Vikan


Vikan - 21.04.1960, Blaðsíða 22

Vikan - 21.04.1960, Blaðsíða 22
sagði hann og rétti Bonito peningaseðil. „Það gildir mig einu hvað veldur. E'f hún heldur að ég fari að ganga á eftir sér, þá misreiknar hún sig.“ Hann var seztur inn í flugvélina og beið þess, að hún hæfi sig til flugs, þegar Bonito leit inn. .,Ég hef hringt í gistihúsið, senor. Hún er ekki heima í herbergi síhu ...“ Douglas leit við, eldsnöggt. „Hvað áttu við? Og hvernig gaztu fengið þær upplýsingar?“ Bonito brosti hreykinn. „Hg sagði þeim, að ég væri lögreglustjórinn, og þetta væri út af máli, sem tæki til lögreglunnar. Þeir gættu að í her- berginu hennar. Það hefur ekki verið sofið í rekkj- unni í nótt. Næturvörðurinn sagði að hún hefði ekki kom!ð til baka i róðarbátnum með frænda sinum ...“ Douglas, sem var búinn að spenna sig sætis- beltinu, iosaði það af sér með einu handtaki, reis úr sæti svo skjótt, að hann rak sig upp undir þak vélarinnar, og ruddist út. ,.Komdu,“ sagði hann v'ð Bonito. „Ég hélt, senor, að þig gilti einu ...“ „Fljótur nú ...“ Hann kippti í hönd Bonito og dró hann niður úr flugvélinni. Svo tók hann til fótanna. „Fljótur nú ..“ kallaði hann um öxl til Bonitos. „Þú gleymdir töskunni þinni uppi í flugvélinni." „Hlauptu ...“ Én Bonito var óljúft að fara hraðara en hann var vanur. „Já, ég hef heyrt að þeir í sjóliðinu séu viðbragðssnöggir," tautaði hann. „Skyldu þéir ekki hafa heyrt minnst á manana?" „Vertu þá sæll ...“ Banito horfði á eftir Douglas, og það brá fyrir söknuði í augnaráði hans. Hann sá fyrir sér annan ungan mann, að visu þeldekkri og smávaxnari. sem tók á rás yfir akrana, léttur í spori og fjaður- magnaður. Einkasonur hans, Rolfo, elztur sjö barna iians, sem nú lá í gröf sinni einhversstaðar hinum megin á hnettinum, óraleið frá eynni sól- ríku, sem hann unni svo heitt. Bonito brá rauðum vasaklútnum að augum sér. Svo iabbaði hann sig hægt og rólega að Juana, bílnum, þar sem Douglas var seztur í framsætið og beið hans óþolinmóður. „Eg var með lykilinn," sagði Bonito rólega. „Aí stað. Ég skal merja hvert bein í bölvuðum skrokk þessa Hosmers glæpamanns, nema hann segi mér hvar stúlkan mín er. Svona, kunningi — nú ek ég .. Bonito vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið, þeg- ar Juana tók á rás eins og kólfi væri skotið. „Juana getur ekki flogið, senor,“ hrópaði hann. „Þetta er gamalt og mæðið hró ...“ Douglas svaraði ekki. Þeir óku fyrir horn, hrað- ara en Bonito hafði nokkru sinni dreymt um að aka „Senor — reyndu að minnsta kosti að halda henni vinstra megin á veginum . ..“ „Ef eitthvað hefur komið fyrir Karen,“ svaraði Douglas, „þá skal ganga meira á hér á eynni en nokkur dæmi eru til!“ Bonito lokaði augunum og baðst fyrir í hljóði. Hosmer Smith hafði sofið illa um nóttina, og befrar svo Douglas Burke ruddist inn til hans iilukkan sjö að morgni, lá við sjálft að það væri r -e:ra en hann fengi afborið. Hann sveipaði silki- sloppnum þétt.ara að tröllstórum skrokk sínum öskraði: „Þetta verður eins og ég hef sagt. Karen er sy§turdóttir mín, og ég ræð . . .“ 'ouglas var ákaflega rólegur á yfirborðinu; reiðarinnar gætti einungis í fölvanum á freknóttu andlitinu og ískulda raddarinnar. Þeim, sem '•--rðu rödd hans nú. mundi vart hafa dulist að hann væri þess umkominn að skipa svo fyrir í orrustu, að enginn dirfðist annað en hlýða, og mundi þá ekki mikið tillit tekið til fjandmann- anna. „Ja, Karen hefur verið systurdóttir þín í nokkrar vikur. eftir að einhver atvik, sem mér c~u ókirui enn, höguðu því svo til að það kom sér vel fyrir þig, en áður hafðir þú ekki af henni vitað í full tuttugu ár. Hins vegar hefur hún verið stúlkan mín frá því við vorum bæði börn, og hún verður eiginkona min.