Vikan - 10.12.1959, Síða 48
Þér eigið kost á því
— «ð veyna
VVÍ
vitamingeel
Vítamín baö er jólabaðið í ár Framleiðandi er hin heimsþekktai
Sívaxandi sala þess um allan heim verksmiðja UHU Werk H.u.M.
sannar gæðin. Fischer Buhl Baden
VisnoNttur
Sveinbjörn Beinteinsson
tók saman
Hestavísur.
Iieyndi á beinin föst og fim
flaums í þrija svipnum;
líkt og á skeri brýtur brim,
braut á stólpagripnum.
Svo kvað Grímur Thomsen um
Kóp. Islendingar hafa ort margt um
hestinn sinn, enda var hesturinn
þeirra yndi og auður.
Páll Ólafsson segir þetta um
Vakra-Brún:
Þegar Brúnn minn teygði tá
og taumana einsog þvengi,
þessir köldu klettar þá
kváðu á aðra strengi.
Oft er söknuður í tónum þegar
horiins félaga er minnst:
Ellin hallar öllum leik,
er því valla að státa;
hún mun alla einsog Bleik
eitt sinn falla láta.
Vísan er eftir Björgu Sveinsdótlur
á Kílakoti í Kelduhverfi. Björg var
móðursystir Kristjáns Jónssonar
skálds.
Stephan G. Stephansson, segir
mikið í stutlu máli í þessari vísu:
Leið hefur vanda fákaflokkur
fólki handa rutt
ntilli stranda — og með okkur
allt vort landnám stutt.
Jón Þorsteinsson á Arnarvatni
orti um Litlu Rauðku:
Sporið hreina og þrekið þitt
þúsund meinum bifa;
þú ert eina yndið mitt
ef ég reyni að lifa.
En hér kveður viö nýjan tón; vís-
an er eftir ísleif Gíslason á Sauðár-
krók og um Guðmund Jónasson, sem
öllum er kunnur fyrir óbyggða-
ferðir:
Yfir heiðar, fen og flár,
fjöll og breiðar jökulsár,
sér til heiðurs síð o gár
sínum reið á hemlaklár.
En þá er við komin í bilaöldlna
og væri gaman ef lesendur vildu
senda visur um hin nýja farartæki.
Páll á Hjálmsstöðum átti góða
hesta og orti margt um þá. Þessi
vísa er um hest sem Apall hét:
Sá ég Apal fáka fremst
frýsa, gapa, iða;
ef að skapið í hann kemst
er sem hrapi skriða.