Vikan


Vikan - 22.12.1959, Blaðsíða 30

Vikan - 22.12.1959, Blaðsíða 30
Heims um ból . . . Framhald af bls. 5. erkibiskupsins. Hann var löngum í herferð- um og stóð í orustum, en Anna kona hans varð að sjá fyrir sér sjálf og syni þeirra. Hún hafði ofan af fyrir sér með þvi að prjóna, og var það rýr atvinna. Þegar hún dó, var Jósef barn að aldri og varð þá munaðar- laus. En honum varð það til happs, að að- stoðarpresturinn við dómkirkjuna, hinn há- virðulegi séra Hiernle, veitti því athygli, hve greindur hann var og vel gefinn. Hann tók að sér munaðarleysingjann og kom honum í Sankti Pétursskólann í Benediktsklaustrinu í Salzburg, en það var viðfrægur skóli. Þar stundaði Jósef nám sitt af siikri alúð og dugnaði, að hann hlaut sérstakt lof kenn- ara sinna. Það var hans mesta yndi að syngja í söngflokki kiaustursins. Söngur var hans líf og yndi. Og munkarnir í klaustrinu áttu fullt í fangi með að svara öllum spurning- um hans um þá hluti. Hann dreymdi um að verða víðfrægur söngvari og fljúga á vængj- um sönglistarinnar út í viða veröld, ef til vill aila leið til Vínarborgar, þar sem keisarinn hafði aðsetur sitt. En þegar hann skýrði fóstra sínum frá þessum draumórum sinum, fékk hann hara daufar undirtektir hjá þeim góða guðsmanni. Jósef átti að verða prestur. Um það dugðu engar vífilengjur. Og til þess að forða honum frá að víkja af þeirri beinu braut, kom séra Hiernle því til leiðar, að hann var settur til prestþjónustu í fjalla- þorpinu iitla, jafnskjótt og hann hafði lokið námi og hlotið vigslu. Þegar hann kom í þorpið, hitti hann þegar annan aðkomumann nýkominn. Það var kennarinn, Franz Xaver Gruber. Hann var fimm árum eldri en séra Mohr. Hann var mjög ánægður með hlutskipti sitt, að hafa hlotið kennarastöðuna í þorpinu. Gruber hafði ekki átt þvi láni að fagna að eiga mikils- megandi fósturföður eins og presturinn. Foreidrar hans voru vefarar i litlu þorpi, sárfátæk. Franz var hneigður til söngs þegar á barnsaldri eins og Jósef Mohr. En faðir hans, sem var liarður karl í horn að taka, bannaði honum með öllu að eyða tímanum í þann hégóma. Drengurinn varð að sitja í vefstóln- um frá morgni til kvölds, og það var ekki fyrr en seint á kvöldin, þegar faðir hans var sofnaður, að hann gat laumazt að heim- an i kennslustundir sínar hjá organistanum, Andrési Peterlechner. Hljóðfæri hafði hann ekkert tii þess að æfa sig á. Þess i stað æfði hann fingur sína á spýtukubbum, sem hann festi á nagla í veggnum uppi i þakherberg- inu, þar sem hann svaf. Nú viidi svo til einn sunnudag, að Peter- lechner var veikur. Hann gat þvi ekki komið til kirkju. En söfnuðinum brá i brún, þegar hann heyrði samt áður, að leikið var á orgeiið. Hljómar þess fylltu kirkjuna, miklir og fagrir. Þegar það joagnaði i messulok, varð dauðaþögn í kirkjunni. Fólk hélt niðri i sér andanum. Aldrei hafði það heyrt svona vel leikið á orgelið áður. Og þegar það gægð- ist inn i söngstúkuna, sá það, að það var enginn annar en Franz litli Gruber, sem hafði setið við hljóðfærið. Hann hafði feng- ið leyfi kennara síns til þess að sýna, hvað hann gæti, og honum hafði tekizt vel. Faðir hans hafði verið í kirkju, og þetta varð til þess, að hann skipti alveg um skoð- un á sönglistinni. Hann hafði sparað sam- an dálítið fé, og fyrir það keypti hann nú spinettu handa syni sinum. Það er gamalt liljóðfæri, líkt og lítil siagharpa, með