Vikan


Vikan - 22.12.1959, Blaðsíða 11

Vikan - 22.12.1959, Blaðsíða 11
framan húsið, sagði hann, að hann væri l'ðsforingi í amerísku lögregl- unni og væri i eftirlitsferð á mótor- hjólinu og sneri kannske við íyrir framan húsið af Því hann þekkti sig og til að heilsa þeim. Þegar hann var orðinn saddur sagði móðir hans honum að lesa í skóla- bókunum sínum. Hann las fram að kvöldi, hlustaði á regnið falla, sá fyrir sér pollana sem mótorhjólið öslaði, og fannst hann sjálfur sitja á baki þess, blautur og karlmannleg- ur — móðir hans við gluggann og veifaði hendinni eins og hún væri að segja honum að koma. Hann sofn- aði við hlýjuna af likama hennar, meðan regnið féll fyrir utan glugg- ann og draumurinn fyllti sál hans. —O— Á leiðinni heim úr skólanum sá hann hermanninn á völlunum, ásamt öðrum hermönnum. Þeir stóðu í hnapp og voru að tala saman. Þetta undarlega mál, sem streymdi af vör- um þeirra og hann skildi ekki, vakti hjá honum þrá, sem hann heldur ekki skildi — þrá eftir að vera eitthvað annað en hann var, ókunnur og fram- andi sjálfum sér. Nokkrir strákar úr skólanum stóðu umhverfis þá í von um að fá sælgæti. Drengurinn nam staðar í dálítilli fjarlægð og virti þá fyrir sér. Hermaðurinn á mótorhjól- inu talaði mest. Hinir hlustuðu á hann, hlóu. og böðuðu út höndunum. Hann einn stóð kyrr og brosti og tal- aði í senn. Skammt frá þeim stóð mótorhjólið hans upp við staur, hlað- ið p'nklum. Nú gekk hann út úr hópnum að hjólinu, og strákarnir úr skólanum fylgdu honum eftir — allir nema drengurinn, sem stóð kyrr á sama stað en fylgdi þeim eftir með augunum. Hermaðurinn dró súkkulaði upp úr tösku, sem var áföst hjólinu, og strákarnir réttu fram hendurnar, hver af öðrum, síðan bandaði hann þeim frá sér og gekk i átt til félaga sínna Þá sá hann drenginn, sem stóð afsiðis, og gekk til hans og rétti hon- um einnig súkkulaði. Drengurinn, sem hafði fundið til sambands af stolti og afbrýðisemi gagnvart hinum strákunum, hristi höfuðið. En her- maðurinn varð því ákveðnari, horfði á hann með samblandi af hýru og undrun i augunum, tók hönd hans og lagði súkkulaðistykki í hana, fyrst eitt og síðan annað, brosti og sagði eitthvað, sem kitlaði drenginn niður í maga, svo hann varð feiminn og niðurlútur og þorði ekki að horfa í brún og stór augu hans. Síðan lagði hann höndina á koll drengnum og 1 gekk til félaga sinna. Drengurinn rankaði við sér, þegar einn strákanna spurði, hvort hann þekkti hermanninn á mótorhjólinu. Og hann sagði Já, og jafnframt rann það upp fyrir honum sjálfum, að hann þekkti hann — þekkti hann eins og sjélfan sig. Hann gekk heim án þess að taka eftir því, að hann öslaði ofan i pollana eftir rigninguna daginn áð- ur og varð blautur í fæturnar. Móðir hans skammaði hann og lét hann hafa þurra sokka, án þess að hann veitti því athygli. Hann sýndi henni súkkulaðið, sem hermaðurinn hafði gefið honum — eitt handa hon- um og annað handa henni. Hún spurði, hvort hann hefði sagt, að það væri handa henni. Já, það var handa henni. Hún hélt því á milli handanna eins og það væri brothætt, og skömmu seinna sá hann, að hún stakk því upp í bollaskápinn Síðan spurði hún, hvort hann hefði sagt eitthvað fleira. Hann sagði henni að hermað- urinn hefði spurt, hvað hún héti og hvort liann gæti gefið sér mynd af beim — honum og henni, og hvort hún gæti sent honum kaffi niður á vellina, þegar hann væri að æfa. Eftir mat sendi móðir hans hann út í búð til að kaupa með kaffinu. Þegar hann kom aftur hafði hún sett heitt