Vikan


Vikan - 21.04.1960, Blaðsíða 4

Vikan - 21.04.1960, Blaðsíða 4
Það er fátt til unaðslegra en að lenda á flug- velli hjá skemmtilegri borg í lilýju rökkri um sumar. Það er likt og að stíga inn í ævin- týraheim, — allt er nýtt, allt óvænt, og ferða- langurinn þekkir varla sjálfan sig fyrir sama mann! „Vikan“ hefur hugsað sér að elta hin heppnu i þessari samkeppni í fyrirætlaða Kaupmanna- hafnarferð, — en hún mun jafpan snúa sér hæversklega undan, ef jjess þarf með, því vænt- anlega byrja þau ekki á því að heimsækja frænku! Klukkan á ráðhústurninum slær sem sagt sjö. Þau eru búin að koma farangrinum á hótel- ið, snyrta sig og fá sér kaldan Karlsbérg (Túborg beðin afsökunar), og standa nú i mannflaumn- um á torginu. Á húsi Politiken blika ljósafrétt- irnar án afláts, dúfumaðurinn hefur ekki við að selja korn, og berhöfðuð reiðhjólastúlkan er komin út úr veðurmerkinu á Scandia: það var sem sagt óhætt að skilja regnfrakkann eftir lieima. Við sjáum hrátt að þetta er mesta skyn- semdarfólk: það anar ekki út i ysinn hugs- unarlaust, heldur tyllir sér á ráðhúströppurnar með þetta stóra, uppljómaða leiksvið mann- lífsins fyrir framan sig. Við hliðina á þar sem þau sitja er höggið mylluspil í granítið, svo blaðsölustrákar og dagdrífarar geti stytt sér þar stundir. Þetta er með öðrum orðum einskonar æskulýðsheimili, módel 1903. Þó þetta sé smátt, felst samt í þvi mikið af Kaupmannahöfn, og þau rennir brátt grun í, að það sem geri borg yndislega, blasi ekki alltaf við augum, heldur verði menn að finna það sjálfir. En von bráðar standa þau upp og labba spöl- korn út Vesturbrúargötu. Okkur er óhætt að veðja henni ömmu okkar upp á það, hvert þau Enginn fer svo til Kaup- mannahafnar að hann heimsæki ekki Tívolí; þann lystisemdanna ævintýragarð. Ýmsar þjóðir hafa reynt að stæla Tívolí og ef til vill tekizt það að einhverju leyti, en það er viður- kennt, að hvergi finnst annarsstaðar þar sér- staka andrúmsloft sem ríkir á þessum stað. Á myndinni sjást uppljóm- aðir gosbrunnar og kon serthöllin að baki. Á myndinni að ofan sést Sívaliturn. 4

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.