Vikan - 22.12.1959, Blaðsíða 12
Nú er síðasta tækifærið
til að byrja að fylgjast með
þessari spennandi framhalds-
sögu, sem er um það bil hálfn-
uð með þessu blaði.
Það getur vel verið að Marie Lou hafi hæfi-
leika. Hún sagði við mig i kvöldverðarboðinu í
gær, að hún vildi gjarna gera mynd af mér, því
að ég hefði „hrikalega grimu“, eins og hún orð-
aði það, en Lannier, sem heyrði hvað hún sagði,
brosti út i annað munnvikið og blés út úr sér
sígarettureyk.
Hann er stórkall, og hvert sinn, sem blöðin hans
eru kærð, kemur hann til min. En aldrei hefir
hann beðið mig um að verja sjálfan sig, enda
þótt hann standi alltaf í einu eða tveimur málum.
Á hann einnig einhver viðskipti við Bocca?
Sennilega. Það þarf ekki að vera lengi í mínu
starfi, tii að komast að því, að í vissri hæð á
Unga gleöikonan Yvette reynir aö fremja rán. ÞaÖ
mistekst og hún leitar til Jiekkts lögmanns og
býöur sjálfa sig aö launum, ef honum takist aö
fá hana sýknaöa. Hann tekur boöinu, leggur
lögmannsferil sinn í hcettu, en fcer hana dcemda
sýkna saka. — Síöan er liöiö ár. Gobillot lögmaöur
er aö skrifa niöur J>aÖ sem boriö hefir viö.
Gobillot lögmaöur skýrir frá fyrstu kynnum sín-
um af Yvette. I-Iún kemur til hans í skrifstofuna
og biöur hann ásjár. Hann er kuldalegur í fyrstu
og Jœtur hana segja sér alla' málavöxtu, en loks
fellst hann á aö verja Yvette og vinstúlku hennar.
Gobillot ver máliö fyrir rétti og tekst aö fá
Yvette og vinstúlku hennar sýknaöar. A eftir fara
þau Gobillot og Viviane, kona hans út aö
skemmta sér, eins og þau eru vön aö loknum
erfiöum málaferlum. Þegar liöiö er á nótt, virö-
ist Viviane gera sér Ijóst, aö Gobillot hafi í hyggju
aö fara aö heimsækja skjólstæöing sinn. Hún vill
aka honum til gistihússins, þar sem Yvette dvelur.
Þaö veröur úr, aö hann lætur konu sína aka sér
þangaö. Svo viröist, sem Yvette hafi gert ráö
fyrir, aö liann kæmi. Hún veröur ekkert undr-
andi, en býöur honum bUÖu sína skilyröislaust.
— Faröu úr fötunum og leggstu hérna hjá mér.
Mér er kalt, segir hún.
Þá segir Gobillot lögmaöur frá bernsku sinni
og uppeldi, frá náminu í lagaskólanum og starf-
inu aö námi loknu. Hann er boöinn heim til
Andrieu, og kynnist þar Viviane, konu vinnu-
veitanda slns. Þau fella hugi saman og hittast á
laun. Loks ákveöur Viviane aö segja manni sin-
um frá sambandi þeirra Gobillats, og skilja síö-
an viö hann. Þau Viviane og Gobillot fá sér lier-
bergi á gistihúsi, en lesa þaö nokkrum vikum
seinna i blööunum, aö Andrieu lögmaöur hafi
hrapaö til bana á fjállgöngu í Sviss.
Nokkru síöar eru þau gefin saman og halda út
á land, J>ar sem J>au ætla aö dvelja nokkra daga
á sveitagistihúsi. — Þar kemur maöur aö máli
viö Gobillot, kveöst stunda ólöglega verzlun meö
gull, og býöur lögmanninum háa fjárhæö til aö
sjá svo um, aö hann komist ekki l klandur viö
lögin. Gobillot er tregur, en tekur boöinu fyrir
eggjan Viviane.
pýramýdanum eru aðeins fáeinir menn eftir, sem
skipta á milli sin völdunum, peningunum og kon-
unum.
