Vikan


Vikan - 22.12.1959, Blaðsíða 13

Vikan - 22.12.1959, Blaðsíða 13
ég kom að finna þig, og þá væri ég nú niður- komin á stað, sem hæfir mér, — i fangelsinu. — Talaðu ekki svona hátt. — Fyrirgefðu. Ég veit, að ég er búin að drekka dáiítið, en ég er ekki drukkin. Ég get svarið, að ég er bláedrú. Þú verður að trúa mér. Það er bara af því að ég er hrædd, sem ég lít svona út. Sérstaklega hrædd þín vegna. — Segðu mér hvað kom fyrir. — Við fórum að sjá kvikmynd, sem hann hafði lengi langað til að sjá, og þegar myndin var búin stakk ég upp á því, að við fengjum okkur snarl einhvers staðar við Leikhústorgið. Hávaðasamir og skjannalega málaðir staðir, þar sem fremur ruddalegt fólk venur komur sinar, eru henni mest að skapi. — Hann svaraði mér ekki strax. Ég fann, að hann var ekki eins og hann átti að sér, en bjóst ekki við að það væri svo alvarlegt, sem síðar kom í ljós. Við fórum að dansa, en þegar syrpan var búin og hann var að fylgja mér að borðinu aftur, nam hann allt í einu staðar og sagði hugsandi: — Veiztu hvað við gerum núna? — Og ég — fyrirgefðu mér — ég svaraði: „I guðanna bænum .. — Ég á ekki við það. Við förum núna til Ponthieu strætis, en bara til að sækja fötin þín og dótið og flytja það heim til mín. Ég er lokslns búinn að fá herbergið, sem þeir eru búnir að lofa mér fyrir löngu. Það er nógu stórt fyrir tvo, og glugginn snýr út að götunni. — Ég hélt, að þetta væri bara í nösunum á honum, og svaraði: — Þú veizt, að það er ómögulegt, Leonard. — Nei. Ég er búinn að hugsa um það. Það er kjánalegt, að lifa eins og við gerum núna. Þú hefur alltaf sagt, að þér sé alveg sama um mun- aðarlíf og glæsilegar íbúðir. Og þú hefir svo sem séð verri dvalarstaði en herbergið mitt, er það ekki? Hún talaði af hita, en ég var þögull og starði á karl og konu, sem sátu við borð og kysstust milli þess sem þau supu á kampavínsglösunum. Á timabili virtust þau hafa mest gaman af því, að flytja munnfylli af víninu úr einum munni í hinn með því að kyssast. — Ég heyri, stundi ég, þegar Yvette hafði ver- ið þögul drjúga stund. — Ég get ekki sagt þér allt. Það mundi taka of langan tíma. Hann hefir aldrei sagt eins mikið og hann sagði í dag. Hann sagðist loksins vera orðinn viss um, að hann elskaði mig, og hann myndi ekki sleppa mér hvað sem á dyndi. — Ræddi hann um mig? Hún svaraði ekki. — Hvað sagði hann? — Að ég skuldaði þér ekkert, að þú værir ekkert nema sjálfselskur durgur, og ... — Og hvað? — Jæja, úr því að þú vilt endilega heyra það — náttúrulaus í þokkabót. Hann hefur ekki skilið neitt, en segir bara, að þú komir fram eins og menn af þinni stétt við sömu aðstæður og svo framvegis ... ég sagði honum, að það væri ekki satt, að hann þekkti Þig ekkert, og að ég myndi ekki yfirgefa þig. Það heyrði margt fólk til okk- ar. Söngvarinn á staðnum bað hann um að Þegja dálitla stund, og þá fór ég að horfa á hann, og sá, að það var illur glampi í augum hans. Þegar söngvarinn var búinn að ljúka sér af, sagði hann: — Ef þú vilt gera það, sem ég sting upp á, þá hringdu til hans, og segðu honum hvernig við höfum ákveðið að hafa þetta. -—- Ég neitaði og sagði honum aftur, að ég færi ekki með honum. — Jæja, þá er bezt að ég hringi sjálfur og tali við hann. Ég skal fullvissa þig um, að hann mun skilja mig. Ég reyndi að halda aftur af honum og sagði: Fravihald í nœsta blaOi. Aðalpersónur sögunnar: Gobillot lögmaður Yvette — hjákona lögmannsins Viviane — eiginkona lögmannsins Mazetti — elskhugi Yvette ysí&fxx 111 VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.