Vikan


Vikan - 22.12.1959, Blaðsíða 19

Vikan - 22.12.1959, Blaðsíða 19
I \ í \ / Gargað d pjdsustslinn Rætt við ungfrú Asdísi Kvaran Hún gekk ákveðnum skrefum inn eft- ir góifinu, hnarreist í fasi, úlpan frá- hneppt, köflóttar síðbuxur, rauð peysa meö víðum kraga. Hún staðnæmdist við innsta borðið. — Þetta unga fólk nú á dögum. —• Ertu að leita að einhverju? Komdu bara að borðinu til okkar, og tylltu þér niður. Ásdis Kvaran varð við ósk okkar, og þegar pían kom, sögðum við molakaffi. Það var ekkert sérstaklega gott, en ekki verra en gengur og gerist á sjoppunum. Ásdís hafði smakkað það miklu verra, — hún er mjög vön í sjoppunum. — Finnst þér ungt fólk fara iila með tímann, Ásdís? — Miðarðu við mig? — Bara almennt. — Ég er orðin dálítið hrædd við þetta fulltrúastand síðan í fyrra í útvarps- þættinum. Maður má svei mér passa sig á því að taka ekki að sér að vera full- trúi fyrir yngri kynslóðina. En ég fyrir mitt leyti, — mér finnst ég fara vel með tímann, — les Einar Ben. og Is- lendinga sögur. Hvað viltu hafa það betra? — Og þér líkar vel við sjoppulifið? — Ég er búin að sitja á kaffihúsum i fjögur ár. — Já, ég hélt, að það væri hægt að gera Reykjavik að skemmtileg- um bóhemískum bæ með því einu að sitja á sjoppum. Þetta var aðallega ein ákveðin klika, — við vorum i skóla og héldum, að það gæti blessazt að sitja þar meiri part dags og svo mundi lær- dómurinn koma einhvern veginn af sjálfum sér. — Ertu komin á aðra skoðun núna? Mýja konan hans Vadim Ásdís Kvaran — eldri kynslóöin sízt til fyrirmyndar. — Massinn af þessum krökkum er það ekki. En við hverja eigum við að miða: góðu börnin, sem mæta i skólunum, eða intellígens- ana, sem sitja á Laugavegi 11 og þykjast hugsa um bókmenntir og listir, eða bara gæjana og pæj- urnar almennt? Jú, ég skal segja þér, að sumir eru svartsýnir. Það eru til dæmis þeir, sem hafa lifað hluti, sem þeir höfðu ekki þroska til að mæta. En þegar öllu er á botninn hvolft, þá get ég vel tekið undir það, að Reykjavík er dá- samlegur bær — — með öllu sinu snobbi og smásmuguskap. Og þeir, sem hæst æpa, velta sér hvað mest upp úr löstunum. Ég hugsa, að við séum eitthvert mórallaus- asta fólk, sem til er. — Eldri kynslóðin lika? — Ég sagði víst nóg um hana í útvarpsþættinum hans Sigurðar á dögunum. Ég þorl varla að minn- ast meira á það. Ja, þvílíkur hávaði. Mér fannst það nú mlklu meira en efni stóðu til. — En þér finnst eldri kynslóðin sízt til fyrirmyndar? — Ekki orð um hana meira. Mér finnst svo erfitt að sitja svona kyrr, þegar ég tala. Ég vil æða um gólf með handapati. — Þú messaðir á Möðruvölium i fyrra. Það varð nú eitthvert moldviðri út af því. — Það þýðir ekkert að segja fólki neitt um þann atburð. Það glottir bara út 1 annað. Það held- ur, að við höfum verið með dans og drykkjulæti og jafnvel jarðað einhvern. Það hafa gengið ótrú- legustu historíur um þessa athöfn. — Það hefur þá ekki verið eins ægilegt og af er látið? — Nú, við fengum bara skyndi- lega köllun, — okkur fannst, að það yrði að skíra drenginn. Skrít- ið, að fólk skuli ekki geta skilið Framhald á bls. 2L - Lærdómurinn er bara vinna. Það er rétt eins og vera verkamaður. — Líturðu á þennan liðna tima með mikilli eftirsjá? — Geysilegri, — fortíðin er dásamleg, eða það íinnst mér að minnsta kosti. — Framtiðin gæti nú borið eitthvað skemmtilegt í skauti sínu líka. — Lofaðu mér að hugsa. — Sjáðu til, maður var svo svalur á þessum ár- um og fyrirleit allar borgaralegar venjur. Nú er þetta smám saman að breytast, og maður er svo sem að verða eins og allir hinir. — Ég hef heyrt fólk tala um, að þú sért mjög sérstæð í klæðaburðl. — Jæja, ekki spyr ég að, — maður hefur svo sem heyrt þetta líka. Ég var víst 13 ára eða svo, þegar ég byrjaði að ganga í síðbuxum, og síðan hefur maður fengið marga pilluna. — Eins og það sé eitthvað athugavert við síð- buxur? Það mundi enginn taka eftir þessu í stórborgum erlendis, en hér eru það helvítis þrengslin. Það er annars furðulegt með þessa múgsál, sem alla gleypir. Já, hér um bil aila. Það fer i taugarnar á mér, þetta blessað fólk. Farðu hérna út á götuna og sjáðu þess- ar, sem eru að stæla útlendar filmstjörn- ur. Þær ganga um, þessar pæjur, með flaksandi hár og úfið og drullugar í þokkabót. Ég gæti gargað á þennan pjásustæl. Þær ganga með rassinn langt á eftir sér, og fótaburðurinn er eins og þær væru í þýfi. Nei, þá bera karl- menn sig betur. Klæðaburðurinn hefur ekkert að segja hjá göngulaginu. — Það ætti kannski að kenna krökk- ungum að ganga i barnaskóla? — Blessaður góði, það þýðir ekki neitt. Ef einhver réttir úr kryppunni, þá er hann talinn montinn, og hann fær ekki frið, fyrr en hann er kominn í keng aftur. — Finnst þér ungar stúlkur vera of lauslátar? — Það er ekki lauslæti, sem einkennir þær, — það er fyrst og fremst druslu- skapurinn. Ég held, að það sé ekki brýnt nægilega fyrir ungum stúlkum að vaska af sér skitinn og fara i bað eins og einu sinni á dag. — Það er slæmt, ef þær eru svona óhreinar innan undir fínu kápunum. En heldurðu, að ungt fólk sé svartsýnt á lifið og tilveruna? Franski leikstjórinn Roger Vadim giftist á sínum tíma óþekktri, ungri stúlku, sem hét Brigitte Bardot. Hann gerói hana heimsfrœga, en hjóna- bandiö entist skammt. Seinna komst Vadim í kynni við Annettu Strayberg frá Danmörku. Nú eru þau gift, og svo er aö sjá sem Annetta sé mjög lík fyrri konu leikstjórans..

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.