Vikan


Vikan - 22.12.1959, Blaðsíða 16

Vikan - 22.12.1959, Blaðsíða 16
i dagar Nýstárlegt veggskraut Nokkur elleftustundar \ ráð Hér kemur skemmtileg hugmynd um frumlegt veggskraut. Finnið 2 flöskur með sama formi. I?úið til pappa- hring á stærð við botn flöskunnar. Iílippið nokkuð stórt gat á pappahringinn. Takið nú bastið, sem gjarn- an má vera í sterkum litum, og sníðið ]iað niður, þannig að bastþræðirnar liggi tvöfaldir upp úr hringn- um á botninum eins og sést á skýringarmyndinni, og nái rlálítið upp fyrir stútinn á flöskunni. Þræðið nú þannig bastþræðina í pappahringinn allt i kring. Fléttið nú nokkuð langa bastfléttu með 4 þráðum i hverri þráðasamstæðu. Þessi flctta má gjarnan vera í öðrum lit en það, sem er utnn um flöskuna. Brcgðið nú fléttunni um stútinn á flöskunni, yfir bastþræð- ina, og hnýtið fasta. Klippið á styttri endann um 2 sm frá stútnum. Hinn endinn er hafður i einu lagi milli flasknanna, og er gengið frá honum á sama hátt og liinum. Hengið flöskurnar upp, og setjið i þær blóm, livort heldur er þurrkuð eða fersk. Gætið þess að ofþreyta yður ekki. Jólin eru einskis virði, ef þér eruð í rúst af þreytu, þegar þau hefjast. Látið fylla olíutankinn við húsið og benzíntankinn á hílnum. Það er auðvilað búið að ákveða fatnaðinn á fjölskylduna yfir jóladagana. En það skyldi nú ekki vera, að einhversstaðar vantaði tölu eða smávægilega viðgerð. höfum viö hér eina tillögu um litla jólagjöf, sem hægt er að búa til á síðasta augnabliki Ef þér hafið gleymt einhverjum, sem endi- lega átti að fá heimatilbúna jólagjöf, þá skul- uð þér búa til servíettur í einum hvelli, þvf að tíminn er naumur. Fljótlegast er auðvitað að gera þær, ef þér hafið nýtizku saumavél. Kaupið í þær einlitt hörléreft eða eitthvert líkt efni. Saumið f þær staf væntanlegs eig- anda, veljið siðan fallegt mynzturspor, og saumið það allt í kring. Að utan má svo annaðhvort falda þær cða draga úr þeim. Læknirinn minn segir: Beitið heilbrigðri skynsemi þegar slys ber að böndum Jafnvel þótt þér kunnið ekkert i hjálp i við- lögum, getið þér veitt mikið lið, ef þér eruð nærstödd, þar sem alvarlegt umferðarslys verð- ur, hvort heldur er á borgargötum eða þjóðveg- um úti. Hyggilegast cr þó að láta ógert að reyna að gera að meiðslum, þegar þannig stendur á, nema hintim slasaða blæði svo, að bcrsýnilcg h.utta sé á, að honum blæði til ólifis; þá ber vitanlega nauðsyn til að reyna að stöðva það. Annars er áreiðanlega bczta ráðið að beita heil- l>rigðri skynsemi sinni að þvi að koma hinum slasaða sem fyrst til læknis. K'ÁIÐ í lækni. Sjáið fyrst til þess, að einhver nái í lækni eða sjúkrabifreið. Munið, að mjög er áríðandi, að nákvæmlega sé sagt til um slysstað, slysið og meiðsli öll i því sambandi, — hvernig um- horfs sé á slysstaðnum og hvort nokkuð liafi þegar verið gert að meiðslum hinna slösuðu. — Þessar upplýsingar getað konxið lækninum að miklum notum og orðið til þess, að hann verði fyrr ferðbúinn. Sé hinn slasaði maður við fulla meðvitund, skuluð þér með öllu móti reyna að tala í hann kjark og hughreysta hann. Reynið að koma 1 veg fyrir, að hann sjái sjálfur meiðsli sín eða fái vitneskju um, live alvarleg þau eru, það er að segja, ef hann er alvarlega slasaður. Hinn slasaði getur bezt lýst liðan sinni fyrir lækninum, ef hann er með ráði og rænu. Reynið að búa sem bezt um hann og sjá svo um, að honum sé hlýtt, en þó ekki of heitt. Æskileg- ast er, að það sé sem næst eðlilegum likams- hita til þess að koma i veg fyrir taugalost. Sé rigning eða kalt, er mjög gott að vefja ábreiðu um hinn slasaða, jafnvel dagblöð gcta komið að haldi, sé ekki annað við höndina. Breiðið bæði yfir hann og undir, en farið eins gætilega að því og þér getið. Varizt að gefa liinum slasaða nokkur örvandi iyf, ekki heldur áfengi, cf þér hafið grun um, að um rneiðsl á liöfði, inavortis meiðsl eða innri blæðingar sé að ræða, Ef hinn slasaði er meðvitundarlaus eða við litla ineðvitund, eru allar líkur til, að hann hafi orðið fyrir höfuðmeiðslum. Reynið aldrei að koma vatni eða ncinum vökva ofan í slas- aðan mann, sem þannig er ástatt um. VARIZT KÖFNUN. Enn er eitt, sem veldur þvi, að varast ber að reyna að koma nokkrum vökva ofan i með- vitundarlausan mann, — það getur hæglega farið svo, að vökvinn renni ofan í barkann og kæfi manninn. Sé hinn slasaði liins vegar við fulla meðvit- und og ekkert bendir til, að hann hafi orðið fyrir innvortis hnjaski, er óhætt að svala þorsta lians. En biðjið hann samt að drckka hægt. Gott er að gefa honum lieitt kaffi að drekka, sér i lagi ef kulda setur að honuin. Áfengi gelur hins vegar alltaf gert meira tjón en gagn, og er þvl bezt að forðast það. Með einkarctti.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.