Vikan


Vikan - 22.12.1959, Blaðsíða 9

Vikan - 22.12.1959, Blaðsíða 9
onaóáon | jbr. Wattkíai J°> Bæling og duldir Þú og barnið þitt ÓÞJÁLL ÚTLAGI. Þegar barn verður gripið ofsalegri hræðslu, svo að það missir alla stjórn á sér, reynum við að sefa það og róa, höldum því e. t. v. föstu, leiðum athygli þess að öðru eða gerum ótta þess hlægilegan. Oftast ber viðleitni okkar þann tilætlaða árangur, að barnið losnar við ótta sinn og öðlast eðiilega öryggiskennd að nýju. Stundum tekst okkur þó miður. Barnið nær þá aðeins að bæla ótta sinn, þ. e. að þrengja honum burt úr vökuvitund sinni. En geigurinn, sem hið skelfilega atvik olli, gleym- ist þó ekki alveg, lieldur geyipist í dulvitund- inni. Þaðan getur hann brotizt fram löngu sið- ar, oft i breyttri mynd, og gert fullorðið fólk óttagjarnt og kjarklaust við liina meinlausustu hluti. Barnið bælir með sér fleiri tilfinningar en hræðsluna. Það bælir yfirleitt með sér allar þrár og tilfinningar, sem það finnur, að ekki rnega koma fram eða þvi er af öðrum ástæðum óþægilegt að láta í Ijós. Þetta á þó einkum við um tilfinningar, sem standa djúpt í eðli þess, t. d. ásthneigð til foreldra og ]irá eftir ástúð þeirra. Ef barn fær ekki að vcra samvistum við móður sína og njóta ástúðar hennar, t. d. af þvi að móðirin blygðast sín fyrir barnið og finnst það íþyngja sér (lausaleiksbörn), af því að hún stundar atvinnu utan heimilis eða af því að hún veiti öðru barni allt ástriki sitt, þá neyðist hið vonsvikna barn að lokum til þess að bæla niður smáða ásthneigð sina. Bæling sterkra hvata gerist ekki átakalaust. Mörg börn, sem finnst þau vcrða afskipt ást móður sinnar, neyta allra bragða, sem eðlis- ávísunin bendir til, til þess að sýna móðurinni sem átakanlegast þörf þeirra fyrir ástúð og þvinga hana til þess að elska þau. Um það hef ég rætt fyrr í þessum þáttum. Þess eru dæmi, að rekja megi afbrot og óreglu unglinga til ör- væntingarfullrar viðleitni barnsins að sýna móður sinni, að nú væru síðustu forvöð að sýna því ástúð og umhyggju. Stundum gerist bæling- in þó á hljóðlátan hátt, en hún þarf ekki að vera sársaukaminni ]iess vegna. Þrá barnsins deyr ekki né hverfur við bælinguna; hún lifir áfram í dulvitund mannsins, orkar á allt sálar- líf hans og blandar það beizkju vonbrigðanna, raskar jafnvægi þess, rænir cinstaklinginn ör- yggiskennd sinni og getur jafnvel spillt geð- heilsu hans. ÚR DJÚPUM DULVITUNDAR. Hinar bældu tilfinningar og þrár, sem lifa Í53 virkar í breyttri mynd í leynd dulvitundarinn- 'ar, mynda svonefndar duldir eða geðflækjur. Það var austurríski læknirinn Sieginund Freud, sem fyrstur uppgötvaði þýðingu bælingar og dulda og setti túlkun sína á þeim fram í við- tækri kenningu: sálgreiningunni. Áhrif Iiennar innan sálarfræðinnar fara sivaxandi, einnig hjá þeim, sem fallast ekki á sálarlífs- og menningar- túlkun Freuds í heild. Hér verður þessi kenning ekki rakin, en duldin skoðuð frá einföldu sjón- armiði daglegrar reynslu. Tólf ára drengur, alinn upp í rafljósadýrð höfuðstaðarins, þorir ekki að ganga upp og niður stigann, ef rölckvað er. Þegar við horfum á þennan tápmikla og skýrlega dreng, eigum við dálitið erfitt með að trúa því, að móðir lians verði að fylgja honum niður stigann, þegar hann fer í skólann á morgnana, og að hann hringi útidyrabjöllunni og bíði móður sinnar svo niðri, ef hann kemur heim, eftir að fer að skyggja. Úti finnur hann ekki til myrkhræðslu. Geigur ltans er bundinn við stigann. Hver er orsökin? Við nákvæma eftirgrennslan rifjast upp at- vik fyrir drengnum, sem jafnvel móðirin liafði að mestu gleymt. Hún datt með hann kornungan í bröttum stiga. Hann meiddist lítið, en varð ofsalega hræddur. Iiann virtist þó jafna sig bráðlega, nema hann hrökk upp úr svefni með hræðslugráti nokkrar nætur. Svo gleymdist þetta atvik. En þegar hann var kominn svo á legg, að hann mátti fara einsamall upp og niður stigann, þá brauzt hinn bældi geigur fram sem myrkhræðsla. Telpa, rúmlega 3 ára, var send á barnaheím- ili til dvalar, af þvi að móðirin átti von á öðru barni. Fram að þeim tíma var hún eina barnið og liafði aldrei dvalizt fjarri foreldrum sinum. Foreldrum fannst þessi lausn þægileg, enda vónuðu þau, að einþykkni og sjálfræðisþrá, sem farið var að bera á hjá telpunni, mundu hverfa í sambúð við jafnaldra. Þegar telpan kom heim aftur eftir 10 vikna fjarveru, tók móðirin eftir því, að hún stamaði, „sérstaklega ef henni var mikið niðri fyrir“. Telpan var í fyrstu mjög hrifin af litla bróður sínum, en aðdáunin þok- aði fyrir afbrýðisemi, þegar liún skildi, að öll umhyggja foreldranna beindist að honum, en henni var ýtt til hliðar. Stamið ágerðist. „Við áminntum hana og bönnuðum henni það; okluir fannst svo hræðilegt, hvernig hún talaði.