Vikan


Vikan - 22.12.1959, Blaðsíða 2

Vikan - 22.12.1959, Blaðsíða 2
ic Sannleiksgildi fornsagna ★ Hjúkrunarorð ★ Þáttur unga fólksins ★ Þegar þeir slást Um sannleiksgildi fornsagna. Kæra Vika. Eru fornsögurnar — eða íslendinga sögurnar sannar, eða bara búnar til? Hafa þessir forn- menn, eins og Grettir, Gunnar á Hliðarenda og Skarpliéðinn, nokkurn tima verið til? Ég spyr af því, að ég hef heyrt marga segja að þetta sé bara skáldskapur og öll þessi hreystiverk ekkert nema tilbúningur, og að Kiljan sé búinn að sanna að þessir gömlu víkingar og kappar hafi ekkert verið nema lúsugir ræflar, sem piss- uðu í brunna. Ef þetta er satt, hvers vegna er þá verið að eyða tíma okkar í það að láta okkur læra þessa vitleysu, og láta sem maður eigi að trúa að þetta liafi allt verið eins og það er I þessum fornsögum? Ég hef spurt sögu- ltennarann, en hann fer bara undan á flæmingi og vill ekki segja neitt ákveðið. Með kærri kveðju. Tólf ára. Margs spyr þú tólf ára, og þykir mér ekki óeðlilegt að erfitt verði að svara spurningum þínum, þegar þú eldist. En fákænskulega hefð ir þú þótt spyrja fyrir svo sem fimm ára- tugum, þegar bæði Biblían og Njála voru enn heilagur sannleikur spjalda á milli. Nú hefur Njála að minnsta kosti nokkuð sett ofan, og þó ekki eins og sumar aðrar forn- sögur okkar, það er að segja þegar eingöngu er miðað við sannleiksgildi, Sem listaverk að máli og stíl eru þær þó ekki síður dáðar en áður. En ætli það sé ekki einmitt sísvona svar, sem þú kallar að „fara undan í flæm- ingi“, — mætti segja mér það. Og fyrst þú minnist á sögu Kiljans í þessu sanibandi, þá held ég að ég megi fullyrða, að hún sé ekki sannari um sögulegar staðreyndir en Islend- ingasögurnar upp og ofan. Snjóflóðið mikla í Hnífsdal. Kæra Vika. Víst getur þú nú ekki frætt mig um, hve langt muni nú vera síðan að snjóflóðið mikla féll í Hnífsdal, og einnig hve margir fórust í því? Þakka fyrirfram upplýsingarnar. Bessi. Snjóflóð það, sem ég geri ráð fyrir að þú eigir við, féll stundarfjórðungi fyrir klukkan níu að morgni föstudagsins 18. febrúar 1910, og eru því rétt fimmtíu ár síðan. Tuttugu manns fórust í flóðinu, auk þess slösuðust margir. Stórkostlegt vandamál ... Kæra Vika. Getur þú ekki komið því til leiðar, að fundið verði gott orð, sem fer vel í munni, og nær yfir bæði kvenkyns og karlkyns hjúkrunarkonur — til dæmis eins og hjúkrunarnemi, en það orð leysir vandann prýðilega fram að prófi. Orðið hjúkrunarmaður er mesta ólán, og festist von- andi aldrei i málinu. Þökk fyrir margt gott. Jói. er nafnið á nýja, fallega jakkanum, sem allar ungar stúlkur dreymir um að eignast. Gerður úr bezta fáanlega skinnlíki í bláum, gulum, mosagrænum og appelsínu-rauðum lit. Stærðir: 12 - 14 - 16. Sameinaók^erksmidjuafgreidslan BRÆDRABORCARSÍIC 7 - RfYKJAVUt

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.