Vikan - 10.12.1959, Page 45
Skólavörðustíg 13. Sími 17710.
alveg ágætt, ef þú gætir komizt eitthvað í
burtu um tíma, meðan þú ert að venjast þessu
öllu. lalaðu um það við mömmu þína, hún
skilur þig alveg áreiðanlega. — Beztu óskir
til þín, Sigga mín.
Aldís.
Tvær einmana, S. og G., vilja ekki, að bréf þeirra
sé birt. Hér kemur svarið.
Það er alltaf erfitt að ráðleggja í þessum
efnum, en eftir því sem þið skrifið, þá er
ómögulegt að treysta þessum ungu mönnum,
það finnst mér öll framkoma þeirra berá
ótvírætt vitni um. Þeir virðast hugsa um það
eitt að forða sér. Nú verðið þið að gera ykkur
ljóst, að þið' verðið sjálfar að ráða fram úr
þeim erfiðleikum og vandamálum, sem ykkar
kunna að bíða, og því, sem skiptir máli um
Iíf ykkar og framtíð.
Þið eruð báðar ungar og munuð bráðlega
sigrast á þeirri einmanakennd, sem ykkur
finnst svo óbærileg nú. Þetta finnst ykkur
kannski ótrúlegt núna, en svona er lífið, og
tíminn læknar öll sár.
Með ósk um, að allt snúist ykkur til betri
vegar, kveð ég ykkur.
Aldfs.
Kærastinn min er latur og tillitslaus, Aldís min.
Ég hef verið að brjóta heilann um svolítið, seni
liggur mér á hjarta, og langar til að leita til þín
og spyrja þig, hvað þér finnist. Svo er mál með
vexti, að ég er trúlofuð þrítugum manni. Hann
hefur ágæta vinnu, en ég er oft í vafa um, hvort
honum þykir nokkuð vænt um mig. Öll framkoma
hans bendir til, að svo sé ekki. Hann er sjaldan
tillitssamur við mig eða góður, og enn sjaldnar
Þykist hann hafa efni á að bjóða mér út. Það er
auðvitað gott og blessað, að hann er ekki eyðslu-
samur, en einhvern veginn kemur það illa við mig,
hvað hann er samansaumaöur. En það. sem ég
tek mest nærri mér, er það, að þegar ég hef verið
heima hjá honum á kvöldin, nennir hann ekki
að fylgja mér heim. Það er nokkuð löng leið, og
Þegar ég er að búa mig undir að fara, byrjar
hann að geispa og tala um, hvað hann verði að
vakna snemma á morgnana. Þegar við erum með
öðru fólki, er hann frekar kuldalegur við mig.
Ég veit ekki, hvað ég á að halda. Af hverju vill
hann endilega giftast niér, þegar honum virðist
eiginlega vera alveg nákvæmlega sama um mig.
Ég á svo mikla ástúð og blíðu að gefa, að ég er
hálfhrædd við að binda mig manni, sem ekkert
getur gefið mér í staðinn nema kulda. — Hvað
á ég að gera?
Kata.
Kæra Kata.
Ef það væri jafnauðvelt að svara öllum
bréfum og þínu. Þú átt að þakka þessum
óvenjulega ógeðfellda náunga fyrir samver-
una og gefa honum frí. Þér finnst kannski
erfitt að missa af þessu tækifæri til að eigr.-
ast eigið heimili, en ef þú tekur honum af
þeirri ástæðu, verður þú að gera þér ljóst,
að af þessum manni geturðu nldrei vænzt
umhyggju né skilnings. Hann á ekki þær til-
finningar til, og hæpið er, að það breytist,
þó að hann giftist. Engin kona getur búið
með óforbetranlegum svíðingi, nema því að-
eins að hún eigi sjálf einkafjármuni.
Beztu kveðjur.
Aldís.
Qala
ojf Condon
Kvensnyrtivörur.
Oid spicc
Herravörur.
Hichard •ttudnut
Permanent.
Xjaxa TDcodorant
Þetta eru leiðandi verksmiðj-
ur hver á sínu sviði.
Einkaumboð:
Pétur Pétursson
Hafnarstræti 4.
Sími 11219 — 19062.
45