
is heimsfrægan. Henni á Hemingway meðal ann-
ars það að þakka. að enginn núlifandi rithöfundur
fær ritverk sín jafn hátt borguð. Þeir í Hollywood
keyptu til dæmis tvær af smásögum hans, „The
Killers" og „The Short Happy Life of Francis
Macomber", og enda þótt þær séu báðar mjög
stuttar smásögur, greiddu þeir mun hærra verð
fyrir hvora þeirra en tíðkast fyrir langar skáld-
sögur eftir kunna höfunda.
Yfirleitt velur Hemingway sér ekki vini úr hópi
bókmenntamanna eða menntamanna. Hann um-
Framhald á bls. 33.
13
VIKAN