“ „Þú hefur sjálfur séð kröfubréfið. Þar segir, að ef við leitum aðstoðar lögreglunnar, verði Kar- en drepln." „Og hvað veldur að þú treystir því, að hún verði ekki myrt hvort eð er? Hún hlýtur að bera kennsl á þá, sem rændu henni, og kemur þér til hugar, að þeir stofni sjálfum sér í þá hættu, að sleppa henni á lífi ...“ VVill Roth hét mér því, að ekki skyldi skert hár á höfði hennar, og hvað svo sem annars má segja, þá heldur hann loforð sín, hugsaði Hosmer. Hon- um brá, það var eins og hann hefði heyrt sjálfan sig segja orðin upphátt. Hann óskaði þess afheilum hug, að hann hefði aldrei látið leiða sig út í þetta. Hann hlyti að hafa hitt einhver önnur ráð til að komast yfir það fé, sem hann vantaði, Hann rétti úr sér, nei — þetta var eina leiðin og hana varð hann að halda til enda. Hið nýja fyrirtæki hans var fjárfrekt, á meðan verið var að koma því á laggirnar, og lánstraúst hans var um iþað bil á þrotum. Það var með naumindum, að honum hafði tekizt að fá fimmtíu þúsund doil- ara lán í bankanum, og það eins þótt hann setti hlufabréfin í íyrirtæki sinu í tryggingu. Og gert var það, sem gert var og varð ekki aftur tekið. Hosmer gat ekki komið í veg fyrir ránið á Karen nú, eða stöðvað þá atburðarás úr því sem komið var, þótt hann hefði feginn viljað. Af sinni venju- legu slægð og varúð, hafði Will Roth ekki látið uppskátt við hann hvar á eynni þennan sumar- bústað væri að finna; aðeins sagt, að hann stæði einhversstaðar á ströndinni. Og enda þótt Hosmer hefði vitað nákvæmlega hvar hann var, hefði han nekki getið komist þangað nema í bíl; hann gat þá ekki losnað við að þessi sjóliði færi með honum eða veitti honum eftirför, og hvernig mundi þá hafa farið? Og ef Karett yrði ekki myrt, er sæist til ferða Hosmers, mundi hún um leið vita, að hann ætti aðild að þessum gráa leik. Og vitanlega varð hvorki náð síma né póstsambandi vlð staðinn, þar sem ekki var búið í þessum sum- arbústað nema yfir sumarmánuðina. „Ég hef þegar gert ráðstafanir til að mér verði sent féð á tilteknum tíma,“ svaraði Hosmer. Þeir koma með flugvélinni í kvöld og þá hafa ráns- mennirnir samband við okkur. Þú hefur lesið kröfubréfið. Nú verður þú að taka á stillingunni, það er eina vonin til þess, að Karen sleppi heil á húfi.“' „Þú ert brjálaður," svaraði Douglas af sömu festu og áður. „Allt þetta tímatakmarksblaður hefur ekki aðra þýðingu en þá, að Karen muni verða á lífi til miðnættis. Þeir myrða hana ekki fyrr, en þeir hafa fengið peningana i hendurnar. Þeir vita ekki nema það geti komið sér vel að iáta hana sjálfa skrifa bónarbréf — og færi svo, að þeir yrðu handteknir áður en þeir hafa kló- fest peningana, vilja þeir ekki að unnt sé að á- kæra þá fyrir morð, og það verði þá hið eina, sem þeir hafa upp úr krafsinu." „Þeir myrða hana ekki, vertu viss.“ Douglas virti Hosmer fyrir sér, rólega og með kaldri fyrirlitningu. „Þú ert furðu rólegur eins og á stendur, þykir mér. Þú skrifar bara eftir lausnarfénu og ferð síðan að sofa eins og ekkert sé ..." Það hefði líka allt gengið af sjálfu sér ef þessi 22 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.