kaffi á brúsa, bjó síðan um brauðið og kökurnar í skríni og rétti honum að lokum hvítt umslag. „Það eru myndirnar,“ sagði hún — „af okkur“. Hún fvlgdi honum út á tröppurnar og horfði á eftir honum, þar sem hann gekk og þræddi fyrir pollana. Hann hægði á sér, þegar hann var í smásagnakeppni Vikunnar hlaut Ingimar Erlendur Sigurðsson Hann er Akureyringur að uppruna, fæddur þar árið 1933, og átti heima á Akureyri til 6 ára aldurs. Síðan hefur hann átt heimili á 18 stöðum í Iieykjavík og víðar. Ingimar skrifaði skáldsögu 12 ára og fyrstu smásög- una einnig um það leyti. Honum kom í hug, að kennarastarf mundi vera vel til þess fallið að iðka með því skriftir og settist í Kenn- araskólann. Hann lauk því námi raunar ekki til fulls, en hafði konu upp úr krafsinu og settist síðan að í þorpi við ísafjarðardjúp. Þar gætti hann barna sinna og hóf iafn- framt að skrifa skáldsögu, en konan kenndi við skóla í plássinu. Þótti það hið mesta hneyksli þar vestra, segir Ingimar, en sög- unni hefur hann ekki lokið enn. Hann hefur annars fengizt við margt: sjómennsku, land- búnað, verið sendisveinn, og nú í sttmar byriaði hann sem blaðamaður hjá Morgun- blaðinu og starfar þar við öflun innlendra frétta. Hér hafið þið verðlaur.asöguna. Gerið þið svo vel. Ingimar hefur gefið henni nafnið: VIKAN Á UGU drengsins spegla í senn innri og ytri veruleika, ■— létt móða fellur af vitum hans ' á gluggann innan frá, þar sem munnur hans nemur við rúðuna. Úti fellur regnið á auða og mannlausa götuna, þétt og hljóðlega eins og í draumi, safnast í polla á götunni, hverfur glitr- andi á grasið framan við húsið, og gagnsæir droparnir setjast á rúðuna og renna hægt og treglega niður eftir henni. Að baki sér skynjar hann hreyfingar móður sinnar, sem renna saman við kenndir hans eins og kynlegt viðlag við regnið og drauminn. Hann dreymir um föður sinn, sem er á himnum hjá guði. Þótt hann hafi aldrei séð hann er mynd hans falin í ósk hans og þrá, sem stundum verður svo sterk, að hún nærri því fram- kallar myndina, þegar karlmenn heimsækja móð- ur hans og hann reynir að finna í hreyfingum hennar eitthvað, sem muni láta ósk hans rastast til fuils. — Einu sinni hafði hann haldið, að það myndi rætast og sofnaði sæll frá pískri hennar og manns, sem kom með þvott. Um morguninn var maðurinn farinn, og hann sá hann aldrei frar.iar. Móðir hans var vandræðaleg, eins og hún hefði samvizkubit gagnvart honum, og hann gætti sín að spyrja ekki neins og var óvenju blíður og góður við hana hana á eftir. — I-Iann losnar til hálfs úr hugrenningum sínum, eyru hans taka að greina fjariæga mótorhjóla- skelli fyrir utan. Von bráðar sér hann mótor- hjólið og manninn, þar sem hann nálgast hægt og reynir að stýra hjólinu fyrir mestu pollana, en öðru hverju öslar það ofan í holur og mað- urinn hossast á baki þess. Þegar hann nálgast húsið hægir hann enn á ferðinni, nærri þvi stanz- ar, og drengurinn bíður þess í ofvæni, að hann líti upp og beri höndina að einkennishúfunni, eins og venjulega, um leið og hann snýr hjólinu og heldur sömu leið til baka. Móðir hans er komin að glugganum, og hlý móðan frá vitum hennar blandast léttri móðu drengsins á rúðunni. Og nú lítur hann upp og ber höndina að húfunni i kveðjuskyni og brosir, svo rauðar og votar var- irnar koma betur i Ijós. Fögnuður fer um sál drengsins. Hann veifar grannri hendinni á móti, lítur laumulega sigri hrósandi á slétt og finlegt andlit móður sinnar, sem einnig hafði bært ávala höndina til kveðju, eða til