Vikan


Vikan - 21.04.1960, Blaðsíða 23

Vikan - 21.04.1960, Blaðsíða 23
sjóliðasláni hefði ekki allt í einu ruðst fram á sjónarsviðið, hugsaði Hosmer með sér. Og hann hét því, að þegar þetta væri allt um garð gengið, skyldi hann skrifa þjóðþinginu, og krefjast þess að fé skattgreiðenda yrði ekki varið til að kosta þessa sjóhermenn í jólaleyfi. I sömu svifum var drepið á dyr og Lily kom inn. I miskunnarlausri birtu morgunsins virtist h:'{n mun eldri en í mjúku skini rafljósanna. Hún hafði ekki snyrt andlitið að öðru leyti en því, að varir hennar voru málaðar hóflega rauðar og platínuljóst hárið vandlega greitt. Hún var í svörtum náttklæðum, sem féllu vel að mjúkform- uðum líkamanum. ,,Hosmer,“ tók hún til máls, „ég hef verið að hugleiða þetta með lögregluna ...“ Hún þagnaði skyndilega, þegar hún kom auga á Douglas. „Hver er þessi ungi maður?“ spurði hún. Hosmer kynnti þau kuldalega. „Lily var í fylgd með mér í nótt, þegar mér barst kröfubréfið." sagði hann. „Hvernig atvikaðist það?“ spurði Douglas og beindi orðum sinum til hennar. „Það hef ég Þegar sagt þér,“ greip Hosmer fram í fyrir honum. „Ég vil komast að raun um hvort ykkur ber sarnan." Lily tók sér sæti, krosslagði fæturna svo vel sást hve þeir voru íturvaxnir og virti Douglas fyrir sér. „Er Karen unnusta þín?“ spurði hún. „Já,“ svaraði Douglas og gat ekki dulið óþolin- mæði sína. „Ég bað þig ...“ Lily brosti vingjarnlega við honum. Lagði síðan hönd sína á hné honum og tók til máls. „Við skruppum á hátíðina á torginu i kvöld er leið. Hlýddum á hljómleikana; þeir leika á þessar lit- skreyttu stáltunnur, skilurðu. Þá teygði hönd sig skyndilega yfir öxl mér, utan úr myrkrinu. Fingra- löng, mögur hendi, hélt á bréfi. Hosmer tók við bréfinu, og hafði vitanlega ekki hugmynd um hverskyns var, hugsaði heldur ekki nánar út í Það í bili, en þegar okkur varð svo litið um öxl, var þar ekki neinn maður sjáanlegur. Bréfið var þann- ið gert, að orðin höfðu verið klippt út úr dagblaði, raðáð saman og límd á örkina. Það liggur þarna á böfðiriu". ,,0g hvað varð ykkur fyrst fyrir?“ Það var einmitt þessi sama spurning, sem haldið hafði vöku fyrir Lily mestalla nóttina. „Eiginlega er ekki hægt að segja, að við gerðum neitt", svar- aði hún seinlega. „Eins og Hosmer komst að orði — við gátum eiginlega ekkert gert, nema Það yrði þá til þess að Karen yrði myrt. Við þorðum ekki að leita aðstoðar lögreglunnar.'Vitanlega reikuð- um við þarna um, í þeirri von að við kynnum að rekast á Karen eða verða einhvers vísari, en það bar engan árangur. Hosmer varð sér úti um sendi- boða, sem fór með bréfið í flugpóst, þar sem hann gekk frá Því, að sér yrði sent lausnargjaldið. Og svo héldum við hingað aftur og síðan höfum við beðið átekta". Douglas starði á hana „Gerið þið ykkur ekki Ijóst, að þið hafið eytt helmingi þess tíma, sem okkur er veittur til að hafa upp á henni? Og það dýrmætasta tímanum? Hvers vegna létuð þið mig að minnsta kosti ekki vita hvað gerzt 'hafði?