“ Nokkrum vikum seinna byrjaði telpan að væta rúmið. ÞRÁR OG SJÁLFSAFNEITUN. Það kom í ljós, þegar saga telpunnar var rakin nánar, að foreldrarnir höfðu vonazt fast- lega eftir þvi, að fyrsta barnið yrði drengur. Telpan varð þeim því strax til nokkurra von* brigða og hvarf því auðveldlega i skuggann, þegar hinn þráði sonur fæddist. Hin óvænta breyting á stöðu hcnnar í fjölskyldunni varð henni því örlagarikari sein hún var sjálf á við- kvæmu og erfiðu þróunarskeiði. Hún jiolir ekki svo óvægilega sjálfsafneitun. Bæld þrá hennar eftir ástríki foreldranna kippir henni til baka í þróuninni: Hún er aftur orðin smábarn, sem kann ekki að tala og pissar undir. Og litils- virðing foreldranna, sem „fannst svo liræði- legt, hvernig hún talaði“, og taka ómálga hvít- voðunginn fram yfir hana, rekur hana lengra út i ófæruna. Öll mannleg þrá verður að láta sér lynda nokkra takmörkun i fullnægingunni. Barn sættir sig smám saman við þessa sjálfsafneitun, ef geð- tengsl þess við foreldrana eru stcrk og heil- brigð. En ef veruleg röskun verður á þeim, geta skyndilegar kröfur um sjálfafneitun ofreynt taugar barnsins og raskað geðrænu jafnvægi þess. Truflunin kemur þá oft fram í þeirri mynd, sem foreldra varði sízt. Vegna slíkrar ofreynslu ungbarnsins verður sálarlíf margs fullvaxins manns- eins og opin kvika, og skapgerð hans og feril markast veru- lega af viðleitninni að skýla þcssum sárindum fyrir sjálfum sér og öðrum. if v.->r ekki í neinum vafa um að við gætum selt brauðristarnar, enda seldum við 800 á viku. Brátt eignuðumst við þó marga keppinauta, og margir þeirra smíðuðu bæði brauðristar og strokjárn. Okluir var því áríðandi að taka upp framleiðslu einhverra heimilistækja sem aðrir gætu ekki framleitt.“ Kenneth hugleiddi málið. Hann hafði lögum veitt því athygli hve eldhússtörfin voru hús- móðurinni tímafrek. Það lilaut því að koma sér vel fyrir hana, ef henni byðist eitthvert rafknúið tæki, sem létt gæti henni þau störf. þessar hugleiðingar urðu til þess, að Kenneth Wood ákvað að hefja framleiðslu á fjölvirkum hrærivéhnn. Það virfist ekki neinum vafa bund- ið að þær njyndu seljast vel, Fyrstu KenWood hrærivélarnar voru eftir- liking þeirra bandarisku. lvenneth Wood gerði sér þegar i upphafi vonir um mikinn útflutn- ing, og það hefur yfirleitt verið reglan, að ekkert eitt land fengi meira en 20% af fram- leiðslu fyrirtækisins. Til þess liggja tvær orsakir. í fyrsta lagi var það líklegast til að auka eftirspurn og sölu, að fyrirtækið næði fótfestu í sem flestum löndum, og um leið öruggara, því að þá hafði það ekki cins alvarlegar afleiðingar þótt markaður lok- aðist í einu landi. í öðru lagi er Kenneth Wood brezkur að allri skapgerð; mikið gefinn fyrir ferðalög ekki síður en viðskipti, og vill nema scm viðast lönd fyrir brezkar framleiðsluvörur. Skömmu eftir að fyrstu Ivenwood hrærivél- arnar komu á markaðinn, barst beiðni frá Belgíu um líu vélar. Þótti Kenncth Wood það kynlegt, þar eð hann vissi að þær stóðust ekki samanburð við þær bandarísku. Hann brá sér því flugleiðis til Brússel, og varð þess vísari að Bclgíumaðurinn liafði aldrei séð Kenwood hrærivélarnar, og að það var aðeins dollara- skorturinn sem gerði, að hann pantaði þær. „Ekki er slíkt til frambúðar", sagði Kenneth Wood við sjálfan sig. Og nú afréð að hefjast tafarlaust lianda um framleiðslu á hrærivélum, sem væru fjölvirknari en nokkur tegund önnur. Það tók hann eina helgi að leysa vandann og gera frumdrætti að slíkri hrærivél. Þá lá næst fyrir að undirbúa framleiðslu á þessari undra- vél með tilliti til þess að hún yrði eins ódýr og frekast væri unnt. Þetta var aðdragandinn að hrærivélinni „Kemvood Chef“. „Mér kom aldrei til hugar að þetta mundi ekki takast“, segir hann. „Ef maður fer að rök- ræða það við sjálfan sig, hvort eitthvað mundi heppnast eða ekki, þá heppnast manni aldrei neitt“. Yfirverkstjórinn, Bob Tompkinson, hefur það fyrir sið að reyna allar nýjar gerðir heimilis- tækja, sem verksmiðjan framleiðir, og allar Framhald á bls. 34. V IK A N 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.