að laga gluggatjaldið. Þau horfðu bæði á eftir honum, þar sem hann fjarlægðist sömu leið til baka og hossaðist i hol- unum. Drengurinn óskaði þess af öllu hjarta, að hann liti um öxl, svo hann gæti veifað aftur, en hann hvarb fyrir hornið á enda götunnar, og mótorhjólaskellirnir dóu smám. saman út. Þau héldu þó áfram að horfa eftir auðri götunni, unz móðan frá vitum móður hans nærri því byrgði drengnum sýn út um gluggann. Hann færði sig til. Móðir hans stóð hreyfingarlaus og sagði lágt; „Ætli horium sé ekki kalt úti í þessu veðri — hann var svo illa klæddur", bætti hún við, um leið og hún rétti sig upp, horfði fjarrænum aug- um framundan sér á regnið. „Jú“, sagði dreng- urinn og leit ekki af glugganum. „Hann hlýtur að vera biautur," sagði móðir hans, „af hverju ætli hann búi sig ekki betur — hann var ekki í neinum frakka". Hún gekk hægt frá glugganum og ætlaði að fara. Drengurinn horfði enn út um gluggann, og rödd hans hljóm- aði svo annarlega, að hann þekkti hana varla, eins og hann væri einhver annar en hann sjálfur. „Hann er lika oft svangur“. Móðir hans stanzaði, og hann fann augnaráð hennar hvíla á baki sér en hreyfði sig ekki. Það varð löng Þögn, og óteljandi dropar sigu niður rúðuna og nýir komu í staðinn, eins og endalaus fylking. Þá sagði móðir hans, og rödd hennar hljómaði einnig annarlega: „Hann hlýtur að fá nóg að borða í herbúð- unum“. „Já“, sagði drengurinn, „hann er oft með her- flokka á völlunum og æfir þá allan timann meðan ég er í skólanum, og stundum miklu lengur — þá fær hann ekkert að drekka, fyrr en hann er búinn — ég hef oft horft á þá, þeir koma alltaf fleiri og fleiri, og hann bíður stundum eftir þeim“. Móðir hans var farin að taka til í herberginu, gekk frá einum stað til annars, hreyfði við hlut- um og setti þá aftur á sama stað, ósjálfrátt og hugsunarlaust. Hann heyrði að hún færði til stóra öskubakkann á borðinu, sem faðir hans hafði átt, og hann hélt áfram: „Ég hef oft talað við hann, og hann hefur oft gefið mér súkkulaöi — einu sinni setti hann mig á háhest, og spurði hvað ég héti, og hvar pabbi minn væri“, — hann þagnaði. Móðir hans var hætt að ganga um og taka til. Hann sneri sér við. Hún horfði rannsakandi á hann og hann horfði á móti, án þess að depla augunum, sem voru gljáandi eins og regnið hefði þvegið þau í gegnum gluggarúðuna. „Hvernig getur þú talað við hann“ ? spurði hún hægt og andlit hennar var svipbrigðalaust. Hann sneri sér til hálfs að glugganum og sagði barns- legri röddu: „Hann kann íslenzku, því hann er búinn að vera svo lengi — annarsstaðar, hann sagðist hafa komið með fyrstu skipunum í strið- inu. — Hann kann líka að lesa ís- lenzku, því ég sýndi honum skóla- bækurnar minar og hann gat lesið í Þeim“. Hann þagnaði aftur, eins og til að sjá hvaða áhrif orð hans hefðu á hana. Hann sá að hún trúði honum. Skömmu síðar fór hún fram í eldhús og tók að leggja á borð, kallaði síðan á hann og gaf honum að drekka. Hann sagði henni, að hermaðurinn hefði einnig spurt hvað hún héti, því hann hefði oft séð hana í glugganum. Og þegar hún spurði hvers vegna hann kæmi á hverjum degi og sneri við fyrir . . . síðan tók hann myndina af móður sinni og fleygði henni lika í vatnið. kominn fyrir hornið á enda götunnar, staðnæmdist síðan og horfði niður á vellina. Þar var enginn. Þá gekk hann niður á vellina að skurðinum, skimaði í kringum sig og hvarf nið- ur í skurðinn. Grasið skýldi honum, og ilmurinn af kökunum og grasinu fyllti vit hans. Sólin var hátt á lofti og