Vikan


Vikan - 22.12.1959, Blaðsíða 33

Vikan - 22.12.1959, Blaðsíða 33
„Ég hef andstyggð á..“ Framhald af bls. 7. .... í þessari nýju útgáfu af „Vort daglega brau8“ eru tíu ný kvæði. Þau eru listrænt séð það lang bezta, sem Vilhjálmur hefur ort. Kvæðin eru bókmenntalegur viðburður." Kristmann Guðmundsson ritar i Morgunblaðið 1951: . Svona skáldskapur getur ekki gleymzt, hvernig sem að er farið ... Hann er gott skáld og getur orðið stórum meira skáld ... „Herbergið mitt“ og „Jesús Kristur og ég" munu sjá um að framtíöin geymi nafn hans.“ Þ. J. segir í Eimreiðinni 1949: „Vilhjálmur frá Skáholti getur rólegur gefið út sín ljóð. Þau sýna mann, sem hugsar oft vel og djúpt og þorir að segja það, sem hann meinar ... Ef til vill á Vil- hjálmur eftir að yrkja ljóð, sem af bera. Ég held að hann hafi hæfileika til þess." Halldór Stefánsson skrifar i Tímarit Máls og menningar 1957: „Ný ljóðabók eftir Vilhjálm frá Skáholti vekur alltaf forvitni mína, og ég hef ekki enn orðið fyrir vonbrigðum af þessu gáfaða skáldi, sem af djúpri íhygli yrkir um mannlegar ástríður, mannlegar vonir og veikleika og týnir aldrei sjálfum sér i voli eða bölsýni en heldur sínum hlut með fullkominni karlmennsku og hvet- ur aðra til þess.“ Sjálfur segir Vilhjálmur: — Þeir skrifa vel um ljóðin mín, en þeir fara varlega. Þeir vilja ekki segja of mikið. Það er samfylgdin við Bakkus konung, sem liggur að baki. Ég hef verið i fylgd með honum mestan hluta ævinnar — staðið í þessu stríði, sem enginn þekkir nema sá, sem hefur reynt Það." Léttara hjal. — Meiri kaffisopa? Þetta er betra kaffi, ný- áhellt. Herbergið er ekki stórt, en það er hlýlegt. Skrýtið, hvað herbergi geta verið mismunandi hlýleg. Eða eða eru það kannski bara persónurnar i herbergjunum, sem skapa hlýleikann? Ef til vill getur kuldalegt herbergi orðið hlýlegt við það eitt að skipta um leigjanda. Kannski hefur þetta herbergi einhvern tíma verið kuldalegt. Svo hefur Vilhjálmur sett á það sinn svip. Það er hlýlegur svipur. — Það er gott að búa hérna. Ég er búinn að vera hér í þrettán ár og hef aldrei verið svo lengi á sama stað fyrr. Það býr margt fólk hér i bragg- anum og sitt af hverju skeður. En enginn getur sagt neitt, þvi að það á enginn sérstakur húsið, held ég. Hér er hlegið og grátið, elskað og sleg- izt, og ekki alltaf næði til að skrifa. En mér feil- ur staðurinn vel. Ég skrifa svona tvær blaðsiður á dag — ég er ánægður með þau afköst að meðal- tali. Stundum líður vika án þess að ég stingi . niður penna. Aðra tíma aukast kannski afköstin. Það er þykkur handritastafli á einni bókahill- unni. Vilhjálmur klappar viðkvæmnislega á stafl- ann. — Þetta er fyrsta bindið af skáldsögunni. Ég er búinn með það fyrir löngu. Nú er ég að skrifa annað bindið. Það er farin að færast ró yfir mig í §einni tið. Verkið hefur róandi áhrif á mig. Ég ætla mér að vera búinn að gera einhver góð verk, áður en ég drepst Það, sem eftir er, hef ég ákveðið að helga skáldskapnum. Það veitir mikla útrás að ljúka verki, sem maður er ánægður með. Þarna eru bækur og aftur bækur hvert sem litið er. — Ég les mikið, — yfirleitt alltaf lesandi nema þegar ég er að föndra við skriftirnar. Af ungum íslenzkum rithöfundum finnst mér Þorsteinn frá» Hamri beztur. Og af þeim ljóðskáldum, sem á* síðari árum hafa gefið út bækur, þeir Guðmund- ur Böðvarsson og Tómas Guðmundsson. Lífeyristryggingar Lífeyristryggingar Lífeyristryggingar Athygli skal vakin á, að við getum boðið mjög hagkvæmar LfFEYRISTRYGGINGAR, cru þær jafn hentugar einstaklingum, sem vilja tryggja sér lífeyri á efri árum og fyrirtækjum eða stofnunum, er tryggja vilja starfsmönnum sínum eftirlaun frá ákveðnum aldri. Skattalögin leyfa frádrátt á iðgjöldum af slíkum lffeyristryggingum allt að 10% af launum, þó ekki hærri upphæð en 7.000,00 kr. á ári, og 2.000,00 kr. árlegan frá- drátt fyrir venjulega líftryggingu. Þeir sem á þessu ári ætla að notfæra sér þessar ívilnanir löggjafans verða að ganga frá tryggingunum fyrir áramót. Þú sérð hann fyrir jólin niöri í Aðalstræti með blómin og jólatrén. Þú sérð strax, að hann er „einhvern veginn öðruvísi en hinir". Það sópar að honum, hvar sem hann er. Kannski heyrir þú lika í honum áður en þú kemur fyrir hornið. Honum liggur hátt rómur — hann þarf ekki að hvísla og þorir að láta alla heyra það, sem hann hefir að segja. Rödin heyrist viða Það er ekki vafi á, að hún á eftir að hljóma áfram í kvæð- unum eftir hans dag. Það orð, sem talað er af innstu sannfæringu og dýpstu hreinskilnl, lifir lengst. ★ ölajur Gaukur. VIKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.