Vikan


Vikan - 21.04.1960, Blaðsíða 5

Vikan - 21.04.1960, Blaðsíða 5
séu að fara! Tívolí á sér enga hliðstæðu í álfunni. Það er elzti skemmtigarðurinn í heimi af sínu tagi, enda klípur Kaup- mannahöfn heldur ekki við nögl sér gagnvart þessu eftirlæti sínu, en lætur það liafa stærsta og dýrasta flæmið, sem nokkurt fyrirtæki hefur í hjarta borgar- innar. Það er alltaf fullt af fólki, — nema einn ógnarlegan óveðursdag fyrir nokkr- um árum, þá kom þangað ekki nema 58.000 manns. Þeim degi gleymir gjaldkeri Tívolís aldrei! En nú fór verr! Meðan við vorum að þessum bollaleggingum, tókst þeim að stinga okkur af. Allt i einu voru þau horf- in inn í þetta þúsundlita völundarhús, þar sem parísarhjólin snúast og htjóm- sveitirnar leika og ölið freyðir ... Nei, það er ekki til neins. Á meðan röltum við eilitið lengra vestureftir, inn á járnbraut- arstöðina. Það er sérkennileg lífsunun að vera staddur á stórri járnbrautarstöð. All- ir vegir standa þar opnir: við horfum á ljósaskiltið, — hraðlestin til Rómar eftir 3 mínútur, pallur 2. Gerið svo vel að stíga um horð! Moskva, Istanbul, París ... og fólkið kemur hlaupandi, ofhlaðið töskum, grípur blað, kyssir, veifar ... þetta er lilið allrar Evrópu, já, Afríku og Asiu hka. Það er annað en á flugvöllum; héðan er farið um lönd, um þorp og bæi, ný tungumál á hverjum stað, nýtt fólk, nýtt loftslag ... En hvað er klukkan annars orðin? Við þurfum enn að sveirna nokkuð lengi, áður Séð eftir Vesturbrúargötu í áttina til Ráðhússins. Vinstra mengin við styttuna eru aðalstöðvar Flugfélags Islands og Aðaljárnbrautarstöðin þar á móti. en við komum auga á þau aftur. Þau stefna hlæjandi út um neðra hliðið við Ii. C. Andersens Boulevard og nú orðin þrjú saman, því lukku- hjólið hefur fært allra föngulegasta dáta í úniformi lífvarðarins með gljáandi bjarnarskinnshúfu. Þau halda niður Stormgötu, meðfram langri súlnaröð Þjóðminjasafnsins, og stefna niður að síkjunum. Þokka- lega áttavillt! hugsum við og erum rétt að því komnir að hnippa í þau, en sjáum okkur um hönd. Þetta er nefnilega ekki svo vitlaust. Krist- jánsborg ber við kvöldhimininn á hægri hönd, þung og mikil í sniðum, og eilitið framar stendur egypsku- legt Thorvaldsenssafn með griskum hestum á þakbrúnni. Hér týrir að- eins á götuljósunum og speglun þeirra brotnar skemmtilega í kjöl- fari einstaka báts, sem liður áfram um síkið. Lágur ómur berst úr veit- ingahúsunum í kjöllurunum við Gömlu Strönd, nema auðvitað frá Lárusi Pólití, þar sem ungskáld og listamenn eru önnum kafnir við að sigra heiminn. En skötuhjúin okkar ætla ekki að sigra neitt í bili, nerna þá freistinguna, — en samkvæmt kokkabók Oscars Wilde er aðeins ein leið til þess: að láta undan henni. Og með þá kenningu i huga tylla þau sér inn á litla krá. Við dokum við og lítum yfir síkið: þarna niðurfrá er kauphöll Kristjáns 4., þarna handan við Kansellíið, þaðan sem íslandi var stjórnað um nokkrar aldir, og neðar ris upp Knippelsbrú, sem tengir Kaup- mannahöfn hina gömlu við Amák- ursland. Ilandan við hana spölkorn suður er Norðurmýrin, sem við köllum, því þar heita göturnar eftir ísl. fornhetjum, Bergþórugata, Njáls- gata, Gunnarsgata, Sturlugata . . . þar er lfka Isafjarðar- og Gullfoss- gata. Enn erum við á ferðinni, niður fyrir Hólmsins kirkju og Brimar- hólm, meðfram höfninni, og vitum ekki fyrr en langt, uppljómað síki skerst inn úr höfninni. Þegar við lítum á skiltið uppi á liúsveggnum, stendur þar: Nyhavn. Nýhöfnin er eins og grimurnar í leikhúsunum: önnur hliðin alvarleg, hin hlæjandi. Við erum stödd „pá den sikre side“, þar sem Akademíið og aðrar virðulegar stofnanir horfa með þóttafullum svip á allt léttlynd- ið hinumegin. Enda bregðum við okkur yfir brúna eilítið ofan við Gullmarkans hús: þaðan og upp á Kóngsins Nýjatorg er sagt að séu 23 knæpur, en leiðin er eins og Austurstræti eða tæplega það. Við leyfum okkur hinsvegar að efast um, að nokkur hafi komizt til að telja svo langt! Það er verulega gaman að reika upp Nýhöfnina, líta þar inn á ein- staka stað og finna hina margbreyti- legu stemmningu sem þar rikir. Á einni kránni sitja menn við dimm Ijós, i næstum þvi dularfullri kyrrð, á annarri er allt upp í loft, slegist með hnefum og flöskum þar til blóðið flýtur, á enn annarri er dansaður sætlegur vangadans eftir Hawaimúsik ... en öðru hverju iðka þcir Nýhafnarmenn kjöríþrótt sína: að rota Svía og fleyja pólitium í síkið. Það er orðið all framorðið þegar við eltum þau hjúin yfir Kóngsins Nýjtorg, upp á Strikið. Þau reika hægt upp eftir þessari mjóu og hlykkjóttu aðalgötu Iíaupmanna- hafnar, doka við uppljómaða búðar- glugga, sem margir eru snilldarverk sýningarlistar, og yfir þeim leilca söngmeyjarnar í Heilagsandakirkju kyrran nætursálm. Menn þurfa minni svefn á ferða- lögum en endranær. Það er eitthvað í undirvitundinni, sem stjakar við sofandanum og segir: Heyrðu, góði, ætlarðu bókstaflega að missa af öllu! Þá rumskar hann og geyspar og dregur gluggatjaldið frá: annar- leg hirta, ný og ókunn liljóð, og hann er kominn frain úr með fullu ljöri. Eftir morgunverðinn er stig- ið upp í gjögtandi sporvagn og ekið út Vesturbrú, stigið úr og gengið góðan spöl eftir fögrum skógarstig, með Friðriksberggarðinn og höll- ina á hægri hönd, unz loks að kem- ur að stóru hliði: Dýragarðurinn. Framhald á bls. 29.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.