Vikan


Vikan - 22.12.1959, Blaðsíða 4

Vikan - 22.12.1959, Blaðsíða 4
Á þessum stað var Stille Nacht, heilige Nacht fyrst sungið. Iíirk-jan var rifin síðar og þessi kapella reist á staðnum. Lnngt úti i löndum, í dal nokkrum i nust- urrisku Ölpunum, stendur ævagamalt þorp. Það er mjög likt þvi enn i dag, sem það var fyrir tveimur eða þremur öldum. Timinn fer sér hægt þar uppi í fjallbyggðunum. Fjalla- búar taka ekki hröðum breytingum frekar en fjöliin sjálf. Eftir miSju þorpinu rennur straum- þung á. Skammt frá henni stendur hvit kirkja. Turninn er hár meS rauSum toppi. Allt i kring eru lágreist bændabýli. Þau eru meS hallandi þökum og grjótsig á þökunum. Þessi hús eru dreifð i kringum kirkjuna eins og Iitlir kjúklingar í kringum stúra, hvita hænu meS rauSum kambi. Og kirkjuklukkan í turn- inum kallar ibúana til sin, snjöllum og hvell- um rómi, alveg eins og hænan kallar ungnna undir vængi sina. Þegar þessi saga gerðist, veturinn 1818, var kirkjan orSin hrörleg og ellileg. Samt mun hún standa enn þann dag í dag. Á þeim dögum áttu nokkrir bændur og fáeinir handiSnamenn heima i þorpinu. Og viS og viS komu þangað kauiisýslumenn aðvifandi. í öllu þorpinu og nágrenni þess voru aðeins tveir menntaðir menn, prcstur- inn, séra Mohr, og kennarinn, Franz Xaver Gruher. BáSir voru þeir ungir og báðir að- fluttir, og tókst brátt með þeim hin hezta vinátta. Á hverjum sunnudegi hittust þeir til þess að syngja saman. Gruber söng bassa, en séra Mohr söng tenór og lék undir á gitar. Þá hópuðust börnin í þorpinu saman á göt- unni fyrir utan prestssetrið. „Nú syngja þcir saman, presturinn og kennarinn", sögðu þau og kinkuðu ko]Ii hvert framan i annað. Á aðfangadaginn veturinn 1818 sat séra Mohr aleinn inni i skrifstofu sinni og var að lesa í bibliunni. Sólin var sigin bak við vesturfjöllin, og snjóþaktir fjallatindarnir gnæfðu stálgráir upp af dimmum skóginum. Á stöku staS brá yfir þá bliki af fyrstu stjörnunum. Öll börnin i dalnum voru í fagnaðarleiðslu. Nú var aðfangadagskvöld að koma. Um miðnætti áttu þau að fá aS fara til kirkju. Þau voru komin í sparifötin, stúlk- urnar voru i viðum, marglitum pilsum og þröngum, borðalögðum treyjum, drengirnir i siðum buxum og fallegum vestum. ÖU höfðu þau hlý skjólföt úr ull eða loðskinnum, þvi að kalt er i Alpafjöllum á jólunum, og mörg þeirra áttu langt að fara til kirkjunnar. Á leiðinni niSur frosna götuslóðana báru þau blys í höndum, svo að til að sjá frá jiorpinu var dalurinn allur og hliðarnar eins og stórt jólatré með óteljandi blaktandi ljósum. En ungi presturinn gaf engan gatun að ljósa- mergðinni í dalnum. Hann sat við eikarskrif- borðið sitt og bjó sig undir jólaræðuna, sem hann átti að halda um lágnættið. Honmn varð tíðhugsað til fallegu borgarinnar, þar sem hann var fæddur og upp alinn. Þar var meiri gleðskapur á ferðum um jólin en hér í fjallaskögunum. Til þess að forðast sliknr hugsanir, sökkti hann sér niður i leslur guðs orðs. Ilann las livern kapitulann eftir ann- an, þangað til hann kom að sögunni um fjár- hirðana á völlunum, þegar engillinn kom lil ]teirra og sagði: „Sjá, ég boða yður mik- inn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum, þvi að yður er í dag frelsari fæddur . . Þegar séra Mohr var að lesa þessi orð, var barið að dyrum. Hann stóð upp og opn- aði. Það var komin bóndakona. Hún hafði yfir sér stórt sjal úr grófgerðu cfni. Hann kannaðist við hana og vissi, að hún átti 4 YIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.