Vikan


Vikan - 21.04.1960, Blaðsíða 7

Vikan - 21.04.1960, Blaðsíða 7
skyldi þó ekki vera, að þú hefðir annaðhvort orðið fyrir vonbrigðum, sem þú tekur þér nærri, eða ofþreytt þig og taugarnar séu í ólagi? Reyndu, ef þú getur, að hvíla þig hóf- lega, og umfram allt — reyndu að losna við þá trú, að ólánið elti þig. Satt er það að vísu, að heppni og lán eru manninum ekki alltaf sem tryggastir förunautar, en mesta óheppnin og örlagaríkasta ólánið er að festa sjálfur trú á óheppni sína og ólán. NAUÐSYN — EKKI NAUÐSYN ... Kæra Vika. Stundum heyrir maður um það talað, að vör- um og varningi sé skipt í tvo flokka, nauð- synjavörur og — aðrar vörur. Það er sérstaklega þegar blessuð yfirvöldln okkar eru að undirbúa einhverjar ráðstafanir, sem verða til að hækka vöruverðið, að maður heyrir uin þetta talað, þá á það aldrei að hækka, að minnsta kosti ekki neitt að ráði, á þeim vörum, sem kallaðar eru nauðsynjavörur, og manni skylst helzt að það séu þessi yfirvöld, sem ráði flokkuninni. En nú langar mig til að spyrja þig, hvað séu nauðsynjavörur og hvað ekki. Er eingöngu það nauðsynjavara, sem með þarf til að draga fram lífið á sama hátt og ömmur okkar og afar, eða er miðað við mannsæmandi nútímalíf? Eru t. d. nælonsokkar nauðsynjavara eða ekki, að dómi yfirvaldanna? Eða ætlast þau til þess, að við göngum í heimaprjónuðum bandsokkum? Eru kvenskór nauðsynjavara, eða ætlast yfirvöldin til að við tökum upp aftur sauðskinnsskóna? Er nærfatnaður kvenna úr sæmilegu efni nauð- synjavara, eða eigum við að klæðast prjónanær- fötum, vetur og sumar, upp á gamla móðinn? Mér skilst að allt það, sem ég hef minnzt á, sé ekki nauðsynjavara að dómi þeirra, sem völdin hafa — en fjárakorninu ef ég trúi þvi samt að ráð- herrafrúrnar fari að ganga i prjónuðum band- sokkum, á sauðskinnsskóm og 1 svellþykkum, prjónuðum ullarnærfötum. Ætli þær svitnuðu ekki ónotalega i partíunum, blessaðar. Nei, þegar þeir háu herrar eru að flokka þetta niður, verða þeir að hafa í huga, að öldin er önnur en hún var, og fjöldamargt, sem áður þótti stakasti óþarfi, er nú orðið nauðsynjavara, ef við eigum að lifa mannsæmandi lífi. Láttu þá fá að heyra þetta, Vika mín góð. Vinsamlegast. Húsmóðir. Já, hér með fá þeir að heyra þetta, og þeir hafa eflaust gott af því. Sjálfur er ég ófróður um flokkunina hjá þeim, en óljósan grun hef ég urn það, að húsmóðirin hafi mikið til síns máls. Þegar talað er um lífsnauð- synjar, er ekki eingöngu hægt að miða við mat og drykk; fatnaður heyrir líka undir nauðsynjar, og þá fer málið að vandast, því að klæðaburður bæði karla og kvenna er orðinn allur annar en var. Og það eins þótt aðeins sé um það rætt að ganga mannsæm- andi til fara ... ÓKURTEIS KURTEISI ... Kæra Vika. Það er eitthvað athugavert við uppeldi barna hér í bæ, það er áreiðanlegt. Þau kunna ekki einföldustu kurteisisvenjur. Ég var á ferð i strætisvagni um daginn og hafði ekki sæti. Þá hnippir telpa 1 aðra telpu, sem sat og segir svo hátt að heyrist um allan bílinn: „Stattu upp fyrir — gömlu konunni!“ Svo stóð telpan, sem sat, upp og bauð mér sætið. Vitanlega létzt ég ekki taka eftir þvi, en þá bættu þær gráu ofan á svart með því að kalla „Viltu ekki sitj- ast!“ Þeim virtist umhugað, að ekki væri neinn í vafa um að ég væri „gamla konan“, sem þær ættu við. Það er þó langt frá því, að ég eigi þessa nafnbót skilið, enn sem komið er. Hvað segja foreldrar um svona óskammfeilni barna? Eða kennararnir? Eru börnum bókstaflega ekki kenndar neinar umgengisvenjur siðaðra manna i skólunum? Ég hef verið mikið erlendis, og ég þori að fullyrða, að annað eins og þetta gæti aldrei komið fyrir í strætisvagni í Dan- mörku eða Bandaríkjunum. Virðingarfyllst. Lady. Nei, það er alveg satt — þetta er sko ekki hægt. Að vísu fylgdi ekki nein ljósmynd með bréfinu, en vitanlega er það frekleg ókurteisi að kalla konu gamla — ef hún ber það með sér, að hún sé það en vilji ekki vera það. Að sjálfsögðu var það aðeins kurteisi að bjóða sætið, en að láta þennan snoppung fylgja — nei, ég tek undir með „ladyinni", hvað segja foreldrar og kennarar slíkra barna? Ef um unga stúlku hefði verið að ræða, eða jafnvel miðaldra, sem ekki nein teljandi ellimörk sáust á, þá hefði þessi framkoma verið sök sér, því að þá hefðu það verið telpurnar, sem urðu sér til athlægis. Annað eins og þetta getur víst hvergi gerst nema hér á landi — að minnsta kosti ekki í hámenningarlönd- unum, eins og Kaupmannahöfn og Banda- ríkjunum. Og að þetta skyldu vera telpur; já, það má nú segja að snemma byrji ill- kvitni og afbrýðisemi kvenna í garð sinna eigin kynsystra. PRENTSMIÐJAN — SIMAU: 35320, 35321, 35322, 35323 L i ■ ■ i V IK A N 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.