Vikan


Vikan - 22.12.1959, Blaðsíða 17

Vikan - 22.12.1959, Blaðsíða 17
Hattur úr rifsböndum Þessi sérkennilegi hattur er gerður af Jean Barthet, sem er einn frægasti hattameistari í París um þessar mundir. Hatt- urinn er úr rifsböndum í tveim bláum litum, og er litunum raðað óreglulega niður þannig, að þeir koma sitt á hvað. Böndin eru saumuð niður I jersey-grunn. Hugmyndin er greinilega komin frá loðhött- unum, sem mest ber á nú. Rósa-slaufa á jólapakkanum Það er stórt atriði að binda snyrtiléga utan um jólapakkana, því að umbúðirn- ar hafa sitt að segja. Valið á jólapapp- írnum sklptir einnig miklu máli, t. d. að velja pappír með alls konar skemmti- legum myndum handa börnunum og svo fyrir fullorðna fólkið eftir því hver í hlut á. Einnig má skreyta pakkana með alls kyns smádóti, svo sem greinum og könglum og fleira, sem fæst þar til gert. Ef þið viljið binda reglulega fallega um pakka, þá er rósa-slaufa eitt af því fal- legasta. Þið hafið sennilega baslað við að binda allar þessar lykkjur og tekizt mis- jafnlega. En hér kemur ráð til þess að fá út eins margar lykkjur og vill, á mjög einfaldan hátt. Það er gert þannig að mjög fíngerður þráður er dreginn í gegn um bandið með svona 10 sm milli- bili, síðan er dregið í þráðinn og þannig koma lykkjurnar af sjálfu sér. Ráð til að fjarlægja vaxbletti — ekki mun af veita — Gamla goða ráðið um strokjárn og þorripappír er orðið úrelt Nýja aðferðin við að ná úr vax- blettum er þannig, að fyrst á að skafa vaxið var- lega burt og hreinsa síðan það, sem eftir er, með blettavatni. Hér er uppskrift af fitublettavatni, en vax heyrir undir fitubletti. Það er hægt að fá þetta samsett eftir þessari forskrift í lyfjabúðum: triklorætylen ................. 100 gr. eter ............................ 5 — amylacetat ..................... 5 — Notið eins lítið af blettavatninu og þér framast komizt af með, og nuddið blettinn laust, þar til hann þornar. Ef um rautt vax er að ræða, þá skafið það af fyrst, og leggið svo blettinn í bleyti í eter. Munið, að eterinn er mjög eldfimur. Það má gjarnan sauma afturstingssporin með öðr- um lit af garni en staf- irnir eru saumaðir með. Það getur verið mjög fallegt að merkja litla og einfalda stafi með perlusaumi. Perlusaumur er saumaður þannig, að fyrst er saumað með venjulegu lykkjuspori ofan í útlínur stafsins, en síðan er saumað aftur yfir með aftursting, eins og sést á skýringarmyndinni. / a Hér kemur uppskrift af fallegum skriðbuxum á 5—9 mánaða gamalt barn. Efni: 100 gr af bláu 4 þráða ullargarni; dá- lítil hönk af hvítu garni í sama grófleika. Prjónar nr. 2Yi. Bakstykki. Byrjið að neðan, og fitjið upp 21 1., og prjónið sléttprjón (sléttprjón frá réttu, en brugðið frá röngu), 4 umferðir. Gerið þá útaukningar til hliðanna á þann hátt að fitja upp 8 lykkjur í byrjun prjóns næstu 14 prjóna og síðan 10 1. í byrjun prjóns, tveim sinnum. Nú er byrjað að taka úr við skref- bótina þannig að taka 2 1. saman sitt hvoruin megin við 21 miðlykkjurnar. Prjónið 2 1. saman hægra megin, en vinstra megin er 1 1. tekin óprjónuð fram af prjónin- um, næsta 1. prjónuð og óprjónuðu lykkjunni steypt yfir þá prjónuðu. Haldið þcssum úrtökum áfram, þar til 133 1. eru á prjóninum. Prjónið nú áfram, þar til stykkið mælist 25 sm. Prjónið þá með hvita garninu frá réttu, og takið úr um leið með jöfnu millibili, þar til lykkjurnar verða 74. Prjónið nú mynztrið eftir skýringarmyndinni. Eftir mynztrið er prjónuð 1 umf. með hvitu garni og brugðið til baka með bláa garninu og sfðan 1 umf. brugðin frá réttu. Prjónið áfram 6 umf. sléttprjón, fellið af. (Athugið, að fitin sé ckki föst). Framh. á bls. 29.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.