Ég er að reyna að hugsa ekki um Yvette, en
samt kemur mér í hug á fimm mínútna fresti
hvað ,.bau" muni nú vera að gera. Hafa þau farið
i einn h?nna ódvru næturklúbba, sem henni fellur
sv-i v^.1 v;ð og >>ar sem ég væri eins og hvert
'’v-nð að-VntnrH’rr? F'ðn hafa bau val'ð eitthvað
v'ð Montmartre. ba.r sallt er fullt
„f .„Mn-'tiinnrstiíivum og afgreiðslumeyium?
TTi'm cumr mér bað á morgun. ef ég sovr hana
hncc; jí>u bau kannske að fá sér að snæða í ein-
hvnrri krénni?
jronnsVo eru bau komin heim til hennar.
TV or eð verða óbolinmöður og vona að konan
mín fari að koma, svo að ég geti farið í rúmið.
fs hnvsa til Andrieu lögmanns Kannske var
hann líka vanur nð biða í skrifstofunni sinni og
snúa bakinu f eldinn þegar fór að hausta.
Eg hef ails ekki í hyggiu að fara til Sviss eða
takast. á hendur neinar fjallgöngur. Málið horfir
öðrnvfsi við. Allt er öðruvfsi. Tvö líf, tvennar að-
stæður. og það er rangt af mér að vera að skipta
mér af þessum merkjaþvættingi, sem er farinn
að liggja á mér eins og mara.
Það er langt sfðan ég hef tekið mér frl. Ég
er þrevttur. Þótt Viviane sé eldri en ég, heldur
hún áfram á svo mikilli ferð. að ég mæðist.
Það er bezt að ég biðji Pémal lækni um að
iíta til mfn. Hann mun gefa mér lyfseðil, sem
hlióðar upp á nýtt lyf, og biðja mig aftur um að
ofreyna ekki vélina, og hann mun segja mér aft-
ur, að það sé eins með karlmenn og konur, það
komi yfir þá tímabil breytinga.
Samkvæmt þvi, sem hann heldur fram, er ég
nú á miðju breytingaskeiðinu.
— Bíddu þar til þú ert fimmtugur, og þú munt
undrast hversu miklu yngri þér finnst þú vera
en núna.
Hann er sextugur, og byrjar læknisvitjanlr
klukkan átta á hverjum morgni, ef ekki fyrr, og
er ekki búinn fyrr en klukkan tfu að kvöldi. Svo
hikar hann ekki við að svara næturköllum líka.
Hann er alltaf i góðu skapl, þegar ég sé hann
og bros leikur um varlr hans, eins og hann hafi
gaman af þessum harmatölum fólksins.
Lyftan er að koma upp, og nemur staðar á
hæðinni fyrir neðan.
Það er konan mfn að koma heim.
FJÓRÐI KAFLI.
Sunnudagur, 1S. nóvember.
Þegar ég kom helm I morgun, um klukkan hálf-
niu, tók ég tvær róandi töflur og fór í rúmið, en
lyfið hafði engin áhrif og mér fannst ég eins vel
geta farið á fætur aftur. Eftir kalda. sturtu fór
ég niður í skrifstofuna, en áður en ég settist gekk
ég úr skugga um, að „hann“ héldi ekki vörð á
gangstéttinni fyrir utan.
Veðurspáin var rétt eftir allt saman. Vindinn
hefur lægt, nú er heiðskýrt og andar köldu. Fólk
sem er að fara til kirkju, er með hendur f vösum,
og það glymur f þegar hælarnir skella á gangstétt-
inni. Flækingarnir mfnir eru ekki á sínum stað.
Skyldu þeir hafa flutt sig úr stað, eða er þetta
bara nóttin þeirra til að sofa á Hjálpræðishernum.
Þegar ég heyrði Viviane koma heim í gærkvöldi,
lokaði ég skýrslunni minni og var næstum kom-
inn upp stigann, þegar sfminn hringdi skyndilega.
