Vikan


Vikan - 25.02.1960, Síða 19

Vikan - 25.02.1960, Síða 19
§§§|§(||§||§§| . '■■■'.' . :;:: ")':M WmM Til mikils að vinna Bak viÖ allar þær stjörnur, sem komast upp á him- ininn í heimi kvikmyndanna, stendur aragrúi af smá- stjörnum, sem hafa fengið eitt hlutverk eða ekkert. Þær nota öll hugsanleg brögð til þess að vekja á sér athygli og finna náð fyrir augum hinna stóru karla, sem stjórna þessum málum. Oftast eru slíkar tilraunir heldur máttvana og kannski aðeins í því fólgnar að rífa sig úr fötum eða láta einhverjum illum látum. Meira áberandi verða þessi brögð, þegar viðkomandi ræður yfir einhverju|» fjármagni Og getur eins og ungfrúin á myndinni leigt þyril- vængju eina og eina dagstund og staðið í kaðalstiga neðan í henni, svo að públík- um megi sem bezt virða fyrir sér hin- ar frábæru línur, og væntanlega eru hæfi- leikarnir eftir því. Olíumál i Marokkó Meinleg örlög margan hrjá, •— og mikilli bölvun hefur það valdið, þegar peninga- sjónarmið hafa blindað menn og leitt þá til óhæfuverka. ÞaS gerðist í Marokkó á dög- unum, að nokkrir vesælir kaupmenn sáu, að þeir gátu orðið nokkrum skildingum rik ari með þvi að lilanda smurolíu saman við mataroliu, sem almenningur ])ar í landi notar til viðbits. Þeir vissu ekki, að smurolia inniheldur efni, sem veldur lömun. Þessi olia var seld með niðursettu verði, og fátæklingarnir lceyptu hana mest. Fólkið lam- aðist fljótlega, eftir að það hafði neytt olíunnar, og víða var ástandið hörmulegt. Hér sjáum við eina af hinum ógæfusömu mæðrum. Hún liafði aðeins neytt litils háttar af olíunni, en verður þó að styðja sig við staf, meðan hún reynir að hjálpa ungri dóttur sinni, sem er mikið lömuð. Mikið hafa þeir veslings kaupmenn á sam- vizkunni, en það kann að bæta málstað þeirra, að verkið var unnið fyrir hreina fávizku, en ekki af illuin ásetningi. -A la Mazilyn Síðan Mariiyn Monroe gekk að eiga leikritahöfundinn Miller og komst í stétt andans manna, hefur það verið talið mjög eftirsóknarvert að líkjast henni. Fram að þeim tíma var talið, að svo fögur kona hlyti að vera heimsk og þar að auki léleg leikkona. En Miller kvað konu sína ekki síðri á andlegu sviði en líkamlegu, og inenn eru smám sam- an farnir að trúa því, að Marilyn sé ekki svo mjög vitlaus, og eftir að hún lék í hinni víðfrægu kvikmynd Some like it hot, hefur líka komið í ljós, að hún hefur hæfileika til þess að leika. Þegar svo er komið, er sannarlega tími til þess kominn að efna til samkeppni um það, hver líkist hinni guðlegu veru mest. Danir hafa nýlega efnt til einnar slíkrar keppni, og þar komu saman nokkrar ljóshærðar dömur með línurnar í lagi. Sú, sem situr á hjólbörunum, heitir Ulla Darnig, og hreppti hún hinn eftirsóknar- verða titil.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.