vatnið í skurðinum var gagnsætt. Hann drakk kaffið og borðaði kök- urnar, unz magi hans rúmaði ekki meira. Umslagið með myndunum lá við hlið hans. Hann horfði á það, síðan gægðist hann upp fyrir skurð- barminn og opnaði það. Brosandi mynd móður hans blasti við honum og önnur af honum sjálfum, — og einnig bréf, skrifað með hendi móður hans, sem hann gat ekki lesið. Hann hlustaði eftir, hvort nokkur væri í nánd, reif bréfið í smá tætlur og fleygði því í skurðvatnið. Tætl- urnar flutu á vatninu eins og væng- brotnir smáfuglar, síðan tók hann myndina af móður sinni og fleygði henni lika í vatnið. Bros hennar af- bakaðist, þegar vatnið hálfflaut yfir hana og varð að undarlegri grettu. Hann fylltist skyndilegum ótta, þreif brúsann og stökk upp úr skurðinum og var nærri búin að fella um konu, sem var á gangi yfir vellina. Fyrst hélt hann, að það væri móðir hans orr sviti spratt fram á hörundi hans En það var ekki hún, heldur gömul kona, sem hann kannaðist við og talaði stundum við móður hans í búðinni. Hann sneri sér undan og reyndi að gera sig torkennilegan, svo hún þekkti hann ekki og flýtti sér burtu. Hann fann að hún horfði á eftir honum, og óttinn sat í hálsi hans eins og moli, sem hann gat hvorki gleypt né kastað upp. Gamla konan var kannske á leiðinni heim til móður hans og hafði þekkt hann. ótti og hatur börðust um i sál hans. Hann sá fyrir sér stóran stein nálægt skurðbarminum og ímyndaði sér að Hann vissi aldrei, hve lengi hann gekk með ströndinni. Regnið bar hann inn í nóttina, sem var eins og stórt hús mcð enga glugga. hann tæki hann upp, hlypi á eftir gömlu konunni og kastaði honum í hnakkann á henni — síðan myndi hann velta henni ofan í skurðinn. Hann þorði ekki heim. Þær mundu sitja í eldhúsinu og horfa á hann þegjandi, þegar hann kæmi inn og eitthvað hræðilegt myndi gerast. Hugsun hans var öll á reiki og rugl- aði hann. Hann vissi varla hvar hann var eða hver hann var. Dulin sektar- tilfinnin" sem enn náði ekki upp á yfirborðið byltist inn í honum, og hann fann til velgju. Fæturnir báru hann áfram, eins og þeir hugsuðu sjálfir, gegnum sund og götur, unz hann kom niður á sjó. Milljón steinar lágu í fjörunni. Sjórinn sogaðist fram og aftur. Hugsun hann kyrrðist smám saman, en óttinn sat í líkama hans eins og þung og spennt fjöður. Hvað hafði hann gert — drukkið kaffið sjálfur — hent myndinni i skurðinn. Móðir hans mundi verða reið, flengja hann og hátta hann ofan í rúm, og augnaráð hennar myndi vera eins og þungur og óbifanlegur steinn. Hann yrði að segja henni allt, -— að hann þekkti ekki hermanninn og hann gæti ekki talað íslenzku. Nei, öskraði eitt- hvað inn i honum svo hátt að hann hrökk upp úr hugsunum sínum og leit í kringum sig. Dropar féllu á hendur hans og einn á nefið, siðan hver af öðrum. — Það var aftur farið að rigna. Himininn var þungbúinn og og hafði breitt fyrir sólina — allt hafði breytt um svip. Það var eins og hann væri að vakna í öðrum heimi, tíminn hafði liðið með ölduföllunum, og það var kominn nýr tími — annar tími. Drengurinn gekk af stað út með fjörunni. Veruleikinn var eins og fjarlægur draumur handan við regnið, sem hann gekk inn i. Hann vissi aldrei, hve lengi hann gekk með ströndinni. Regnið bar hann inn i nóttina, sem var eins og stórt hús með enga glugga. Hann heyrði mótorhjólaskellina koma til sin úr fjarska, nær og nær, og beið með höndina í vasanum, kreppta utan um gegnblauta myndina af sjálfum sér. 10 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.