Vikan - 25.02.1960, Page 25
GRAND
HÓTEL
IN frægasta mynd Grétu Garbo var Grand
Hotel, sem Metro-kvikmyndafélagið gerði ár-
ið 1932, en af öðrum kunnum leikurum i
myndinni má nefna Joan Grawford, Wallace Beery
og Jean Hersholt. Nú hefur ])ýzkt kvikmyndafélag
framleitl nýja útgáfu af þessari mynd, og að því er
sagt er, mun árangurinn fara fram úr djörfustu von-
um. í niörgum þýzkum borgum hefur myndin hrund-
ið öllum metum síðari ára i aðsókn. Grand Hotel er
I.yggð á skáldsögu Vicki Baum, en hún fjallar um
örlög margra persóna, sem af tilviljun verða á vegi
liver annarrar. Við kynnumst rússnesku dansmeyj-
unni Grusinskaju, hinum glæsilega hótelþjóf barón
von Gaigern, iðnjöfrinum Preysing, aðalbókhaldar-
anum Kringelein og hinni fallegu skrifstofustúlku
gistihússins, Lille Flarnrn. Allar eiga sinn drjúga
þátl í að spinna örlagavefinn, — en sagan gerist öll
á einum sólarhring á hinu glæsilega hóteli. Gottfried
Beinhardt, sonur hins kunna leikhússmanns Max
Reinhardts, hefur setl myndina á svið, en Ijósmynd-
ari er Svíinn Göran Strindberg.
UEIUM PACÍEI
I þýzkri kvikmi'mi
Það er ekki óalgengt, að þeir í Hollywood flytji til
sín þekkta leikara frá Evrópu, en að bandarísk stjarna
sé ráðin til að leika í þýzkri mynd, — það verður að
teljast til nokkurra tíðinda. Stjarnan, sem hér um
ræðir, er hin fagra Debra Paget, sein m. a. hefur
nýlokið við að leika í Boðorðunum tíu, stórmyndinni
eftir Cecil B. De Mille, sem við höfum getið hér áður.
Það var leikstjórinn Fritz Lang, sem fékk Debru til
að taka að sér hlutverk í Þýzkalandi, og tæplega
hefði hann getað valið betur. Hún mun leika í tveim-
ur þýzkum myndum, er nefnast Tígurinn frá Eschnap-
ur og Indverska grafskriftin. Og Debra virðist vera
fædd í hlutverk indversku hofdansmeyjunnar. Hið
rétia nafn Debru er Debralee Griffin, og hún er fædd
í Colorado í Bandaríkjunum 19. ágúst 1933. Hún var
ekki nema fimmtán ára gömul, þegar hún ték í mynd-
inni Lög götunnar hjá Fox félaginu. Meðal mynda
hennar má nefna Brotnu örina, þar sem hún lék á
móti James Stewart, Paradísarfuglinn, Demetrius og
gladíaiorana og Reno-bræðurna. Debra er gift söngv-
aranum David Street.
O. W. FISCIIER
hritir réitu nafni Ottó Wilhelm Fischer, er fæddur 1. apríl
1915 og sonur austurríks starfsmanns i utanrikisþjónustu.
Aðeins tvítugur kom Ottó fyrst fram á sviðinu í Vín, en
hann hafði næstum ncð helmingi hærri aldri, þegar nafn
háns var orðið vel þekkt. Það var í þýzkum kvikmyndum,
srm Fischrr fékk sitt bezta tækifæri, enda hefur hann
Ieikið í fjclmörgum þeirra. Hlutverk vor Gaigerns baróns
h'ýtur að vera óskahlutverk leikarans, því að hann er sem
fæddur til að leika þennan hættulega hótelþjóf, sem kann
skil á því að nota sér vinsældir sínar hjá veika kyninu til
að ná því, sem hann ætlar sér.
„Dönsk
Marilyn”
Stúlkuna á myndinni hér til
hægri kalla Danir sína „Marilyn
Monroe", — en hún heitir annars
Judy Gringer og er fædd í janúar
1941. Judy gekk í ballettskóla Kon-
unglega leikhússins, en varð að
hætta þar, sjálfri sár og ættingjum
til mikilla leiðinda, vegna þess að
„fæturnir þoldu ekki hina miklu
áreynslu“, að því er hún segir sjálf.
En þetta voru þó ekki endalokin á
dansferli hennar, því að hún réðst
í dansflokk Ritu Clair og hefir get-
ið sér nafn sem dansmær með þeim
flokki. Einnig hefur hún fengið
litil hlutverk í kvikmyndum.
Michele Morgan í
hinu fræga hlutverki
Garbó.
Preysing talar yfir
hausamóíunum á
bókhaldara sínum.