Vikan - 22.12.1959, Blaðsíða 18
&di
cc
&
Hrútsmerkið (21. marz—20. apríl):
Smávægileg vandamál munu steðja að
— en ef þú lætur þér þau í léttu rúmi
liggja, mun allt leika í lyndi. Þér mun
bjóðast einstakt tækifæri, sem þér veit-
ist samt erfitt að þiggja. Helgin mun verða þér
einkar minnisstæð, einkum ungu fólki.
Nautsmerkiö (21. apr.—21. maí): Ýmis-
legt smávægilegt mun angra þig þessa
viku, en eftir helgina mun þér bjóðast
tækifæri til þess að leysa þig úr viðj-
um vanans, og þú mátt fyrir alla muni
ekki láta það ganga þér úr greipum — sem vel
getur orðið, ef þú ert ekki á varðbergi.
Tvíburamerkiö (22. mai—21. júní):
Loksins verður ósk þin uppfyllt, en þó
verður útkoman alls ekki eins og Þú
gerðir ráð fyrir. Að öðru leyti er þessi
vika vika freistinganna — freisting-
arnar munu steðja að úr ölium áttum.
Krabbamerlciö (22. júni—23. júlí): Ein-
hver breyting verður á lifnaðarháttum
þínum i þessari viku, ef til vill ferð
þú einungis í stutta ferð. Þú munt
einnig hagnast á þvi síðar meir, ef þú
kemur vel fram. Afmælisdagurinn 29. júní er öll-
um afmælisbörnum til heilla.
Ljónstnerkiö (24. júlí—23. ág.): Þetta
verður vika tækifæranna — en vika
hinna misnotuðu tækifæra, nema þeim
mun betur sé haldiö á spöðunum. Á
vinnustað verður mikið um að vera,
ef til vill allt i uppnámi vegna einhverra mis-
taka. Kvöldin verða fremur leiðinleg fram að
heigi, en þá skiptir algerlega um. Heillatala 3.
Meyjarmerktö (24. ág.—23. sept.):
Þetta verður vika mikillar eftirvænt-
ingar, því að þú — og ef til vill þinir
nánustu — biður með óþreyju eftir
þvi, hvort áform þitt tekst. Ef illa fer,
máttu ekki láta hugfaliast, heidur hefjast handa
að nýju af auknum krafti.
Vogarmerkiö (24. sept.—23. okt.): Það
kemur margt þér á óvart i þessari viku.
Einhver fjoiskyldumeðiimur mun nú
loks ieysa frá skjóðunni, og þær íregn-
ir snerta þig taisvert. Á íöstudag eða
laugardag ke.uur einnig dálítið óvænt fyrir —
og um ie*ð ákafiega skemmtilegt. Heillatala 4.
Drekamerkiö (24. okt.—22. nóv.): Það
er mikið um að vera í vikunni, og lik-
ur virðast vera á þvi að erfiði þitt und-
anfarnar vikur beri loks ávöxt. Maður,
sem þú þekkir litilsháttar kemur af
hreinni tilviljun mikið við sögu þina í vikunni,
og ekkl er að efa, að Þú munir njóta góðs af
honum. Heillalitur grænt.
Bogmaöurmn (23. nóv.—21. des.): Ein-
hver ættingi þinn fer skyndiiega að
skipta sér af eiginhagsmunamálum
þinum, og í fljótu bragöi virðist þetta
hre.n og bein ósvífni, en brátt kemur
i ljós, að þú hefur ein.nitt hagnast á afskiptasemi
þessa ættingja Þíns. Þessvegna skaltu varast aö
ávita hann að óhugsuðu máli.
Að minnsta kosti vara stjörnurnar þig við.
Geitarmerkiö (22 des.—20. jan.): Flest
virð.st leika i lyndi í þessari viku, og
það mun rætast úr vandræðum þinum
fljótar en þig hafði órað fyrir. Einhver
kunningi þinn kemur þér skemmtilega
á óvart. Að öðru ieyti hvílir mikil rómantik yfir
vikunni, og ekki munt þú fara varhluta af henni.
Heillaiitur biátt eða blágrænt.
Vatnsberamerkiö (21. jan.—19. feb.):
Skapstóru fólki verður þessi vika mjög
erfið, og síður en svo til þess að draga
neitt úr skapofsanum. Mörg og marg-
vísleg verkefni berast þér i hendur, og
þú sérð þér naumast kleift að ráða fram úr nema
hluta af þeim. Ert þú ekki nokkuð eigingjarn?
______FiskamerkiÖ (20. feb.—20. marz): Þótt
ýmislegt gerist í kringum þig i þess-
ari viku, virðist þú einhvern veginn
verða útundan. Láttu þetta ekki buga
þig, reyndu heldur að sinna áhugamál-
um þínum, vera sem mest heima við og gera Þér
lítið að góðu.
ar.
