Vikan


Vikan - 22.12.1959, Blaðsíða 23

Vikan - 22.12.1959, Blaðsíða 23
íélagsskapur, sem þér mun iiugstæbastur er g]ör- ólíkur öllu því, er ég kýs aö starfa að.“ „ÞaÖ er ást ^kkar, sem öllu máli skiptir nú, semna getum við rætt um markmið og leiðir í þjóðmálum og öðrum félagsmálum." ,,Já, ástin, þú talar svo mikið um ástina og veizt lika að fögur ástarjátning er lykill að hjartanu og gæti auðveldlega villt fyrir veiklyndri og í- stöðulítilli konu. En ástin er þér ekki heilög frem- ur en aðrar mannlegar tilfinningar, hún er þér aðeins tæki þorparans til þess að koma fram vilja sínum." ,,Nú ert það þú, sem einskis svífst, Áslaug," sagði tJlfar sárum, heitum rómi. „Þú gerir allt, sem þér getur hugkvæmst til að særa mig og auðmýkja. Þú varpar á mig allri sökinni á því, hvernig komið er fyrir þér, að þér finnst þú sitja föst sem í gildru. en það er vegna þess að þú hefur ekki hugrekki til að bjóða almenningsálit- inu byrginn, ekki hugrekki til þess að höggva á hnútinn og fylgja mér héðan í nótt frá vesal- menninu, sem gugnar ef andað er á hann, frá þessum skakka og skælda, marrandi timburkofa, frá silaskap og þröngsýni afdalamennskunnar, frá úfnu og gráu hrauni, frá þessum nöktu og napurlegu fjöllum, sem girða fyrir alla útsýn. Komdu með mér héðan. Þú hefur einskis i að missa, en allt að vinna. Almenningsálitið fyrir- gefur þeim, sem elska mikið og meiri sælu en þig hefur nokkurn tima órað fyrir." „Ég ætla ekki að slá þig aftur, Úlfar, því að nú hef ég betri stjórn á skapi mínu en i gær- kvöldi. Ég ætla heldur ekki að skattyrðast við þig, né reyna til að skýra það fyrir þér, hvers vegna öll tilboð þín um gull og græna skóga, drottningartign og ástarsælu verka aðeíns á mig eins og öfgar i lélegum reifara. En ég ætla að ráða því hér á mínu heimili, hversu lengi ég hlusta á þreytandi mælgi óvelkominna gesta, það eru mín síðustu orð við þig; því að í nótt er þér heimil gisting, en að morgni verður þér fylgt héðan. Þú ratar leiðina i gestaherbergið. Góða nótt!“ j Áslaug sneri baki að gesti sínum, og í þögn- inni, sem fylgdi á eftir orðum hennar veitti hún því fyrst eftirtekt að hríð var skollin á, veður- hljóðið fór vaxandi. Ef til vill var maður hennar nú á heimleið, einn? Það var alveg eins liklegt að hann hefði afþakkað samfylgd. Undarlegt að hann skyldi ekki vera kominn heim. Hann hafði varla setzt að á Syðstabæ, nema mikil ástæða væri til. En væri barnið dáið eða dauðveikt, hafði hann ef til vill ekki getað yfirgefið harmþrungna foreldrana. „Áslaug,“ sagði Úlfar lágt. Hún vatt sér snögglega að honum. „Hvers vegna ertu hér inni, þegar ég hef sagt þér að fara?“ „Fyrirgefðu mér, Áslaug, ég hef gengið of langt, ég viðurkenni það. Vertu nú sáttfús, og hrektu mig ekki frá þér, þú ef til vill þarfnast vináttu minnar og aðstoðar, áður en langt um líður.“ „Hvað áttu við? Ertu með illspár? Ég vil ekki tala við þig, ég hef um annað að hugsa. Það er gengið upp með versta veður og loftvogin hrapar niður úr öllu.“ Áslaug tók viðbragð, þaut fram i forstofuna og reif upp útihurðina, hríðargusan, sem skall á vit hennar, um leið og hún opnaði, var hörð og sár eins og nálardropar, hún hopaði undan til þess að ná andanum og hrópaði út i náttmyrkrið og nístandi norðanhríðina: „Páll! Páll!" Hún fékk ekki annað svar en öskrið í storm- inum. Páll mundi varla heyrá til hennar, jafnvel þó að hann væri kominn alveg heim undir hús- vegg. Hún tvísteig i forstofunni, yfirkomin af ótta og eygði engin úrræði. Væri Páll úti í þessu voðaveðri, ef til vill langt frá bænum, mundi enginn mannlegur máttur geta bjargað honum, eða var nokkuð hægt að gera? Halldór mundi einn geta sagt henni það, hann hafði langa reynslu að baki og var greindur og gætinn mað- ur, og hann var svo samvizkusamur að hann mundi aldrei fullyrða neitt, sem ekki fengi stað- izt. Það hafði verið mikið lán fyrir Pál, lán fyrir — Ég ætla ekki að slá þig' aftur, Úlfar. því að nú hef ég betri stjórn á skapi núnu en í gær- kvöldí. En ég ætla að ráða því hér á rnínu heimili, hversu lengi ég hlusta á þreytandi mælgi óvelkominna gesta. þau bæði að hann skyldi kjósa að fylgja staðn- um og ráða sig hjá nýja prestinum, sem kom á eftir gamla húsbónda hans. ,,Halldór!“ kallaöi hún inn í eldhúsið og hann kom óðara fram til hennar. „Það verður að reyna i.8 fara til móts við prestinn, jafnvel alla leið að Syðstabæ," sagði hún. „Mér finnst mjög ó- trúlegt að hann hafa setzt þar að.“ „Það er að ganga upp með aftakaveður, þó’ að við piltarnir færum út og reyndum að leita mundi það engan árangur bera, það er glórulaust, og mannsrödd má sín einskis i þessum stormi.“ , En ég get ekki beðið svona, án þess að nokk- uð sé að hafst. Ég get það ekki, Halldór, og ef þið áræðið ekki, karlmennirnif, þá fer ég sjálf, með ljósker i hendi og kalla eins og ég hef rödd- ina til." Framhald í næsta blaöi. V I K A N 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.