Vikan - 21.04.1960, Blaðsíða 15
Þetta er
þátturinn
Hús og húsbúnaður.
íbúð
i
Róm
55% af íbúum jarðarinnar
ganga í fötum.
30% ganga aðeins í mittis-
skýlu.
15% hafa engar áhygg'jur
af fatnaði og gang-a alls-
berir.
Svo er sagt, að fötin skapi
manninn!
Bréf frá reiðum föður
eftir
Dr. Matthías
Jónasson
Er unglingaprófið falsað?
VAR SONUR MINN BEITTUR
ÓRÉTTI?
Af því að ég hef lesið þáttinn yðar og
haft af honum mikinn fróðleik um ýmis
vandamál uppeldisins, sem mér eru hug-
stæð, langar mig nú til að bera undir yður
vandamál, sem ég veit ekki, hvernig ég
á að skilja. Ég þykist engum manni vilja
gera rangt, en ég vil eklci heldur þola öðr-
um órétt. Nú þykist ég sjálfur hafa verið
heittur órétti, sem mig tekur því sárar
sem liann bitnar mest á syni mínum.
Svo er mál með vexti, að sonur minn
lauk unglingaprófi í vor og ætlunin var,
að hann læsi undir landspróf í vetur.
Skólastjóri miðskólans réð honum þó svo
ákveðið frá landsprófi, að ég taldi það
jafngilda synjun. Drengnum var sagt, að
samkvæmt einkunn hans á unglingaprófi
væi-i vonlaust, að hann næði landsprófi.
Við tókum þetta til greina. En nú vitum
við um dreng, skólabróður sonar míns og
með aðeins lægri einkunn frá unglinga-
prófi, sem var tekinn i landsprófsdeild og
ekki er annað sýnilegt en að hann muni
standast prófið. Að minnsta kosti fékk
liann góða einkunn á miðsvetrarprófi.
Ilvers konar misrétti er þetta? Getur
skólastjóri eftir geðþótta sínum bægt ein-
um frá og tekið við öðrum, þó að báðir
leggi fram prófskírteini með sömu eink-
unnum? Eða eru einkunnirnar mark-
leysa? Þær eru að minnsta kosti sú eina
vitneskja, sem skólinn lætur foreldrum í
té um námsgetu og þekkingu barnanna.
Eigum við ekki að taka mark á þeim?
Hvaða mat lagði skólastjórinn á þessa tvo
drengi? Ef það er allt annað en okkur
foreldrum er tilkynnt, þá væri æskilegt
fyrir okkur að fá greinilega upplýst, á
hverju það byggist.
Reiður faðir.
VAFASÖM EINKUNNAGJÖF.
Ég verð að játa, að mig brestur að
nokkru leyti þekkingu til þess að svara.
Samt þori ég að fullyrða, að skólastjórinn,
sem „reiður faðir“ talar um, vildi alls
ekki beita son hans órétti, heldur ráða
iionum heilt. Dóm sinn og visbendingu
byggði hann á langri reynslu af fjölda
nemenda. Hann hefur sé margan ungling
falla á prófi fyrir það, að námshæfileikar
hans voru ofmetnir. En slik reynsla veldur
nemendum oft sárum og örlagaþrungn-
um vonbrigðum. Við slíkum erfiðleikum
rangrar námsbrautar vildi hann hlífa syni
yðar.
Hitt er erfiðara að skýra, hvaða mun
skólastjórinn gat séð á tveimur unglinga-
prófsskírteinum með nokkurnveginn
sömu einkunnatölum. Og þó er þetta
mergurinn málsins. Unglingaprófseink-
unnir, eins og þær eru skráðar á skírteinin,
liafa að minnsta kosti þrenns konar gildi.
Verknámsdeildarpróf er greinilega sér og
getur ekki talizt undirbúningur að lands-
prófsdeild. Bóknámsdeildareinkunnin er
fremur á reiki; hana verður að meta eftir
því, hvort nemandinn var í betri eða lak-
ari bekk, eins og sagt er. Fyrir tornæma
unglinga eru nefnilega lögð önnur próf-
verkefni en fyrir hina greindu, og útkom-
an getur því hæglega orðið sú, að tornæm-
ur unglingur í slökum bekk fái hærri
einkunnir í tölum en greindari skólabróð-
ir lians, sem situr i duglegri bekk og verð-
ur því að fást við miklu þyngri prófverk-
efni. Þessi skattlagning góðra námshæfi-
leika virðist í sjálfu sér ekki óeðlileg á okk-
ar mildu skattheimtuöld. En þegar tveir
slíkir unglingar vilja innritast í lands-
prófsdeild og leggja fram prófskírteini
sín, getur mat skólastjórans orðið æði
ólíkt á þeim, þó að einkunnatölurnar séu
í flestu samhljóða, því að hann getur auð-
veldlega aflað sér upplýsinga um, livers
konar próf piltarnir þreyttu í raun og
veru.
Framhald á bls. 34.