Vikan


Vikan - 21.04.1960, Blaðsíða 32

Vikan - 21.04.1960, Blaðsíða 32
Fyrir hverju er draumurinn? Framhald af bls. 13. síðan kufl. Þeir voru á gangi fyrir framan súlnaröð, sem mér virtist vera fordyri að must- eri. Skyndilega heyrði ég rödd, sem hvislaði að mér þessu orði: „Aristóteles“. Svo var draum- urinn búinn. Hvað he-ldurðu nú, að þessi draum- ur merki? Ég vil taka fram, að ég er endur- holdgunarsinni. Halli. Svar til Halla. Að ganga fram með súlnagöngum þykir góð- ur draumur á veraladrvísu, en ég hygg, að þessi draumtjáning eigi ekki rætur sínar að rekja til veraldarvafstursins, heldur sé þetta merking þess, að þú þjónir undir áhrifum Aristóteles-hugmyndakerfisins og hafir jafn- vel verið lærisveinn hans í vissri jarðvist, þar eð þú segist vera endurholdgunarsinni. Draum- urinn virðist hinn fegursti, og máttu búast við mikilli þekkingaraukningu á næstunni í heimspeki og hærri hugðarefnum. Notaðu þér þetta tækifæri til hins ýtrasta. Það var siður góðra bátaformanna að notfæra sér öldulagið. Þannig er því einnig farið í öllu lífinu. Tæki- færin eru til að nota þau, það er að segja, ef þau eru góð. Annars ættum við að láta þau vera, lítillækki þau okkur. S. ¥. á Stokkseyri Framh. af bls. 11. lagði sýslumanni að eiga tal við Þuríði, en hún hafði lengi verið formaður hjá Jóni. „Hún er svo skarpskyggn og eftirtektarsöm, að ég veit engan hennar líka. Geti hún engar bendingar gefið, er ég hræddur um að hinir seku finnist ekki hér i nánd.“ Féllst sýslumaður á það. Þegar sendimaður sýslumanns kom til Þuríð- ar, var hún farin úr kirkjuklæðum sínum, kom- in i karlmannsföt og ekki góð og bikaði vorbát sinn, sem var nýkominn úr viðgerð. Vildi hún hafa fataskipti aftur áður en hún gengi fyrir sýslumann, en sendimaður kv'að ekki tíma til þess; afsakaði hún klæðnað sinn við sýslumann og kvað ekki sæma að ganga fyrir hann þannig húin. „Jafnt fyrir mig sem aðra,“ svaraði sýslu- maður, og kvað hana þurfa að fá leyfi til að ganga í karlmannsklæðum, „og það leyfi skal ég útvega þér, ef þú gefur mér vísbendingu um hverjir það muni vera, sem rænt hafa á Kambi.“ „Hverju var rænt og hvenær?“ spurði Þuríður. Sýslumaður segir henni það, og gat þeirra muna, sem fundizt höfðu eftir ránsmennina, en meðal þeirra var nýsleginn járnteinn, er stóð við bæjardyrnar, og skór, sem fannst í túnjaðr- inum. Bað Þuríður sýslumann sýna sér skóinn og skoðaði hann vandlega. „Vel hefur sú verið að sér, sem skóinn gerði; það er sérstakt liandbragð á honum, og hef ég séð það á þrem bæjum,“ sagði hún. „Nefndu mér þá,“ sagði sýslumaður. „Hinn fyrsti er Hjálmholt,“ svaraði Þuríður, en það var sýslumannssetrið. „Satt er það, en heldurðu að mínir menn hafi verið í slíkum útréttingum?“ „Ekki held ég það,“ segir hún. „Annar er Gaulverjabær, og er ég þó viss um, að ráns- menn hafa ekki verið þaðan.“ „Nefndu hinn þriðja.“ „Kristin, kona Jóns Geirmundssonar, er vel að sér, og hjá henni hef ég séð skó eins gerða og þenna.“ „Þá kalla ég að þú bendir mér á Jón Geir- mundsson. En hverjir ætlarðu að hinir hafi verið?“ „Vandast málið. Þó er svo mikið víst, að ekki hefur Jón Geirmundsson verið foringi þessarar ferðar. Til þess hefur hann ekki hug, enda ekki heldur illmennsku, nema hann liafi verið span- aður upp.“ „Hver er líklegastur til þess?“ „Engan veit ég liklegri en Sigurð Gotlsvins- son. Hann hræðist ekkert og svífst einskis, ef í ])að fer, og ríkur vill hann verða. Hann hefur róið hjá mér eina vertið, og þekki ég hann vel. Það hafa margir duglegir drengir róið hjá mér, en enginn jafnazt við hann. Og þó vildi ég ekki vinna til að hafa hann aftur. Samt er gott til í honum.“ „Þessar bendingar þykja mér því betri,“ segir sýslumaður, „sem mér höfðu dottið þessir báðir í hug áður. En nefndu nú fleiri, sem þér þykja Iíklegir.“ ,yÞað get ég ekki að svo stöddu, því að þessum tveim undanteknum þykja mér engir líklegir. Ég fullyrði heldur ekkert um þessa tvo, en vert væri að vita hvort þeir liafa verið heima nótt- ina, sem rænt var í Kambi.“ „Bæði þeir og aðrir verða yfirheyrðir.“ „Yfirheyrið mig þá líka. Enginn grunur má koma á það, að við höfum talað einslega um þetta, því ef það berst til Sigurðar, þá forsvara ég liann ekki fyrir að drepa mig.“ „Ekki skal það berast eftir mér,“ segir sýslu- maður og skildu þau lalið. Var hann á Stokks- eyri um nóttina, en hélt þar rannsóknarþing daginn eftir, tvo næstu daga á Eyrarbakka og fjórða daginn aftur á Stokkseyri. Voru margir yfirheyrðir, þar á meðal Þuríður formaður, sem kvað Sigurð Sigurðsson frá Tóftum hafa sagt sér að Gunnlaugur í Brattsholti mundi hafa orð- ið var við mannaferð i mýrinni, nóttina, sem j Meðan þú ferð ^ljómleikana ætla é? að horfa á knattspyrnu kappleikinn. ;i2 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.