“ Lily varð fyrir svörunum, og það var brezkur hreimur í máli hennar. „Ég fyrir mitt leyti hafði ekki hugmynd um að þú værir til. Og hver hafði auk þess hugmynd um að þú værir hér staddur? Og loks þótti Hosmer mestu varða að öryggi Karen- ar yrði ekki í neinu skert". Douglas reis á fætur. „Ég fer beinustu leið til lögreglunnar", sagði hann. „Nei, þú gerir það eklci“, öskraði Houmer. „Ég fyrirbýð þér það“. En Douglas hraðaði sér á brott, án þess að gera svo mikið sem líta um öxl. Rödd Lily var hreimmýkri, þegar hún tók til máls eftir að hann var farinn, en það leyndi sér ekki, að hún hafði þungar áhyggjur. „Ég hygg að hann hafi rétt fyrir sér, Hosmer. Ég ætlaði ein- mitt að ræða þetta við þig. Við getum ekki setið svona og beðið og haldið að okkur höndum". Will gerir vitanlega alls ekki ráð fyrir því, að lögreglunni verði blandað í málið, hugsaði Hosmer. Og mér er ekki nokkur leið að vara hann við. En Will er hinsvegar við öllu búinn, ef ég þekki hann rétt. Auk þess er óhugsandi að lögregluliðið. hér sé yfirleitt til nokkurs nýtt. Ekki frekar én annað hér á eyjunum Loks er það, að það hefur ekki nema nokkrar klukkustundir til umráða. En ef Will verður þess var, að það sé komið í spilið, er hann vís til að myrða Karen . . . Lily snart arm hans með samúð. „Ekki svona þungbúinn, Hosmer," mælti hún. „Þú getur ekki kennt Þér um neitt. Það var ekki nokkur leið fyrir þig að stöðva hann.“ Hosmer leit undan nokkurt andartak, á meðan hann var að ná stjórn á tilfinningum sínum og svipbrigðum. Hann slétti svart hárið, sem þrátt fyrir allar gagntilraunir hans var alltaf nægilega baldið til þess að það gerði hann drengjalegan yfirlitum. Síðan rétti hann úr sér og brosti sínu blíðasta brosi. Hosmer hirti aldrei um að leyna því, hvorki fyrir sjálfum sér né öðrum, að hann naut innilega hinnar nýju tilveru sinnar. Hann gekk alltaf um salarkynni glæsilegustu gistihús- anna og samkvæmisstaðanna eins og hann ætti Þá. Hann gaf lyftudrengnum meira þjóðfé, en þeim, Karen og föður hennar, hefðu nokkru sinni komið til hugar að eyða fyrir máltíð. Og þó hann sóaði fé sinu af sliku hirðuleysi og yfirlæti, bar þó alltaf m.est á ákefð hans og dugnaði, sem voru þeir eigin- leikar hans er unnu honum mesta hylli. Nú hafði hann náð fyllilega stjórn á sér. Vitan- lega tók hann sárt til Karenar. En Will Roth hafði jú heitið því, að ekki skyldi skert hár á höfði hennar, og Þó þessi sjóliðagepill gæti orðið til nokkurra óþæginda, þá var það líka allt og sumt, sem hann gat látið af sér leiða. Um þetta leyti á morgun mundi Karen vera komin heim í gisti- húsið aftur heil á húfi, og hlutur Hosmers af lausn- argjaldinu yrði endursendur í sjóð fyrirtækisins þar sem hann hafði tekið það að látni til bráða- birgða. Enginn mundi nokkru sinni verða þess var, að peningarnir hefðu horfið þanðan um hríð. hvað þá meir. Hann var sjálfur stofnandi hlutafélags- ins, formaður þess, framkvæmdastjóri og gjald- keri, svo að þetta gat ekki komizt upp. Að minnsta kosti var ekki nein hætta á að farið yrði að athuga reikningana á meðan lánardrottnarnir fengu sitt, og starfsaðferðir hans stöngluðust ekki opingerlega á við gildandi lög og reglur. Og loks, þegar allt þetta væri um garð gengið, gat Karen valið um, hvort heldur hún færi til Parísar, eða aftur heim til Pawnee Falls. Hún var bæði falleg og skemmtileg stúlka og honum var innilega hlýt til hennar, en þá hefði hún lokið hlutverki sínu í hans Þágu. Þá gat Hosmer notið lífsins með Lily, og hann hafði ósjálfrátt hugboð um það, að Lily væri kona, sem kynni vel að meta unaðsemdir þess. „Douglas er farinn til að gera lögreglunni að- vart, Hosmer“, sagði Lily. „Það þýðir ekki neitt að láta' það valda sér áhyggjum. Ég veit ósköp vel, að