Vikan


Vikan - 21.04.1960, Blaðsíða 17

Vikan - 21.04.1960, Blaðsíða 17
Konan var dálitið hissa. Þú hefur þó yfirleitt verið góður við Eirík — og einn- ig Hrólf, — áður en þessi bannsettur Rfkharður kom hingað. — Ég vil hafa frið, beit sá gamli af sér. Ég sel bæ- inn og flyt á elliheimili. Ég vil hafa frið núna. — Já, já, — eins og þú vilt. Konan hélt burtu. Hún róaðist við þau orð Sigurð- ar, að hann ætlaði að selja jörðina og fara á elliheim- ili. í sannleika sagt höfðu margir óttazt, að þessi gamli sérvitringur mundi verða kyrr á Heiðarbæ og setja ná- grannana þannig i óþægilega klípu. Sigurður gat ekki áframhaldandi séð um sig sjálfur, en það var ekki held- ur hægt að láta þennan gamla, vanþakkláta karl drepast úr sulti og sóðaskap. Þegar nágrannarnir að dálitlum tima liðnum fóru upp til Heiðarbæjar og gáfu skepnunum, sáu þeir Sigurð oft liökta uin á hækjunum. En menn töluðu ekki við hann. Hann reyndi ekki heldur að hafa samband við fólk. Dag einn sótti kaupmaður nokkur allar skepnurnar á bænum. Hann lýsti glottandi yfir þvi, að sá gamli væri nú ekki svo vitlaus, þótt gamall væri. Hann hafði farið fram á og fengið hátt verð fyrir skepnurnar, en jörðin sjálf yrði ekki heldur gefin. — Vissi nokkur, að Heiðarbær stóð á mjög stórri brún- kolaæð? spurði kaupmaðurinn. Nei, ... um það hafði enginn hugmynd. En það vissi sá gamii. Og liann vissi einnig, hversu mikils virði það kynni að verða. Hið gamla, lirörlega hreysi verður ekki selt fyrir neitt smáræði. Við nánari umhugsun mundu nokkrir eftir þvi, að Sig- urður hafði fyrir ári látið gera boranir i jörð sína. Hann hafði leitað að vatni, en þá um leið fundið dálitið annað. Það væri gaman að vita, hvað hann mundi nú fá fyrir jörðina. Trane lögreglumaður reif í hár sér. Hann hafði leitað um allt Suður-Jótland án þess að finna eitt spor eftir Gunnar Ovesen. Maðurinn, sem hafði vakið grun með framkomu sinni, vissi, hvernig liann átti að halda sér leyndum. Mánuði eftir morðið á Onnu Maríu hafði enginn svo mikið sem séð morðingjanum bregða fyrir. Trane fékk Ijótan grun. Einhver hlaut að leyna lög- regluna einhverju, — eitthvert vitni, — cða e. t. v. fela morðingjann sjálfan. Ekkert úr málsgögnum Gunnars Ovesens gat veitt nokkra vitneskju um, hvar hann ætti vini, ef hann þá átti nokkra. Hann hefði getað fundið sér samsærismann, siðan hann var siðast í leitarljósi lögreglunnar. í því tilfelli hlaut það að vera úti kringum Heiðarbæ, jal'nvel þótt hugmyndin hljómaði ekki sérlega trúlega. Eyvindur Trane ákvað að fara til hins gamla bæjar enn einu sinni. Ilann gerði það i hálfgerðri örvilnun, sem farin var að ásækja hann. Það virtist óhugsandi fyrir fram, að Sigurður gamli gæti sagt honum meira en hann Framhald á bls. 26. Lausn á 11. krossgátu er hér aö neöan: o°SKRAFSKJÓÐAS°° ° ° °LETRA°ÓMINNUG ° °HIK°UFS°S°GULL S° AFKOMA ° ATLIDEY 1STRA°ARIUR0°DMM META°S°lS°lSLAMS TRAFALIKKAÐAA°AK AURASÁL°RAUP°S°R LMI°KRIKI°RETTRA Ó°NKANNA°F°SVEIT DÓNÁ°A°LMASIEITT ÖL°RÓRÓ°ALL°NL°I ° ALIN 0 FUNDIRNUK ° °GLERAUGNAGLÁMUR 16 verðlaunakrossgáta VIKUNNAR Vikan veitir eins og kunnugt er verðlaun fyrir rétta ráðningu á krossgátunni. Alltaf berast margar lausnir. Sá sem vinninginn hefur hlotið, fær verðlaunin, sem eru: 100 KRÓNUR. Veittur er þriggja vikna frestur til að skila lausnum. Skulu lausnir sendar í pósthólí 149, merkt „Krossgáta". Margar lausnir búrust á 11. krossgátu Vikunnar, en engin var rétt.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.