Vikan


Vikan - 22.12.1959, Blaðsíða 29

Vikan - 22.12.1959, Blaðsíða 29
ÞÆR SKILJA VIÐ MENN SÍNA. 10 hjónabönd af hverjum 100 í Paris og 8,5 annars staöar í land- inu enda ineð skilnaöi. Læknir nokkur í París hefur bent á, að af 15 skilnaðartilfellum lcomi fram lijá þremur eiginmönnum og einni konn greinileg einkenni kynvillu og lijá tveimur eiginkvennanna áberandi náttúruleysi. Fyrir utan framhjáhald og ótrúleika, sem eru aðalástæðurnar fyrir hjónaskilnuð- um, eru aðrar ástæðnr ofdrykkja, óþolandi skapgerð „veiðidella“, glæpahneigð, eiga ekki saman líkamlega, mismunur á þjóðfélags- legri aðstöðu, sameiginlegt hús- næði með foreldrum, barnleysi eða of mörg börn o. s. frv. Hver er sú manntegund sem heillar konur mest? Framhald af bls. 7. þeirra að þessu leyti, — og öfugt, og að kona, sem er tilfinningarik og lætur hjartað ráða, hrífst helzt af jieim karlmönnum, sem „hugsa sinn gang“. Það kom líka fram við þessa rannsókn, að laglegar stúlkur verða lielzt ástfangnar af karl- manlegum og myndarlegum mönn- um, en stúlkur, sem geta ekki kallezt sérlega fríðar, gera minni kröfur um útlit karlmanna. () > hvernig er það svo um kon- ur, treysta liær karlmönnum yi'irleitt? Hin viðtæka skoðana- könnun, sem áður er getið, leiddi í ljós, að fæstar konur telja, að karlmönnum sé að treysta að nokkru ráði. Og ef til vill er það einmitt þess vegna, sem svo niargar konur vilja tjóðurbinda eiginmenn sina. Það hefur lika komið á daginn við athugun, að konur hafa nokkra ástæðu til að treysta karlmönnum ekki allt of vel. Sálfræðingar við DePaul-há- skóla, sem athuguðu meira en fimm þúsundir karla og kvenna, komust að lieirri niðurstöðu, að yfirleitt væru körlum síður að treysta en konum. Sú athugun leiddi og i Ijós, — takið eftir þvi, konur, — að þvi lægri sem gáfnaeinkunn karlmanns- ins reyndist, því hneigðari var hann fyrjr að blekkja og svíkja. Ef til vill er ástæðan fyrir liví, að greind- ari karlmönnum er þar fremur að treysta, einfaldlega sú, að þeir gera sér Ijóst, live örðugt það er að fara á hí.k við konur. E.in liafa athuganir sýnt, að flestar eiginkonur telja, að þær þekki eiginmenn sína til hlítar og skilp skapgerð þeirra og persónu- leika ,,Ég get lesið hugsanir hans eins i g á opna bók.“ „Hvort ég þekki manninn minn, -— jú, meinið er. að ég jiekki hann allt of vel.“ „Ég veit alltaf, hvað hann ætlar að segja, áður en hann opnar munn- inn . . .“ Hins vegar hafa sálfræðingar við Kaliforníu-háskóla komizt að raun um, að venjulega þekkja eiginkonur mcnn sína ekki nærri eins vel og þær vilja vera láta. Niðurstöður liessara sálfræðinga urðu á jiessa leið: „Konur geta verið bráðsnjallar að dæma og skilja skapgerð ann- arra karlmanna, en þegar kemur að eiginmönnunum, bendir allt til þess, að þar skjátlist þeim oft lirapal- lega. Konur geta haldið það sjálfar, að þær skilji þá, en i rauninni á sérhver kona afar örðugt með að dæma og meta hlutlaust það eða þá, sem henni þykir vænt um. í stað liess að skilja eiginmanninn, sjá hann eins og liann er, liættir henni við að sjá hann eins og hún vill, að hann sé, eða vildi, að hann væri.“ Ilins vegar leiddi jiessi athugun í ljós, að karlmenn eru konum yfirleitt mun skarpskyggnari varð- andi persónugerð þeirra, sem þeir unna, og kemur þar til greina, að jieir eru gæddir hlutlausari hugsun en konur. Verja konur mestum hluta af tima sinum til að hugsa um karlmenn? Því er vandsvarað. Raunar hafa sálfræðingar við háskólann í Minne- sota leitast við að komast á snoðir um jietta. „HIustarar“ á þeirra veg- uin blönduðu sér í hóp kvenna i verzlunum, veitingastöðum og and- dyrum kvikmyndahúsa og leikhúsa og lögðu eyru vandlega við öllu þcirra skrafi. Og þeir þóttust kom- ast að raun um, að konum eyddist meiri tími i að tala um karlmenn en nokkuð annað. Ilins vegar varð fatnaðurinn aðeins þriðji i röðinni sem umræðuefni þeirra. Öfunda flestar konur karlmenn og telja líf þeirra skemmtilegra og eftirsóknarverðara? Það hefur líka verið efnt til skoðanakönnunar til að finna svar við jiessari spurningu. Þær konur reyndust í iniklum meiri hluta, sem töldu lif karlmanna eftirsóknarverðara; þeir ættu kost á fjölbreyttari skemmtunum, meiri frama, og lifíð væri þeim á flestan hátt auðveldara en konum. Engu að síður fór svo, þegar kon- ur voru spurðar, livort þær mundu kjósa að gerast karlmenn, ef þær ættu þess kost, að langflestar svör- uðu þær því hiklaust, að þær kysu heldur að vera konur. — Forstjórinn er við, gjörið þér svo vel. vB* •SeSaeLl'- Vlj.'.íw ; r.r • Nú hefst tími heimsókna Veturinn er sá tími sem heimilislífið skipar æðsta sess. Þá verður að leggja áherzlu á matargerð og bakstur, enda létt með hinum viðurkenndu (ig|) krydd- og bökunarvörum Brúnkökukrydd Hunangskrydd Allrahanda Engifer Karry Kardemommur, Kanel, heill Kanel Múskat Negull, Pipar Saltpétur Rúllupylsu-krydd Matarsódi Súkkat Iíúmen, Kókósmjöl Vanillusykur Sítrónusykur Lárviðarlauf Bláber Hjartasalt Súpujurtir Rauðkál Karamellusósa Salatolía Sellofanpappir í rúllum, Vínsýra Vcrilol þvottalögurinn í þvottinn; og uppvaskið Brauðraspurinn cr ómissandi við ýmiskonar pönnusteikur, kótelettur, fisk o. f 1.; gefur matnum éviðjafnan- legt bragð og fallegan rauðgullin lit. Eplakaka með raspi og rjóma er vinsæll ííftirmatur. Heildsölubirgðir $kipk®H Vf SKIPHOLTI 1 REYKJAVIK Sími 2 37 37. V IK A N 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.