falleg- um, blíðlegum tónum. Þetta hljóðfæri hafði Franz með sér, þegar hann komst i fram- haldsskóla í borginni og seinna í kennara- skóia. En áður en hann lauk námi, var það orðið ónýtt. Hann var tuttugu og níu ára gamall, þegar hann fékk kennarastöðuna í þorpinu. Þá var hann hljóðfærislaus. En brátt lærði hann að leika á gitar hjá vini sinum. nrestinum, og var það skólahörnun- um óuianrMn ánæffia. Oft stóðn þau á götunni biá r>rpstsscti-inu os hlustuðu og sögðu: „Heyr- ið hið. nú svngja þeir saman, presturinn og kennarinn“. Þeir höfðu þekkzt í tvö ár á jólunnm, sem áðnr er sagt frá, þesar séra Jósef Mohr orti sálminn. Hann hafði næstum gleymt frægðardraumum bernskuáranna, og ekki kom honum til husar, að þessi sálmur kæmist nokkiirn tima út fyrir dalinn og yrði honum tii lofs og frægðar. Hann hafði ekki gert ann- að en færa dýrð jólanna, sem honum hafði birzt, í búning orðanna. Og hann langaði að gefa vini sinum sálminn i jólagjöf. Snemma um morguninn fór liann' með hann til Gru- bers. Kennarinn las liann undir eins, ekki einu sinni, heldur tvisvar. Hann komst mjög við og sagði: „Þetta er jólasálmurinn. sem okk- ur hefur vantað. Guði sé iof“. „En meðan iagið vantar við hann er hann ekki nema hálfur“, sagði séra Mohr. Franz Gruber lét til ieiðast að semja lag við sálminn. Orgeiið í kirkjunni var bilað, og þurfti hann því ekki að vera við messu. Hann tók þvi strax til við að semja lagið. En presturinn vann sín skylduverk. Eins og siður var á jólunum, var mynd úr vaxi í kirkjunni af jötunni og Jesúbarninu og Mariu mey og Jósef, sem stóðu hjá. Séra Mohr fannst, að aldrei hefði honum sýnzt myndin jafniifandi og nú. Þó að ekki væri leikið á orgelið, þóttist hann heyra klukknahljóm og söng, meðan á messunni stóð, eins og himnesk- ir hijómar ómuðu í kirkjunni. Skömmu eftir messu, og fyrr en ráðgert var, kom Franz Gruber að finna hann. Hann var með nótnablaðið í hendinni og bros- andi út að eyrum. „Hérna kemur það“, sagði hann. „Það var auðvelt, orðin þin sungu sig sjálf. Við skulum ieika það“. „Hvernig getum við það?“ sagði prestur- inn. „Við höfum ekkert orgel“. Gruber hló. Hann liafði munað eftir þvi og sett út lnffið fyrir jiað, sem fyrir hendi var, tvær raddir og gitar. „Góður guð heyrir til okkar“, sagði hann, ,,þó að við höfum ekkert orgeI“. Þetta var á jóladaginn 1818. .Börnin i þorn- inu stóðu enn sem oftar á götunni hjá nrestssetrinu oíj kinkuðu kolli hvert til annars. Þau vissu ekki, að hér var merkilegur atburður að gerast. Sízt gat þeim til hugar komið. að bér var i fvrsta sinn sungið iag, sem átti eftir að verða kunnuet i ölium iönd- nm. þar sem iól pru haidin. Þau heyrðu aðeins, eíns og svo nft áður, að presturinn og kenn- arinn voru að svngja og léku undir á gitar. Heirrw nm hól helq eru jól. Sif/nucS mær son qufls ól, frelsun mnnnunnci, frelsisins lind, frumglæfli Ijóssins. En gjörvöll mannkind meinvill i mgrkrunum lá. JÓLAGJAFIR Til jólagjafa Kven- og karlmannsúr, stofu- klukkur, eldhúsklukkur, vekjara- klukkur, skákklukkur. Nivada Tissot Roamer Alpina Terval «sa ííss Kienzle Junghans Mauthe Smiths Úrval af gjafavörum hentugum til jólagjafa URVIDGERDIR fljótt og vel af hendi leystar Nivada \ Jfívada VÖNDUÐ ÓDtB ® i. -m. -«-7) Póstsendum um allt land Mflönús E. Bnldvinsson úra og skartgripaverzlun Laugavegi 12 - Sími 228 04 80 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.