Ég fór strax að hugsa um slæmar fréttir og
hrökk f kút.
— Ert það þú? sagði rödd Yvette hinum megin
á línunni.
Þetta var þó ekki hin eðlilega rödd hennar,
heldur röddin eins og hún verður, þegar Yvette
hefur drukkið mikið, eða er óvenjulega æst.
— Varstu háttaður?
— Ég var á leiðinni upp.
— Þú sagðist sjaldan fara i rúmið fyrir klukk-
an tvö, einkum ekki á laugardög ....
Hún hefur áreiðanlega bitið í vörina án þess
að ljúka við orðið laugardagur. Siðan spurði ég:
— Hvar ert þú?
— Á Maniere veitingastofunni.
Það var þögn. Það, að hún hringdi til min á
8. HLUTI
laugardagskvöldi, gat aðeins Þýtt, að eitthvað
hefði komið fyrir.
— Ertu ein?
— Já.
— Hve lengi hefur þú verið ein?
— Hálftima. Heyrðu, Lucien, myndir þú vilja
koma og sækja mig?
— Þú ert áhyggjufull? Hvað er á seyði?
— Ekkert. Ég segi þér það á eftir. Kemur þú
strax?
Konan mín var að hátta.
— Ert þú ekki háttaður? sagði hún.
— Ég var á leiðinni upp þegar siminn hringdl.
Ég verð að skreppa út.
Hún leit spyrjandi á mig.
— Hefir eitthvað komið fyrir?
— Ég veit ekki. Hún vildi ekki segja mér það.
— Það er bezt að þú vekir Albert og látir hann
aka þér. Hann verður tilbúinn eftir nokkrar
mfnútur.
— Ég held að ég taki heldur leigubil. Var sam-
kvæmið skemmtilegt?
•—• Það komu helmingi fleiri gestir en þau
bjuggust við, en Þau höfðu með sér nokkra auka
kassa af kampavíni, Þú ert áhyggjufullur.
Ég var það. Ég var undrandi á kuldanum, þeg-
ar ég kom út, og neyddist til að ganga drjúgan
spöl áður en ég náði í bíl. Ég þekkti Maniere-
veitingahúsið í Montmartre, en vissi ekki að
Yvette vendi þangað ennþá komur sínar. Ég veit
ekki hve mörg ár eru liðin síðan ég hef stigið
fæti þar inn, en strax og ég opnaði hurðina, kom
á móti mér kunnuglegt andrúmsloft, og ég held
að veitingahúsið hafi ekki breytzt mikið frá því
að við Viviane komum þar stundum í gamla daga.
Ég kom auga á Yvette með viskíglas fyrir framan
sig, og val hennar á drykkjarföngum sagði mér
allt, sem ég þurfti að vita um ástand hennar.
— Farðu úr frakkanum og fáðu þér sæti, sagði
hún með virðuleika þess, sem hefir merkilegar
fréttir að færa.
Þjónninn kom á vettvang og ég pantaði mér
líka viský. Ég fékk mér nokkra fleiri drykki í
viðbót, og þess vegna gat ég ekki sofnað í morg-
un, — mikið áfengismagn gerir mig nefnilega
fremur óstyrkan en syfjaðan.
— Tókst þú eftir nokkrum á gangstéttinni ?
— Nei. Hvers vegna spyrðu?
— Mér datt í hug hvort hann myndi ekki koma
aftur og njósna um mig. Hann er svoleiðis mað-
ur. Hann er líklegur til alls, eins og hann er
núna.
— Áttuð þið í einhverri orðasennu?
Þegar hún hefir fengið sér tvö eða þrjú vín-
glös, eru hlutirnir ekki lengur svo einfaldir. Hún
horfði hrygg í augu mér, meðan hún lýsti yfir:
— Fyrirgefðu mér, Lucien. Ég ætti að gera þig
hamingjusaman. Ég reyni eins og ég get, en ég
særi þig aðeins og skapa þér erfiðleika. Þú hefðir
átt að varpa mér á dyr strax fyrsta daginn, sem
«
12
VIKAN