Vikan


Vikan - 21.04.1960, Blaðsíða 16

Vikan - 21.04.1960, Blaðsíða 16
SAKAMÁLASAGÆ | Þessi glæpur kom eins og reiðarslag yfir hið litla, fámenna byggðarlag. MorS var nokkuS, sem lesa mátti um í blöSunum eSa lieyra talaS um í útvarpinu. Slíkt níSingsverk hafSi aldrei veriS framiS þar um slóSir. Samt sem áSur voru margir, sem sögSu, aS þeir væru ekki vitundarögn hissa. Þessi RikharSur hafSi, ef svo mætti segja, komið röltandi eftir þjóð- veginum einn góSan veSurdag og setzt að fyrir fullt- og allt á iHeiðarbæ. Þetta hafði frá fyrstu tíð vakið grunsemdir héraðsbúa. En það var nú einmitt sökum þess, að þeir voru svo fáir, sem nokkuð þekktu til á HeiSarbæ og fólkið, sem þar bjó. Sigurður gamli hafði alltaf verið nokkuð mikill sérvitringur. Hin siðustu árin hafði hann verið rúmliggjandi eða haltrandi um kring á hækjum. Hann hafði verið mjög mann- fælinn, og ef svo einhver rakst þar inn, vildi hann ekki sjá hann, nema hann væri til neyddur. Um dóttur hans, Önnu Mariu, vissu menn aðeins, að hún var á þrítugsaldri og að hún hafði allt sitt iif dvalizt á Heiðarbæ. Eftir því sem lömun Sigurðar gamla versnaði, hafði Anna Maria orðið að vinna öll störf á Heiðarbæ, þangað til Ríkharður kom dag nokkurn öllum á óvart og settist þar að. Það var dumbungslegt síSdegi, að Anna María fannst liggjandi dauð í kálgarðinum. Hún hafði verið slegin með stuttu verkfæri i höfuðið. Hreppstjórinn lét kalla á rannsóknarlögregluna og Eyvindur Trane aðstoðarmaður fékk málið i sínar hendur. Eftir að hafa komið einu sinni á Heiðarbæ, var búizt við, að öllu i þessu máli yrði fljótt lokið. í samtali við hreppstjórann gerði hann stutt yfirlit: — Þessi Ríkharður heitir réttu nafni GUNNAR UVESEN. Hann er okkur gamalkunnur og var síð- ast dæmdur í tíu ára fangeisi fyrir morð. Hér bendir allt til, að morðið hafi verið framið án undirbúnings. Það var ekkert gert til að fela verknaðinn, ekki einu sinni rcynt til að hylja líkið. Morðinginn hefur trúlega flúið í ofsa- hræðsiu, en hann kemst tæpiega langt, áður en við náum honum. Hreppstjórinn kinkaði kolii. - Hvernig tók Sig- urður gamli öllum þessum ósköpum? Hann sagði ekkert, meðan ég var viðstaddur. Lögreglumaðurinn brisli hpfuðið. Haun var ekki sérlega samvinnuþýður, — sagði aðeins, að þelta væri aðeins það, sem búast Iiefði mátl við. Það hefði ekki verið með sínu samþykki, að Rík- harður, öðru nafni Gunnar Ovesen, hafði fengið levfi lil að vera á bænum. — Þetta er vist rétt. Það var Anna Maria, sem vildi láta Ríkharð vera, — í fyrsta iagi lil að ‘hjálpa til við heimilisstörfin. En í raun og veru varð hún samt að gera inestallt sjálf. Skepnurnar gat Ríkharður alis ekki annazt, það veit ég. Hann var uppstökkur og illa lyntur. Einn nágrannanna kvartaði yfir því við mig, að Ríkharður hefði sleg- ið hund Jians til óbóta. Eyvindur Trane yppti öxlum. — Saint sem áður vildi kvenmaðurinn ekki sleppa honum. Það er eitt af þeim smáatriðum, sem starfið iiefur kennt tnér að vera ekki að brjóta lieilann um. Það er nú einu sinni þannig. Vika leið, og enn þá gekk morðinginn frá Heiðar- bæ laus. Eyvindur Trane ítrekaði eftirgrennslan- irnar og lýsinguna: Um það bil 45 ára, en lítur út fvrir að vera eldri, meðalhár, dálítið lolinn, hár- lítill, skegglaus og kinnfiskasoginn, — áð líkind- um klæddur bláum vinnufötum og brúnum gúmí- stigvélum. Trane bjóst við, að fióltamaðurinn hefði flúið i suðurátt. Þess vegna veitti liann enga sérstaka ath.\teli tilkynningu, sem kom um mann frá norð- Ia;Jjjjt héraði. Rannsókn leiddi í ljós, að fréttin var á níisskilningi byggð. — En fjárinn hafi það, — þá hefur ekki nokkur manneskja séð flóttamanninn! tautaði Trane áhyggjufullur. — Allt var þetta svo klaufalegt og óhugsað, — hann slær stúíkuna til bana og stekk- ur i burtu ... Slikt getur ekki farið vel. Eyvindur Trane sendi úi nýja, áhrifamikla tilkynningu til hins opinbera. Og þá fékk hann nokkuð, sein hann hélt hann gæti stuðzt við. Máður nokkur hringdi frá Suður-Jótlandi og sagði, að hann hefði séð grunsamlegan mann læðast með- fram járnbrautarlínunum þar. Trane sendi samstarfsmenn sina suður á .Tótland til þess að athuga réttmæti þessarar fréttar. Á meðan gaf Sigurður gamli tilefni til nokkurrar íliugunar. Skepnurnar voru hirtar, en livað um hann sjálfan? Vingjarnlegir nágrannar buðu honum þá hjálp, sem þeim fannst hann þurfa nú. En sá gamli afþakkaði hnarreistur alla vorkunn- semi. Kona nokkur, móðir 10—-12 ára drengs, sem fyrrum hafði oft komið á Heiðarbæ, bauðst til að færa Sigurði eina heita máltíð á dag. En, — nei, takk! Hann mundi sjálfur geta húið til sinn eigin mat. Hann var ekki verri en það, að hann gæti staðið uppi í rúminu og fundið sér eitthvað ætilegt. — Þú getur ekki haldið áfrain svona, Sigurður, sagði konan með ákafa. — Leyfðu mér nú að hjálpa þér. Eirikur getur auðveldlega skotizt yfir til þin með eina heita máltíð á dag. — Ég vil ekki hafa strákinn hlaupandi hér um, urraði sá gamli. 16 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.