V y
Þetta eru myndirnar úr bandaríska blaðinu — hér mikið minnkaðar. Ungfrú Frakkland cr til
vinstri en ungfrú Japan liægra megin við Sigríði Þorvaldsdóttur.
KJÓLL SIGRIÐAR
einn af þrem beztu á Langasandi
Vikunni hefur borizt úrkl'ppa úr bandariska
blaðinu Independent Press Teiegram, sem gef-
ið er út í Kaiiforníu. Urklippan er úr blaðinu,
sem kom út 26. júli síðastliðinn, einmitt þegar
keppendur um titilinn Ungjrú alheimur voru
staddir á þessum slóöum.
1 blaðinu eru birtar þrjár stórar myndir
af ungfrú Frakklandi, ungírú Islandi og ung-
frú Japan, sem siöar varð hlutskarpasti þátt-
takandinn. Á birting myndanna rót sina að
rekja tii samkvæmiskjólanna, sem þessar þrjár
stúlkur voru kiæddar, en þeir þóttu bera af
um glæsileik. Þykir okkur það talsverður
fengur að hafa náð í þetta blað, ekki sizt þar
sem ungfrú Sigriður Þorvaldsdóttir sómir sér
mætavel á milli hinna íegurðardisanna tveggja.
í blaðinu er kjólunum þremur lýst nákvæm-
lega og tekið fram, hverjir hafi teiknað þá.
Þaö er Dýrleif Ármann, sem hefur teiknað
íslenzka kjórinn, og snerum við okkur til henn-
ar af þessu tilefni til að fá nokkrar upplýs-
ingar um hina frægu flík frá fyrstu hendi.
— Hvað haldið þér, að hafi farið mikið efni
í kjólinn, frú Dýrleif?
— Það munu hafa farið í hann um 40 metr-
ar að öllu meötöldu, en auk þess allt að 20
metrar af gardínugormum.
— En hversu mikið efni fer nú í meðal-
samkvæmiskjól ?
— Venjulega svona 5—7 metrar.
— Hvert var efnið í kjól fegurðardrottnlng-
arinnar?
— Líklega um 7 metrar af Atlas-silki, en
heildarsvipur kjólsins er úr því, síðan 18 metr-
ar af chiffon, 10 metrar af tafti og 5 metrar
af nælonefni.
— Hvað voruð þér lengi að sauma hann?
— Við vorum tvær i viku með kjólinn.
— En hvað er lengi verið að sauma sam-
kvæmiskjóla, svona yfirleitt?
— Líklega 3 til 4 daga fyrir eina sauma-
konu.
— Þurfti fegurðardrottningin ekki að máta
oft?
— Mig minnir, að hún hafi mátað fimm
sinnum.
— Þér hafið teiknað kjólinn, er ekki svo?
— Ilugmyndina fékk ég að vísu úr eriendu
blaði, en ég breytti þeim kjól svo mikiö, að
hann varð í rauninni ekkert svipaður upp-
runalegu fyrirmyndinni. Annars hefði þurft
að vera svona 15 metrum meira efni i kjóln-
um til þess að hann nyti sín eins og bezt yrði
á kosið. Slíka kjóla er bara ekki hægt
að framleiða hér, því að þeir yrðu svo
ofboðslega dýrir. Þeir mundu tæplega
kosta undir 20 þúsund krónum. .
— Vilduð þér lýsa kjólnum fræga dá-
lítið nákvæmlega fyrir okkur? '''
— Já, efnið er ég búin að ræða um,
en liturinn er fölbleikur, — dekkri að
ofan, en ljósari að neðan. Hálsmálið er
,,rúnnað“, og engar ermar eru á kjóln-
um. Svo fylgir slá, sem er ermi öðrum
megin, en sjal hinum megin. Síðan eru pilsin 6
að tölu og fjórfaldar pifur úr chiffon upp i
mitti, en innst úr tafti og stífu næioni.
— Þótti yður ekki varið í, að kjóllinn yðar
skyldi tekinn fram yfir kjóla eftir fjölmarga
fræga tizkufrömuði í bandariska blaðinu og
talinn einn af þremur fallegustu kjólunum í
því kjólaúrvali, sem áreiðanlega hefur verið
þar, sem svo margar fegurðardrottningar komu
fram?
—• Jú, satt að segja hafði ég reglulega gam-
an af því, — og ekki er því að leyna, að ég
var pínulítið hreykin.
Að lokum nokkrar setningar úr bandariska
blaðinu: „... Tízkuteiknarinn Dýrleif Ármann
skapaði dramatískan kjól á ungfrú fsland ...
Kjóllinn fór fádæma vel við ferskt, ljóst yfir-
bragð stúlkunnar ... Þetta var eini kjóllinn,
sem var næstum knéstuttur að framan, en allt
að því hælasiður að aftan ...“ gaukur.
Þessa mynd tók Pctnr Thomsen af rngfrú
Sigríði í kjólnum fræga áður cu hún fór
vestui.