Vikan


Vikan - 22.12.1959, Blaðsíða 26

Vikan - 22.12.1959, Blaðsíða 26
Ævintýrið um Qeorg Spoker arrar liressingar á venjulegum tlegi. Framhald úr síðasta hlaði. Þá varð það liaustið 1948, að Spoker lenti í lukkupottinum. Það rigndi, og hann hafði leitað sér skjóls inni í forstofu byggingar einnar og var að rabba við lyftu- manninn. Þegar liann var á förum, liugðist hann lalla upp í 23. stræti til þess að fá sér kaffisopa. Lyftu- maðurinn spurði hann, hvort hann nennti að ná í kaffitár handa sér um leið. „Ég hugsaði um ))að alla leiðina gegnum skemtigarðinn," sagði Spok- er seinna. „Maðurinn iiafði fengið mér kvartdal til þess að horga kaff- ið og gefið í skyn, að ég mætti eiga afganginn. Þetta virtist alls ekki vera sem verst viðskipti.“ Áður en vikan var liðin var Spoker búinn að fá leyfi húsvarðar hygg- ingarinnar til þess að færa fólkinu, sem vann í byggingunni hressingu á vissum fresti. Einni<* hafði hann beðizt leyfis til þess að bjóða þjón- ustu sína öllum fyrirtækjunum, sem voru í byggingunni, en þar unnu meir en 600 manns. Spoker áætlaði, að það væru 25 til 30,000 starfsmenn í næstu byggingum kringum Madi- sontorg. Þetta fólk myndi drekka 12,000 bolla af kaffi eða njóta ann- Með því að taka fimmskilding (5 sent) af hverjum manni gat ein- hver grætt 600 dollara á dag í þjór- fé. Georg Spoker ákvað að verða þessi „einhver“. En þegar hér var komið sögu, voru flækingarnir farnir að þyrpast til hans i stórhópum i leit að dvalar- stað eða vinnu. Spoker Hjálparfé- lagið, eins og Georg var farinn að kalla það, annaðist þessa þjónustu. Hann skipulagði ferð á milli vinnu- staða, sem veitti manni næga vinnu átta klukkustunda vinnudag og gaf i aðra hönd frá 10 til 12 dali í þjór- fé. Sjálfur tók hann 3 dali af mann- inum, sem tók þetta að sér. Að lokum voru 20 nnnns i vinnu hjá Spoker. Upphaflega keyptu þeir Spoker kaffið í næstu kaffiliúsum í nágrenn- inu. En síðar leigði hann sér kjall- ara og setti á stofn eigið eldhús. Hagnaður hans var brátt orðinn 600 dollarar á viku. Árið 1952, taldi fyrrverandi tugt- húsmeðlimurinn Georg Spoker, sem nú var orðinn heiðvirður borgari, 31,000 dollara fram til skatts. Hann sat enn á bekknum sfnum I garðin- um, svaf í kjöllurum; og enn klædd- ist liann bláu verkamannsskyrtunni, rauðu slaufunni og gömlu, krump- uðu fötunum. Spoker var nú liarð- ánægður með lífið; vellátinn verzl- unarmaður, sem lifði eins og flæk- ingur. Það var kona, sem varð til þess að hann liætti þessari tilveru. Hann hafði slitið allt samband við kven- |)jóðina, þegar hann var í fangels- inu. Hann var nú fimmtugur, að fá skalla, og ekki gat liann talizt fríð- ur; enda kom lionum ekki I hug, að nokkur kvenmaður vildi líta við sér. En einn morgun stóð fyrir fram- ■an hann lagleg, rauðhærð kona um britugt, og sagði hún honum ein- falda sögu, sem var ósköp algeng í Xew York. Hún kvaðst heita Sara Haddon, og hefði hún komið til borgarinnar til þess að verða leik- kona. Hún hafði ekki fengið nóg að starfa, og þennan dag hafði henni verið sagt upp húsnæðinu, rekin út á götuna. Vinur hennar einn liafði sagt henni að hann liefði leitað til Spokers I svipuðum vandræðum; og því væri hún nú hér komin. En Sara þessi Haddon var í rauninni blaða- maður, sem hafði ákveðið að skrifa niður allt, sem Spoker segði og gerði. „Ég var búinn að vera i fimm ár á Madisontorginu,“ sagði Spoker seinna, „og liún var fyrsta konan sem nokkurn tima leitaði hjálpar hjá mér. Ég hafði, meira að segja, aldrei séð kvenmannsflæking áður. Hér voru góð ráð dýr; það væri gaman að geta kippt þessu i lag. Ég hugsaði mér, að bezt væri að bvrja á því að sjá henni fyrir dvalarstað. En þá minntist ég þess, að ég hafði engan stað, sem hægt væri að bjóða konu. Að lokum bað ég hana að koma aft- ur eftir hádegi.“ En livað gerði Georg Spoker þá í þessum vanda? Hann fór og leigði ibúð handa ungfrú Haddon á 27. Austurstræti. Hann greiddi mánað- arleigu fyrirfram og lagði jafnvel til 20 dollara virði af matvörum. Hér var um hreina góðgerðarstarf- semi að ræða al' hans hálfu. IJngfrú Haddon var blátt áfram X-ið í jöfn- unni, sem varð að leysa og stolt Georgs krafðist þess að hann greiddi úr vandamálum. Þegar hún kom aft- ur síðdegis, tók hann liana undir arminn og leiddi hana sigri hrósandi i nýja bústaðinn. En úngfrú Haddon, átti vitanlega ágæta íbúð sjálf, eins og við getum ímyndað okkur. Henni brá allmjög í brún, þegar hún sá hvað hún hafði í rauninni gert. En fyrst um sinn ákvað hún að þiggja þetta fallega boð Georgs til þess að særa hann ekki. Og nokkrar vikur liðu; eyddi hún núna góðri stund á hverju kvöldi i 27. stræti og rabbaði við Spoker, sem hafði smátt og smátt vanizt því að líta inn til hennar eftir kvöld- verð og sjá hvernig færi um hana og allt gengi. Ungfrú Haddon dvaldi þar, þangað til hann kvaddi og hélt heim í kjallaraholuna sina, og þá fór hún heim til sin. En þegar leið að lokum mánaðar- ins var rómantík farin að blandast Framhald á bls. 29. tierið bnnaðfborðsin§ glæsilegri Það gerir middeqisverðarboðið áreiðanlega enn meir aðlaðandi, ef þér fram>eiðið búðinga og ábœti i skálum úr hinum skíra, víðf æga bæheimska kristal. Hinar nýju, fo mfögni gerðir i sjö nýtizku iitbrigðum, eru yður til sýnis i öllum séiþerzlunum, sem fylgjast með tímanum. GLASSEXPORT Prag Tékkóslóvakíu

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.