Vikan


Vikan - 25.02.1960, Síða 17

Vikan - 25.02.1960, Síða 17
Hvítur kvöldkjóll með túniku- sniði. Sjálfur kjóllinn er 'úr blúnduefni, en yfirkjóllinn er úr organdy. Tilheyrandi hvítir, háir hanzkar og hvít perlufesti. Skartgripirnir eru mjog stórir og áberandi, — marg- faldar perlufestar, sem ná frá eyrum og alla leið niður á hringu. Svartar festar úr slíp- uðum glerperlum þykja afar fínar. Eyrnalokkarnir eru einnig feiknastórir og sam- settir úr alls konar steinum og perlum. Áberandi steina- nælur cru líka mikið notaðar í kjóla og hatta. Síðu ballkjólarnir, sem aftur eru komnir í tízku, eru íburðarmiklir og fallegir. Hvítir kjólar eru mest í tízku, en einnig er gull- og silfurbrokaði mikið notað. Þessi glæsi- legi kjóll hér á myndinni er frá Ðior. Hann er úr satíni og auðvitað rykktur saman um hnén samkvæmt Dior-tízk- unni. f rykkinguna eru festar rósir, en þær eru mikið not- aðar í kjóla. Kjóllinn er opinn að framan og síðastur að aftan. UíuqUí Hjj Á kvöldin vil ég hafa konurnar eins og koniaksglös, en á daginn eins og tilraunaglös, segir Jaques Heim. Balmain segir, að konurnar eigi að líkjast lótusblómi. Háu blöðin eru herð- arnar, stilkurinn er kroppurinn, og blómið táknar höfuðið. Gres vill láta konur klæðast tunika-línunni og axlavíðum kápum. Michael Goma segist ekki geta lýst sinni línu með neinu stærðfræðilegu tákni. Fötin eiga að vera „elegant“ og þægileg, — þar fer „mín dama“, segir hann. Maggy Uouff segir: Mín lína heitir „mjög kvenleg“. Dior-línan heitir 1960, segir Yves St. Laurent. Svartur kvöldkjóll frá Dior. Hann er úr tafti, rykktur saman að neðan og með stórri slaufu í hliðinni. Það er dregið úr efninu þannig, að pífurnar eru allar kögraðar. Hattur úr sama efni og kjóllinn. Hálsband og eyrnalokkar eru mjög stórir. Þetta segja hinir vísu menn, tizkukóngarnir. Við samþykkjum það auðviiað eins og allt ann- að, sem þeir segja okkur, án þess að geta skilið, hvernig í ósköpunum þeir geti ímyndað sér kvenfólk sem vínglös. En þeir hafa nú líka yfirnáttúrlegt hugmyndaflug.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.