þú hefur ekki neina lyst á morgunverði, en þú verður nú samt að borða”. „Ég verð að hiýða ráðum þínum, hvað það snert- ir. Og við verðum að segja þeim hérna í gistihús- inú að frænka mín dveljist hjá kunningja sínum uppi í borginni." Hosmer leið betur fyrir það, rð Lily var hjá honum til halds og trausts. Litlu ilskórnir hennar lágu á gólfinu fyrir framan stól- inn, hún hafði dregið undir sig fæturna, þannig að mjúkt form hnjákollanna kom vel í ljós — eins og fyrir hendingu. Þetta var svo sem allt í stakasta lagi, sagði FORSAGA Vngri oandarílcja- stúlku, Karen að nafni, sem fyrir skömmu hefur misst foreldra sína, tæmist arfur eftir móöurafa sinn, en móöurbróöir hennar er skipaöur fjár- haldsmaöur henanr í erföaskránni. Þessi móöur- bróöir, sem er umsvifamikill fjármálamaöur, gerir sér nú títt viö hana, býöur henni meöal annars í skemmtiferö til St. Thomas — þar sem æsilegir atburöir eru á næsta leiti ... Flugvélin nálgast Meyjareyjar; Hosmer hefur veriö dálítiö utan viö sig og venju fremur fámáll síöustu mínúturnar, og þegar flugvélin lendir, viröist hann sífellt vera aö svipast um eftir einhverjum í mannþrönginni. Ekki veitir Karen því þó sérstaka athygli; liún veröur strax svo hugfangin af umhverfinu og fólkinu, aö hún gætir einskis. Og svo er ekiö af staö til gistihússins í fornfálegum bíl, en bílstjór- inn er vingjarnlegur og ræöinn. — Um kvöldiö efna eyjarskeggjar til hátíöahalds á torginu. Kar- en fær frænda sinn til aö fara meö sér þangaö, hún töfrast af hinni sérkennilegu hljómlist, lætur berast meö straumnum og allt í einu stendur 'hún andspœnis œskuunnusta sínum, Douglas, sem kom- inn er þeirra erinda aö fá hana til aö snúa heim, svo þau geti gengiö í hjónaband. Karen veröur komu lians óumræöilega fegin en neitar aö fara heim meö honum, þau skilja en henni snýst hugur og œtlar aö ná tali af honum. En þá rœöst maöur á hana og ber hana á brott, út í myrkriö. Henni er ekiö í jeppa, þaö eru tveir karlmenn hér aö verki, annar vopnaöur skammbyssu, og loks nem- ur jeppinn staöar út fyrir afskekktum sumar- bústaö. Karlmennirnir eru þeir liálfbrœöur, Will Roth og Mick. Will segir Karen aö hún veröi fangi þeirra uns Hosmer ihafi greitt lausnargjaldiö. Ilann er hinn hæverskasti, en Mick áleitinn. Hosmer við sjálfan sig. Allt mundi fara samkvæmt hinni nákvæmu og vel undirbúnu áætlun Wills Roth. Það var aðeins þetta, að Hosmer þekkti Will Roth, og vissi hvernig mann hann hafði að geyma, en fyrir bragðið hafði hann alltaf dulan, óskiljanlegan ótta af honum og því, sem hann kynni að taka til bragðs. Það var ekki til, sem sá maður lét sér fyrir brjósti brenna, ef svo bar undir — bókstaflega ekki til. Karen gekk stirðum fótum um setustofuna í sumarbústaðnum og tók diska og mataráhöld af borðinu eftir morgunverðinn. Will Roth hafði sjálfur séð um framreiðsluna, sem bar þjálfuðum s ’.ekk sælkerans ljóst vitni. Nýjar perur og kjöt- Frarrihald í næsta blaöi. Douglas kemst að því, morguninn sem hann ætlar á brott með flugvél- inni, að Karen hefur verið rænt. Hann og Bonitó, bílstjóri og leynilögreglu- maður á eynni, hefja leit að henni, en á meðan unir Karen hið versta fangavistinni hjá þeim bræðrum enda þykist hún vita, að þeir muni ekki ætla henni langt líf eftir að lausnar- gjaldið er komið þeim í hendur. VIKAN 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.